júl 18 2007

Saving Iceland loka veginum að verksmiðjum Norðuráls og Íslenska járnblendifélagsins

Fréttatilkynning

GRUNDARTANGA – Í dag hafa samtökin Saving Iceland lokað eina aðfangaveginum frá þjóðvegi 1. að verksmiðjum Century / Norðuráls og ELKEM / Íslenska járnblendifélagsins. Saving Iceland samtökin eru andsnúin áformum um nýja álbræðslu Century í Helguvík og stækkun á verksmiðju Járnblendifélags Íslands. Aðgerðafólk hafa hlekkjað sig saman í málmrörum og myndað þannig mannlegan tálma á veginum um leið og nokkrir hafa tekið yfir byggingakrana á svæðinu.

Century Aluminum ætlar að reisa annað álver í Helguvík með 250.000 tonna árlegri framleiðslugetu. Álver þeirra á Grundartanga hefur þegar verið stækkað í 260.000 tonn.

Um þessar mundir er verið að fara yfir unhverfismat á Helguvíkur bræðslunni. (1) Þetta mat var gert af verkfræðisamsteypunni HRV (Hönnun/Rafhönnun/VST).

“Það er fáránlegt að verkfræðifyrirtæki sem hefur mikla hagsmuni af byggingu álversins sé ætlað að skila hlutlægu mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Í mati fyrirtækisins koma fram fáránlægar staðhæfingar eins og t.d. sú að mengun af verksmiðjunni verði ekkert vandmál vegna þess að Helguvík sé svo vindasamur staður að öll mengunin mun hverfa með vindinum” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.

“Þessi álbræðsla mun kalla á nýjar jarðhitaboranir í Seltúni, Sandfelli, Austurengjum og Trölladyngju, auk þess sem Hengilssvæðinu hefur þegar verið raskað stórlega hennar vegna af Orkuveitu Reykjavíkur. Í umhverfismatinu hefur alveg láðst að nefna þessi jarðhitasvæði eða hinar gífurlegu rafmagnslínur og rafmöstur sem fylgja munu framkvæmdinni. Þessar jarðvarmavirkjanir munu gersamlega eyðileggja ásýnd og vistfræðilegt gildi alls Reykjanesskagans. Orkuþörf verksmiðjunnar, um 400 mw, mun fara fram úr náttúrulegri orkugetu þessara jarðhitasvæða auk þess sem þau munu kólna á þremur til fjórum áratugum. (2) Century hafa viðurkennt að það er ætlun þeirra að stækka verksmiðjuna á næstu áratugum. Það er því augljóst að þessi álbræðsla mun ekki aðeins eyðileggja Reykjanesið heldur einnig útheimta frekari virkjanir jökuláa.”

Matsferlið virðist vera algjört aukaatriði, fyrirtækið hefur þegar reiknað með útgjöldum upp á 360 milljónir dollara sem að hluta til verður varið til byggingar álbræðslu í Helguvík. (3) Þetta gefur til kynna að Century hafa fengið fullvissun frá íslenskum yfirvöldum um að verkefnið mun sleppa í gegn hvað sem í skerst.

Þetta stangast algerlega á við stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkistjórnar Íslands, og þá sérstaklega nýlega yfirlýsingu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra, að hún sé á móti frekari álverksmiðjum á landinu.

Íslenska járnblendifélagið vill auka getu sína til framleiðslu á ferrosilicon fyrir stáliðnaðinn. Þetta fyrirtæki ber ábyrgð á einu mesta magni gróðuhúsalofttegunda og annarar mengunar á Íslandi. (4)

“Stækkun á verksmiðjum Íslenska járnblendifélagsins og Century mun auka
stórlega útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Ef ekkert bætist við þá stóriðju sem þegar er á Grundartanga og hjá ALCOA Fjarðaáli mun Ísland samt auka við útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 38% miðað við ástandið árið 1990. Með áframhaldandi uppbyggingu stóriðju á Íslandi mun útstreymið nema um 63% yfir viðmiðun mörkum ársins 1990. (5) Slíkt ber vitni um algjört ábyrgðarleysi og ótrúverðugleika íslenskra stjórnvalda.

Allt tal um “græna orku” frá jarðvarma og vatnsorku er í raun hreinar lygar. Íslendingar verða að rísa gegn þessum erlendu fyrirtækjum” sagði Snorri Páll.

ENDIR

Frekari upplýsingar:
https://www.savingiceland.org

Punktar og tilvitnanir:
1. Environmental Impact Assesment, HRV, may 2007, http://www.hrv.is/
media/wordpress/wp-content/uploads/2008/01/Frummatsskýrsla_2007-05-02_low%20res.pdf
2. Landvernd, Letter to national planning agency, 28th June 2007,
http://www.landvernd.is/myndir/Umsogn_He…
3. Credit Suisse, June 12th 2007, http://www.newratings.com/
analyst_news/article_1548857.html
4. Icelandic Ministry of the Environment, March 2006, http://
unfccc.int/resource/docs/natc/islnc4.pdf
5. Idem.

Náttúruvaktin