júl 12 2008

Aðgerðabúðir Saving Iceland á Hellisheiði

Fjórðu aðgerðabúðir Saving Iceland eru nú hafnar í fallegum dal á Hellisheiði; svæði sem er í hættu vegna framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu. Stækkun Hellisheiðarvirkjunnar á sér nú stað til þess að afla orku fyrir stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga og aðrar stóriðjuframkvæmdir á Suð-Vestur horni landsins.
Í ár eru í búðunum aktívistar frá Íslandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku, Englandi, Hollandi, Frakklandi, Belgíu og Ítalíu og fleiri löndum, sem hafa ákveðið að ganga til liðs við baráttuna. Upplýsingar um eyðileggingu íslenska öræfa hafa borist víða.

Í ár mun baráttan, auk umhverfisverndarsjónarmiða, snúast að miklu leiti um mannleg áhrif álframleiðslu; frá menningarlegum þjóðarmorðum í kjölfar báxítgraftar á Indlandi, Suður-Ameríku, Jamaíka og annars staðar í heiminum, til beinna tengsla áliðnaðarins við hergagnaframleiðslu og stríðsrekstur. (1)

Alþjóðleg samstöðuvika með baráttu Saving Iceland mun eiga sér stað í Evrópu frá 21. – 27. Júlí. Einnig stendur Saving Iceland fyrir ráðstefnu í Reykjavíkur Akademíunni þann 24. Júlí, þar sem Samarendra Das, virtur indverskur rithöfundur og aktívisti mun ásamt Andra Snæ Magnasyni og fleirum, brjóta á bak aftur mýtuna um svokallaða ‘græna álframleiðslu’ og fjalla um áhrif álframleiðslu á þriðja heiminn. Fyrirlesturinn verður auglýstur betur síðar auk upplýsinga um fleiri fyrirlestra sem Samarendra mun halda annars staðar á landinu.

Að lokum höfum við komið upp nýrri og betri heimasíðu, sem nú inniheldur mikinn fjölda greina, frétta og upplýsinga á íslensku. Nýja vefsíðan er á sömu gömlu slóðinni: www.savingiceland.org

Hafið endilega samband fyrir nánari upplýsingar,

– Saving Iceland hreyfingin –

Upplýsingar:
Miriam Rose
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Jaap Krater
Netfang: savingiceland@riseup.net

(1) Sjá t.d. grein Samarendra Das og Felix Padel; Double Death og greinina Lygar og Útúrsnúningur eftir Snorra Pál Úlfhildarson Jónsson.



Download
When the Visir news crew visited, the weather was a whole lot worse!

Síður: 1 2

Náttúruvaktin