júl 29 2008
5 Comments

Aðrar hliðar Saving Iceland

Á meðan aðgerðabúðum Saving Iceland stendur hvert sumar, er líklegt að fólk mest athygli fjölmiðla beinist að beinum aðgerðum hópsins. En Saving Iceland stendur fyrir ýmsu öðru á meðan búðunum stendur og einnig allan ársins hring.
Indverski rithöfundurinn og sérfræðingur um áliðnaðinn, Samarendra Das er nú staddur hér á landi á vegum Saving Iceland og hefur nú þegar haldið þrjá opna fundi; Þriðjudaginn 22. Júlí í Friðarhúsi Samtaka Hernaðarandstæðinga, þar sem áhersla var lögð á tengsl álframleiðslu og stríðsreksturs; Miðvikudaginn 23. Júlí í Reykjavíkur Akademíunni, þar sem Samarendra fjallaði ásamt Andra Snæ Magnasyni, um hnattrænar afleiðingar álframleiðslu og braut á bak aftur goðsögnina um svokallaða ‘hreina og græna’ álframleiðslu; og í Keflavík, Fimmtudaginn 24. Júlí.

Samarendra hefur einnig farið í nokkur blaða- og útvarpsviðtöl, t.d. á Mánudaginn þegar hann talaði við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Vera hans á landinu, sem og áhersla Saving Iceland þetta árið á báxítgröft og hnattræna hlið álframleiðslunnar, hefur orðið til þess að áður óþekkt umræða hefur skapast; um áliðnaðinn í alþjóðlega samhenginu. Skrifað hefur verið um málið og fjallað um á öðrum vettvangi.

Ritstjórnargrein Morgunblaðsins sl. föstudag fjallaði til að mynda um fyrirlestur Saving Iceland, báxítgröft og álframleiðslu. Talað er um að upplýsingar um báxítgröftinn séu ekki nógu sýnilegar og alls ekki nógu mikið í umræðunni.

Úr greininni:

,,Það hefur ekki alltaf þótt sjálfsagt að fyrirtæki beri ábyrgð á umhverfi sínu. Víst er að umgengni fyrirtækja er misjöfn eftir því hvar í heiminum þau starfa. Samtökin Saving Iceland héldu fund í ReykjavíkurAkademíunni á miðvikudag þar sem fram komu rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Smarendra Das. Andri Snær fjallaði um heildarskaðann sem álverin valda í heiminum og kvað hann mikinn. „Það sem við vitum ekki er hvaðan báxítið kemur,“ sagði hann. Das er frá Indlandi og hefur rannsakað áliðnaðinn í 15 ár. Lýsti hann því hvernig iðnaðurinn hefði farið með fylkið Orissa á Austur-Indlandi þar sem fjórðu mestu báxítbirgðir heims er að finna. Hann vændi álfyrirtækin um að segja ekki alla söguna um afurðina, þeim hefði tekist að „grænþvo“ sig, eins og hann orðaði það.

Samarendra hefur einnig farið í fleiri viðtöl við fjölmiðla, sem munu birtast bráðlega.

Álfheiður Ingadóttir, þingkona Vinstri Grænna lýsti því svo yfir á dögunum að hún dáðist að starfi Saving Iceland, sérstaklega hvernig hópurinn hefur komið hnattrænum áhrifum álframleiðslu á framfæri. Í viðtalinu sagði hún m.a. ,,…til að mynda báxítnámnurnar sem eru fóðrið í álverksmiðjurnar hér. Þetta hefur ekki verið svo mikið í umræðunni hjá öðrum umhverfishópum. Þessi hópur hefur virkilega vakið athygli á þessu samhengi hlutanna.” Að lokum blés hún á þá goðsögn að róttækar aðgerðir hefðu neikvæð áhrif, jafnvel skemmdu, málstað umhverfissinna: „Þvert á móti. Ég held að þeirra aðferðir, sem eru það sem kallast borgaraleg óhlýðni og er viðurkennd um allan heim, séu eðlilegar aðferðir.

5 Responses to “Aðrar hliðar Saving Iceland”

  1. Björn skrifar:

    LÉLEG VINNUBRÖGÐ… SKILABOÐIN MÍN voru þurkuð út af síðunni hjá Saving Iceland.

    Ég er að velta fyrir mér einu… Ég er hef verið að leggja inn málefnalega umræðu um gang mála hjá Savign Iceland og það er búið að eyða þeim öllum út?

    Þó svo að þau hafi verið í ögn neikvæðum dúr þá finnst mér það sýna best vinnubrögðin ykkar að þið skulið eyða þeim út.

  2. Sigurður Magnússon skrifar:

    Er þér ekki bara farið að líða eins og rödd unhverfisverndar í íslensku fjölmiðlaeyðimörkinni þar sem aðeins ein skoðun fær nánast allt plássið og það litla sem sleppur í gegn af gagnstæðum rökum er annað hvort skorið svo niður eða rifið úr samhengi að það kemst varla óbrenglað til skila. Ef það þá upp á annað borð fer ekki beint í ruslatunnuna hjá fréttastofunum einsog flestar fréttailkyninningar frá SI sem eru þó oftast afskaplega vel unnar og rökstuddar.

    Ég vinn ekki við þennann vef en get samt vel hugsað mér að þessa dagana hafi SI fólk annað og betra að gera með tímann en að sinna einhverjum nördum sem hafa annað að gera með sinn tíma en að hanga yfir því hvort einhver nenni að svara skilaboðunum þeirra eða hvort þau lifi yfirleitt biðina af!

    En úr því þú átt eitthvað vantalað við SI hversvegna liftir þú þá ekki fleskinu frá netinu og ferð í heimsókn til þeirra í búðirnar???

    Áfram Saving Iceland!!

  3. Björn skrifar:

    Jú það er rétt hjá þér Siggi að það er mjög óréttlát að raddir séu kæfðar niður, enda á Ísland sjálfsagt Íslandsmet í því…

    Ég komst samt ekki framhjá því en að sjá að það voru MÖRG skilaboð tekin í burtu, þar á meðal mín og annarra. Það er ekki annað en að sjá en að þeir hafi nefnilega ekkert annað að gera heldur en einmitt að dudda sér á þessum vef sem er frábært til að upplýsa fólk um gang mála. En það er ekki mikið verið að leyfa fólki að skiptast á skoðunum sem kemur héðan og þaðan. Hver er annars tilgangurinn til að leyfa að setja inn comment?

    Á ég kannski að segja vááá þið eruð svo dugleg. Ég er ekki að búast við svörum frá starfsmönnum Saving Iceland heldur er ég að koma skoðunum mínum á framfæri og á allan rétt á því rétt eins og aðrir. En ef tilgangurinn með að opna fyrir umræðu á færslur hjá þeim er annar þá meiga þeir svara því.

    Ég er nú bara erlendis núna og hef mikin áhuga á náttúruvernd og er mjög fróður um allt sem að gerast. T.d. hef ég grandskoðað þennan vef mjög mikið og lesið mig til. Ég heimsótti búðirnar í fyrra og árið þar á undan en hef ekki tekið í þátt í mótmælum vegna þess að ég er þvert á móti hvernig samtökin gagna til verks. T.d. það að eyða út og reina að stjórna því hvað sé skrifað inn í commentunum er ansi lélegt.

    Að mínu mati þegar menn koma ekki hreint fram og eru með blekkingar reina þeir að leggjast ansi langt til að koma sínu fram og það sést best á vefnum hér.

  4. Björn skrifar:

    Eitt sem ég gleymdi í sambandi við uppnefninguna sem ég fékk frá Sigurði þegar hann kallar mig NÖRD, sem ég reyndar tek sem hrósi því ekki mikill skólamaður.

    Þá veit ég ekki betur en að Ísland sé að upplifa einn besta sumardag ársins og allt frá 1944. Mér þykir leitt að missa af honum en hvað í ósköpunum ertu þá að hanga inni við tölvuna með bitrar varir og svarandi einhverjum nördum eins og mér.

  5. Sigurður Magnússon skrifar:

    Bjössi minn, við nördarnir sitjum hér súrir í útlöndum í rigningunni og SI krakkahelvítin sleikja kvöldsólina uppá Hellisheiði!

    Blekkingar!? Ég sé ekki neina blekkingar hér á þessum vef.

    En eins og ég var að segja þá grunar mig að þau hvorki hafi tíma né nennu til að standa í einhverjum bloggmálum eins og stendur, bæði vegna veðursins og þeirra stóræða sem þau standa í þessa dagana. Það ber að hafa það líka í huga að þetta fólk vinnur alla sína vinnu í launalausu sjálfboðaliðastarfi, ólíkt atvinnumeðmælendum stóriðjunnar.

Náttúruvaktin