júl 15 2008

Vafasöm tengsl Orkuveitu Reykjavíkur

Í dag birtu Fréttablaðið og Iceland Review frétt sem sagði frá því að Saving Iceland hafi hafnað tilboði Orkuveitu Reykjavíkur um styrkveitingu. Varaformaður Orkuveitunnar, Ásta Þorleifsdóttir, sagði Fréttablaðinu að hún dáist að hugsjón Saving Iceland.

,,Við fögnun því að Orkuveitan Reykjavíkur hlusti á gagnrýni og að gagnrýnisraddir hafi t.d. leitt til þess að hætt var við byggingu Bitruvirkjunnar á Hengilssvæðinu. Samt sem áður er verið að stækka Hellisheiðarvirkjun fyrir álframleiðslu og því ber alls ekki að fagna. Orkuveitan er enn nátengd stóriðjuvæðingu Íslands, svo við getum ekki þegið nokkra krónu frá fyrirtækinu“ segir Jaap Krater, frá Saving Iceland.

,,O.R. er einnig tengt vafasömum verkefnum gegnum Reykjavík Energy Invest. REI skrifaði nýlega undir samning um boranir í Jemen (1), þar sem klúrt Shari’a stjórnarfar ríkir, engir frjálsir fjölmiðlar viðgangast og öryggismiðstöðvar eru viðrinnar pyntingar og jafnvel aftökur án dómsúrskurða (2,3). Þessa hegðun fordæmir Saving Iceland. O.R. ætti ekki að gera saminga við nokkra þá sem standa að mannréttindabrotum, hvort sem um er að ræða bókstafstrúar-ríki eða stóriðjufyrirtæki“ segir Jaap Krater.

Hellisheiðarvirkjun

Í umhverfismati fyrir stækkun Hellisheiðarvirkunnar segir að tilgangur stækkunarinnar sé að koma til móts við kröfu stjóriðjufyrirtækja um aukna orku; fyrir stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga og fyrir hugsanlega stækkun álvers Rio Tinto-Alcan í Straumsvík og nýtt álver Norðuráls í Helguvík (4,5). Á sama tíma borga bændur tvisvar sinnum hærri upphæð fyrir rafmagn heldur enn þessi fyrirtæki (6).

Síðast sumar birti Saving Iceland skýrslur sem sögðu frá löngum listum mannréttindabrota álfyrirtækjanna og stöðvaði umferð að álverum Norðuráls og Rio Tinto-Alcan hér á landi (7, 8).

Tveir af talsmönnum Saving Iceland, Miriam Rose og Jaap Krater sögðu einnig frá neikvæðum áhrifum jarðvarmavirkjanna á Hengilssvæðinu í tímaritinu the Ecologist (9):

„The boiling water which comes out of geothermal boreholes is extremely useful while it spins turbines and heats buildings. After that, however, it becomes a waste product. Laced with various and sometimes toxic compounds from deep within the bedrock, the water is either pumped back into the borehole – which can lead to geological instability – or is pumped untreated into streams and lakes (10, 11). This particular technique has already created a huge dead zone in lake Thingvallavatn, leading to a decline in numbers of falcons, greylag geese, harlequin ducks and ravens (5,12).“

Hreint ál?

Miðvikudaginn 23. júní heldur Saving Iceland fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni, þar sem koma fram Samarendra Das og Andri Snær Magnason. Samarendra er indverskur rithöfundur og kvikmyndagerðamaður, sem berst nú aðallega gegn menningarlegum þjóðarmorðum í þriðja heiminum, sem eiga sér stað í tengslum við báxítgröft. Samarendra og Andri munu leiða umræður sem munu brjóta á bak aftur goðsögnina um svokallað ‘hreina og græna’ álframleiðslu hér á landi.

Samarendra var bókaður á ráðstefnu Saving Iceland, ‘Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna’ sem fór fram á Hótel Hlíð, Ölfussi í Júlí sl., þar sem komu fram fyrirlesarar frá fimm heimsálfum, m.a. frá Trinidad og Tobago, Brasilíu, Suður Afríku og Kanda. Samarendra þurfti því miður að afbóka sig í það skipti svo Saving Iceland er stolt af því að geta nú loksins boðið hann velkominn til Íslands.

Nánari upplýsingar:

  • Jaap Krater (867 1493)
  • Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson (857 3521)
  • Miriam Rose (869 3782, 6150713)

Heimildir:

Náttúruvaktin