Archive for október, 2008

okt 26 2008

Fleiri álver og virkjanir leiða af sér óstöðugan efnahag


Jaap Krater, Morgunblaðið

Á tímum efnahagsþrenginga er líklegt að fólk fagni hugmyndum um nýjar virkjanir og álver. En mun það raunverulega styrkja íslenskt efnahagslíf?

Þann 28. sept. sl. útskýrði Geir Haarde í sjónvarpsþættinum Mannamál að ein aðalástæðan fyrir falli krónunnar sé stóriðjuframkvæmdir; bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls.
.
Hvaða áhrif munu fleiri stóriðjuframkvæmdir hafa? Hvað mun það kosta íslenska skattborgara?
.
Útskýring Geirs kemur ekki á óvart. Áður en Kárahnjúkavirkjun var reist spáðu hagfræðingar fyrir um neikvæð áhrif á verðbólgu, erlendar skuldir og verðgildi krónunnar. Auðvitað fylgir nýjum álverum einhver fjárhagslegur ávinningur en í skýrslu Glitnis frá 2006 um áhrif uppbyggingar áliðnaðarins á Íslandi sagði að hann jafnist líklega út vegna óbeinna áhrifa framkvæmdanna á eftirspurn, verðbólgu, vexti og verðgildi krónunnar.
.
Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings sem kom út fyrir byggingu stíflunnar sagði að Kárahnjúkavirkjun myndi aldrei skapa gróða og íslenskir skattborgarar myndu líklega enda á að greiða fyrir Alcoa. Read More

okt 25 2008

Ávarp Guðmundar Beck


Guðmundur Beck flutti eftirfarandi ávarp á mótmælafundi á Akureyri, Laugardaginn 25. Október 2008:

Ágæta samkoma!

Ég finn mig knúinn til að ávarpa ykkur hér í dag. Við erum hér saman komin á alvarlegum tímamótum í sögu ungrar þjóðar. Á aðeins 17 árum höfum við lifað nýja Sturlungaöld þar sem misvitrir valdagráðugir menn hafa misbeitt valdi sínu og sóað auðlindum þjóðarinnar svo horfir við örbirgð komandi kynslóða ef ekki verður spyrnt við fótum.

Gamalt máltæki segir að oft ratist kjöftugum satt á munn og svo hefi ég mátt því miður reyna síðan ríkisstjórn Íslands og 44 alþingismenn samkvæmt fyrirmælum frá Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni gáfu út lög um hryðjuverkin á Austurlandi, Kárahnjúkavirkjun og álfabrikku Alcoa. Meira en 200 milljörðum af erlendu fé eða um 2 milljónum á hvert heimili var veitt inn í íslenzkt efnahagslíf og helmingurinn af því með ríkisábyrgð. Þetta reyndist hinum sprenglærðu fjárglæframönnum í höfuðborginni nægur eldsmatur til að kynda undir falsbréfasölunni og gefa út ávísanir á auðlindir Íslands út þessa öld. Síðan fengu þeir í hendur þjóðbankana og sjóði atvinnuveganna til að fullkomna áramótabrennu frjálshyggjukapítalistmans. Read More

okt 23 2008

Century endurskoðar álversframkvæmdir í Helguvík


Century Aluminium, móðurfyrirtæki Norðuráls, hefur tilkynnt að fyrirtækið sé að endurskoða framkvæmdir fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Fyrirtækið segist vera hætt að gera nýjar fjármagnsskuldbindingar vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar.

,,Eins og staðan er núna, höfum við hætt að gera nokkrar fjármagnsskuldbindingar og erum að minnka útgjöld. Við trúum því að möguleikinn verði enn til staðar á næstunni en við munum meta hagkvæmni allra þátta verkefnisins af skynsemi á næstu dögum.” (1) sagði Logan Kruger, framkvæmdarstjóri Century.

Á meðan tekjur Century Aluminum hækkuðu á þriðja ársfjórðungi 2008 vegna auknar útskipunar áls (2), voru komandi horfur álitnar ógæfulegar. Merril Lynch lækkaði fjárfestingarmat Century niður í ‘underperform’, þ.e. að fyrirtækið gæti ekki staðit við skuldbindingar sínar.  Merril Lynch sagði álverð vera lágt, birgðir miklar og lítinn hvata til staðar til að keyra upp verðið.

Read More

okt 18 2008

Úr einu ruglinu í annað


Andri Snær Magnason, Fréttablaðið – Á þessum viðsjárverðu tímum nota hagsmunaaðilar tækifærið til að ota að okkur „lausnum“ og bjargráðum. Núna felst hún í því að „aflétta öllum hömlum“ og skuldsetja opinber orkufyrirtæki sem nemur 300 til 400 milljörðum fyrir tvö til þrjú ný álver.

Þetta vilja menn gera þegar heildarskuldir OR og LV eru þegar orðnar 550 milljarðar – að mestu leyti vegna Alcoa og Norðuráls. Þetta er ástæðan fyrir því að bankarnir boðuðu alltaf stóriðjustefnu – meiri skuldir – meira stuð. Það stendur upp á álverð að endurgreiða þessi lán en álverð hríðfellur og stigi offramleiðslu er þegar náð.

Orkuverð til almennings hefur verið hækkað. Þjóðin trúir því að töfraorðið ÚTFLUTNINGSTEKJUR séu gjaldeyrir sem endar í vasa þjóðarinnar. Fréttir um útflutningstekjur og gjaldeyristekjur hafa ítrekað verið beinlínis rangar og skaðlegar.

Read More

okt 13 2008

Kapítalismi þrífst á ójöfnuði


Eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson, upphaflega birt í Morgunblaðinu

Í grein sinni „Er nóg komið af áli í heiminum?“ bendir Jakob Björnsson á að „langsamlega stærstur hluti álnotkunar í heiminum í dag er í núverandi iðnríkjum þar sem 25% jarðarbúa eiga heima.“ Og að þegar Kína og Indland hafa iðnvæðst munu 62% mannkyns búa í iðnríkjum og að hin 38% séu á sömu leið; vilji njóta lífskjara iðnvæddu ríkjanna, dreymi jafnvel um bíla og bjórdósir. Þetta eru mjög nauðsynlegar staðreyndir.

Það er tvennt sérstaklega áhugavert við grein Jakobs. Hann segir það raunhæfan möguleika að allir jarðarbúar geti náð þeim lífsgæðum og -háttum sem vesturlandabúar búa við. Og að jöfnuður milli mannfólks sé mögulegur innan þess kerfis sem við búum í.

Vestrænt samfélag hefur verið kennt við velmegun sem er sögð af hinu góða. Hún er sögð vera merki um velgengni og framsækni. En hverju byggist velmegunin á? Hverju er fórnað fyrir lífsgæðin svokölluðu?

20% jarðarbúa nota um 80% af nýttum auðlindum jarðarinnar. Vistfræðilegt fótspor vesturlandabúa er svo stórt að til þess að allir jarðarbúar gætu lifað á sama hátt þyrfti nokkrar plánetur í viðbót. Með það fyrir augum að óiðnvædd lönd séu að nálgast okkur hvað varðar iðnvæðingu, framleiðslu og neyslu, er breytinga sannarlega þörf. Read More

Náttúruvaktin