Archive for nóvember, 2010

nóv 03 2010

Nægja 80 MW til að bjarga Helguvík?


Sigmundur Einarsson

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að nú væri búið að tryggja orku til álbræðslunnar í Helguvík. Bjargvætturinn var sagður vera Landsvirkjun sem ætlar að leggja til umframafl sem til er „í kerfinu“ og ku það nema 60-80 MW.

Samkvæmt fréttinni þarf álbræðslan alls um 450 MW sem er um 150 MW minna en áður var áætlað. HS Orka er sögð munu útvega 250 MW, Orkuveita Reykjavíkur 120-140 MW og Landsvirkun bjargar því sem á vantar, 60-80 MW.

Þetta virðist einfalt. All sýnist klappað og klárt og ekki eftir neinu að bíða. Framkvæmdir ættu að geta hafist strax í dag. Eða hvað? Var þetta orkan sem vantaði til að unnt væri að halda áfram? Fyrir ári síðan var fullyrt að nóg orka væri fyrirliggjandi til að reisa álbræðslu sem þyrfti um 600 MW. Hvað skyldi hafa breyst? Read More

nóv 01 2010

„Saga kapítalismans er vörðuð með ofbeldi“ – viðtal við Samarendra Das


Róstur.org

Í lok ágúst kom rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Samarendra Das hingað til lands til að kynna nýjustu bók sína og mannfræðingsins Felix Padel, Out of this Earth: The East India Adivasis and the Aluminium Cartel. Bókin er afrakstur tíu ára rannsóknarvinnu á áliðnaðinum, allt frá báxítvinnslu í fátækum héruðum Indlands til kaupsýsluhverfa London þar sem milljarðamæringar sópa til sín gróða af álvinnslunni. Róstur hittu Samarendra að máli á meðan á Íslandsdvöl hans stóð.

Samarendra kom fyrst hingað árið 2008 á vegum náttúruverndarhreyfingarinnar Saving Iceland en hann hafði áður komist í kynni við samtökin erlendis. Hann kvaðst feginn þegar hann hitti mann á vegum Saving Iceland á ráðstefnu í London því þar hafi hann fyrst fengið að heyra frá öðrum en erlendum hagfræðingum hvað ætti sér stað hér á landi. Samarendra er mjög gagnrýninn á marga fræðimenn en hann segir það allt of algengt að þeir setji ekki spurningarmerki við hvað rekur þá áfram og að oft geri þeir of lítið af því að finna og greina raunveruleg vandamál. Read More

Náttúruvaktin