Archive for júní, 2011

jún 28 2011

Opið bréf til iðnaðarráðherra


Guðmundur Páll Ólafsson

Ágæta Katrín

Gamansemi er mér síst í huga þegar ég sest niður til að senda þér nokkar línur er varða Rammaáætlun, stefnu í orkunýtingu og nýjustu útgáfu þína af skipan nefndar sem má ekki kalla nefnd – þar sem fulltrúum náttúruverndarfélaga á Íslandi hefur verið úthýst. Í útvarpsfréttum 24. júní sagðir þú náttúruverndina „misskilja“ málið og gafst skýringar sem duga lítt til að draga úr áhyggjum um alvarlega aðför að íslenskri náttúru hvað þá til að efla traust á stjónvöldum og stjórnmálamönnum.

Til þessa hefur fátt bent til þess – annað en barátta og vilji Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra – að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar um að náttúruvernd skuli hafin til vegs og virðingar á Íslandi verði annað en fagurgali. Ef Rammaáætlun undir þinni stjórn fer eins hörmulega og margt bendir til verður virkjunarkostum forgangsraðað af lögfræðingum eftir ósk orkugeirans og athafnafíklanna sem enn leika lausum þrátt fyrir Hellisheiðar- og Kárahnjúkavirkjun en verndun dýrmætra svæða sniðgengin. Finnst þér virkilega að síðasti skollaleikur í iðnaðarráðuneytinu bendi til þess að vegur náttúruverndar hafi aukist? Read More

jún 27 2011

Íslenskt háskólasamfélag og róttækni


„Ef Íslenskt háskólasamfélag væri eitthvað í líkingu við hið bandaríska myndi maður ætla að í samtökum á borð við Saving Iceland, Attac eða No Borders væru nokkrir háskólaprófessorar,“ er meðal þess sem Magnús Sveinn Helgason segir í grein sem upphaflega birtist á Smugunni.

Í síðustu viku skrifaði Páll Vilhjálmsson arfavitlausan bloggpistil um að íslenskt háskólasamfélag einkenndist af “vinstrihjarðmennsku”, og tíndi til ýmis undarleg rök sem áttu að styðja þá skoðun. Meðal annars að íslenska háskólasamfélagið hefði gerst “þjónustustofnun fyrir atvinnulífið”, og að háskólamenn hefðu almennt dásamað útrásina og útrásarvíkinga. Og þó sérstaklega Baug.

Skrif Páls voru til komin vegna ummæla Lilju Mósesdóttur á Facebook um að ákveðin hjarðmennska einkenndi íslenska háskólamenn. Páll vildi hins vegar vera ósammála Lilju um hverskonar hjarðmennska einkenndi háskólasamfélagið. Read More

jún 05 2011

Tugir manns rífa upp erfðabreyttar kartöflur


Róstur.org

Þann 29.maí hlupu tugir aktívista úr hreyfingunni Belgian Field Liberation Movement inn á tilraunareit í bænum Wetteren í Belgíu og náðu að rífa upp erfðabreyttar kartöflur og planta heilbrigðum í þeirra stað. Erfðabreytingar á plöntum eru bannaðar á svæðinu og braut því flæmska héraðsstjórnin gegn banninu. Tilraunastarfsemin er á vegum háskólans í Gent og eiturefnafyrirtækisins BASF. Tilraunastarfssemin ber heitið DURPH-potato og hefur kartaflan verið hönnuð til að verjast svokallaðari phytophtora veiki í kartöflum. Read More

Náttúruvaktin