maí 26 2011

Súrálsslys á Indlandi: Vedanta enn á ferð

Greinin birtist upphaflega á vefsíðunni Róstur sem því miður er ekki aðgengileg í dag.

Þann 16. maí sl. lak eitruð rauð leðja – efni sem verður til við súrálsframleiðslu – úr einum af leðjulónum breska námufyrirtækisins Vedanta í Odisha, Indlandi, og yfir í þorp sem stendur fyrir neðan lónið í hæðum Niyamgiri fjallsins. Leðjan, sem lak út í kjölfar mikils og þungs regns, slapp út um sprungu á veggjunum sem eiga að halda henni í lóninu og er þetta í annað sinn sem slíkt gerist á rúmum mánuði, í fyrra skiptið mengaði leðjan ár og tjarnir í nágrenninu. Þetta kemur sér illa fyrir Vedanta nú þegar einungis tveir mánuðir eru þangað til árlegur aðalfundur fyrirtækisins fer fram í London.

Frá þessu greinir breski jarðfræðingurinn Miriam Rose, sem nú er stödd á Indlandi og kom að staðnum sem um ræðir daginn eftir slysið, þann 17. maí. Í grein hennar, sem birtist á vefsíðu náttúruverndarhreyfingarinnar Saving Iceland, segir hún meðal annars að þrátt fyrir tilraunir starfsmanna Vedanta til að fjarlægja öll ummerki um slysið, hafi leðjan legið á víð og dreif þegar hún kom til þorpsins, auk þess sem tjörn í miðju þorpinu var eldrauð á lit. Vísað er í umfjöllum viðskiptablaðsins Wall Street Journal þann 18. maí um slysið þar sem vitnað er í heimamanninn Sunendra Nag. Hann segir mengunina, sem lekið hefur í Vansadhara ána, hafa leitt til þess að ómögulegt sé að drekka vatn árinnar lengur en fólk baði sig ennþá í henni vegna þess eins að því standi ekkert annað til boða. Afleiðingarnar séu augna- og húðsjúkdómar. Read More

maí 20 2011
5 Comments

Undanbrögð og yfirhylmingar með blessun ráðherra

Yfirlýsing frá Saving Iceland vegna nýútkomnar skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra

Saving Iceland hreyfingin hefur skoðað nýbirta skýrslu ríkislögreglustjóra og hefur í fyrstu atrennu fram að færa nokkurn fjölda athugasemda þar að lútandi. Það er mikilvægt að það komi strax fram að okkur þykir miklum undrum sæta ef Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, ætlar að sætta sig við þá illa rökstuddu yfirhylmingu sem viðhöfð er með skýrslu ríkislögreglustjóra. Það sætir einnig furðu hversu yfirborðsleg og hreinlega röng greining ráðherrans, og um leið sumra helstu fjölmiðla landsins, hefur verið á skýrslunni.

Alvarlegasti meinbugur skýrslunnar er auðvitað sú staðreynd að algjörlega er vikið undan þeirri ábyrgð sem henni er formlega ætlað að axla. Einu upplýsingarnar sem raunverulega snerta á umfjöllunarefni skýrslunnar eru á bls. 12 þar sem segir að „trúnaðarupplýsingar“ hafi borist lögreglu um fyrirhuguð mótmæli frá bæði innlendum og erlendum „upplýsingagjöfum“ sem nýttar hafi verið til að skipuleggja viðbrögð lögreglu. Read More

maí 19 2011

Nákvæmlega, Ögmundur

Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, telur mig hafa skautað fram hjá skýrum og afdráttarlausum yfirlýsingum hans í kjölfar þess að skýrsla ríkislögreglustjóra um starfsaðferðir lögreglu, samstarf við erlendar löggæslustofnanir og meðferð trúnaðarupplýsinga var birt fyrir s.l. þriðjudag.

Gott og vel. Skoðum betur yfirlýsingar innanríkisráðherra. Hann benti hlustendum Spegilsins s.l. þriðjudag á óprúttna aðila „…á borð við þennan Mark Kennedy, útsendarar, hugsanlega einkafyrirtækja,  stórfyrirtækja, sem að hafa það eitt að markmiði að skemma góðan málstað með því að ýta fólki fram að bjargbrúninni, hvetja til lögbrota og starfsemi sem svertir þennan góða málstað.”

Nákvæmlega, Ögmundur! En þessi Mark Kennedy var ekki hér á vegum einkaaðila heldur bresku lögreglunnar sem – samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra – átti í náinni samvinnu við íslensk lögregluyfirvöld. Er ekki hugsanlegt að markmið lögregluyfirvalda – breskra og íslenskra – hafi einmitt verið sá að skemma góðan málstað náttúruverndar? Read More

maí 19 2011
3 Comments

Til varnar grasrótarlýðræði

Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra

Árni Finnsson skrifar sérkennilega grein á Smuguna í tilefni skýrslu ríkislögreglustjóra vegna fyrirspurnar minnar um breska flugumanninn Mark Kennedy.

Í skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram að íslenska lögreglan fékk upplýsingar erlendis frá um mótmælin við Kárahnjúka en lögreglan hafi ekki upplýsingar um hvernig þessar upplýsingar voru fengnar.

Um leið og skýrsla ríkislögreglustjóra var sett á vefinn sendi ég frá mér yfirlýsingu sem birt var á vef innaríkisráðuneytisins og komu efnisatriði hennar að einhverju leyti fram í fjölmiðlum. Þóttu mér skilaboðin þar vera svo skýr að enginn þyrfti að velkjast í vafa um afstöðu mína. Read More

maí 18 2011

Myndir – Íslenska lögreglan hafði svo sannarlega afskipti af Mark Kennedy

Fréttatilkynning frá Saving Iceland

Vegna yfirlýsingar sem lögreglan á Seyðisfirði sendi frá sér í gær, þar sem því er alfarið neitað að mynd sem náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland birti af breska lögreglunjósnaranum Mark Kennedy sé af honum, vill Saving Iceland ítreka að umrædd ljósmynd sýnir svo sannarlega tvo íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy á Kárahnjúkum þann 26. júlí 2005.

Ekki þarf annað en að bera myndina saman við aðrar myndir sem teknar voru af Kennedy við Kárahnjúka til að sjá að um sama manninn er að ræða. Ein þeirra var meðal annars birt í breska dagblaðinu The Daily Mail og sýnir hún Kennedy, klæddan í sömu föt og á umræddri mynd Saving Iceland, þar sem hann stendur á vinnuvél sem hann hafði stöðvað ásamt fleiri aktívistum við Kárahnjúka. Read More

maí 18 2011
2 Comments

Ullað á innanríkisráðherra

Árni Finnson

Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, er lítill sómi sýndur með skýrslu ríkislögreglustjóra um starfsaðferðir lögreglu, samstarf við erlendar löggæslustofnanir og meðferð trúnaðarupplýsinga.

Nei, engin gögn fundust „… við yfirferð hjá embætti ríkislögreglustjóra …” sem „… gera kleift að skera úr um hvort þessi flugumaður [Mark Kennedy] bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005,“ segir í skýrslunni.

Innanríkisráðherra getur sjálfum sér um kennt. Víða erlendis tíðkast óháðar rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að þeir sem kunna að hafa framið embættisafglöp dæmi í eigin sök. Innanríkisráðherra er ekki mjög erlendis. Read More

maí 13 2011

Þýskur þingmaður hvetur íslensk stjórnvöld til að segja sannleikann um Mark Kennedy

Í yfirlýsingu sem send var út í gær biðlar Andrej Hunko, þingmaður þýska flokksins Die Linke, til íslenskra stjórnvalda, þá sérstaklega Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, um að draga sannleikann um veru og störf breska lögreglunjósnarans Mark Kennedy hér á landi og yfirmanna hans fram í dagsljósið.

Yfirlýsinguna skrifaði Hunko í kjölfar myndbirtingar og yfirlýsingar Saving Iceland frá því 3. maí sl. en umrædd mynd, sem send var á alla íslenska fjölmiðla og þingmenn, sýnir íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy sumarið 2005.

Meðal þess sem Hunko bendir á er að téð mynd gefi til kynna að íslenskum yfirvöldum hafi verið kunnugt um veru Kennedy hér á landi. Hann bendir einnig á að ef íslensk stjórnvöld hafi ekki vitað af Kennedy hafi breska lögreglan brotið alþjóðleg lög og við því verði íslensk stjórnvöld að bregðast. Read More

maí 06 2011

Íslensk yfirvöld láti af seinagangi og undanbrögðum í máli Mark Kennedy

Saving Iceland

Saving Iceland sendir ríkislögreglustjóra og innanríkisráðherra bréf: Íslensk yfirvöld láti af seinagangi og undanbrögðum í máli Mark Kennedy

Eins og kom fram í yfirlýsingu sem náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland sendi frá sér sl. þriðjudag, um afskipti íslenskra lögregluyfirvalda af breska lögreglunjósnaranum Mark Kennedy, óskaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra eftir því í ársbyrjun að ríkislögreglustjóri gerði rannsókn á því hvort íslenska lögreglan hafi vitað af störfum Kennedy hér á landi og eins hvort hún hafi átt í samstarfi við hann.

Nú hafa þrír mánuðir liðið en ekkert heyrst frá Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þessi langa þögn yfirvalda um þetta alvarlega mál stangast algjörlega á við viðbrögð yfirvalda í Þýskalandi og Írlandi sem lýstu því yfir opinberlega, stuttu eftir að fréttirnar af Kennedy komust á síður alþjóðlegra fjölmiðla í byrjun janúar þessa árs, að þau hafi verið meðvituð um veru og störf hans innan lögsagna þeirra. Read More

maí 03 2011
2 Comments

Ný sönnunargögn sýna að lögreglan á Íslandi laug um afskipti sín af Mark Kennedy

Í kjölfar þess að fréttir um ólöglegar og leynilegar aðgerðir bresku lögreglunnar í íslenskri lögsögu birtust á síðum alþjóðlegra fjölmiðla í ársbyrjun 2011, spurðist Ríkisútvarpið fyrir um hvort íslenskum lögregluyfirvöldum hafi verið kunnugt um að breski lögreglunjósnarinn Mark Kennedy hafi laumast inn í Saving Iceland hreyfinguna. Samkvæmt RÚV neitaði lögreglan á Seyðisfirði og Eskifirði því að hafa haft nokkur „afskipti“ af Kennedy á meðan á mótmælunum gegn Kárahnjúkavirkjun stóð.

Saving Iceland hefur nú birt sönnunargögn sem sýna skírt að lögreglan á báðum þessum stöðum hefur ekki sagt satt um samskipti sín við Kennedy. Ljósmyndin sem fylgir þessari yfirlýsingu sýnir tvo íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy í mótmælaaðgerð Saving Iceland við Kárahnjúkavirkjun þann 26. júlí 2005. Myndin sýnir að íslenska lögreglan hafði svo sannarlega „afskipti“ af breska njósnaranum. Read More

apr 26 2011

Gleymum ekki að Alcoa er vopnaframleiðandi – Myndband!

Forsvarsmenn Alcoa á Íslandi hafa stöðugt neitað þeim ásökunum Saving Iceland og annarra andstæðinga fyrirtækisins um vopnaframleiðslu þess og tengsl við hergagna- og stríðsiðnaðinn. Í kjölfar ummæla söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur sama efnis, sem hún lét falla í tengslum við Náttúrutónleika hennar og Sigur Rósar í Laugadalnum sumarið 2008, skrifaði Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, grein í Morgunblaðið þar sem hún sagði gagnrýninina á misskilningi byggða því ál sé einfaldlega „notað í nær öll farartæki undir sólinni, þar á meðal herflugvélar og bíla, geimferjur og eldflaugar.“ Erna fullyrti að Alcoa væri eingöngu álframleiðandi og hefði ekkert um framtíðarlíf áls að gera eftir að það færi úr verksmiðjum fyrirtækisins. En 30 % alls áls sem framleitt er í heiminum fer í hergagnaframleiðslu. Read More

Náttúruvaktin