'Djúp vistfræði' Tag Archive

maí 18 2010

Hvers vegna flýtur náttúruvernd ennþá á yfirborðinu – Frá þingi náttúruverndarsamtaka á Íslandi


Grein þessi birtist upphaflega í maí-tölublaði mánaðarritsins Róstur. Upplýsingar um Róstur og hvernig nálgast má blaðið má finna á vefsíðunni www.rostur.org

Ákveðin ládeyða hefur einkennt starfsemi íslenskra náttúruverndarhreyfinga eftir ósigur í baráttunni um Kárahnjúkavirkjun. Ef til vill var ósigurinn einfaldlega of stór biti að kyngja, því þrátt fyrir að til að mynda Saving Iceland hafi haldið uppi andspyrnubúðum gegn stóriðju  og virkjanaframkvæmdum eftir að Hálslón var fyllt og álframleiðsla hófst á Reyðarfirði, hefur á heildina litið skort þann baráttuanda sem einkenndi krítísku árin í kringum framkvæmdirnar fyrir austan.

Fyrsta náttúruverndarþingið á tíu árum

Laugardaginn 24. apríl sl. var gerð tilraun til að vekja hreyfinguna upp frá dauðum þegar Náttúruverndarþing var haldið í Menntaskólanum við Hamrahlíð á vegum náttúruverndarsamtaka á Íslandi. Það er hið fyrsta síðan árið 2000 ef undanskilin er alþjóðleg ráðstefna sem Saving Iceland stóð fyrir í Ölfusi sumarið 2007.
Read More

Náttúruvaktin