'Einkavæðing' Tag Archive

ágú 12 2010

Ákall Saving Iceland!


Takið þátt í baráttunni gegn iðnvæðingu einhverra sérstæðustu náttúrusvæða Evrópu og grípið til beinna aðgerða gegn stóriðju!

Baráttan fram að þessu

Baráttan heldur áfram til varnar stærstu ósnortnu víðernum Evrópu. Síðastliðin fimm ár hafa sumarbúðir beinna aðgerða á Íslandi beinst gegn álbræðslum, risastíflum og jarðgufuvirkjunum. Eftir þá skelfilegu eyðileggingu sem fylgdi byggingu stærstu stíflu Evrópu við Kárahnjúka og mikilla jarðgufuvirkjana í Hengli, er enn tími til að rjúfa „snilldaráætlun“ valdhafa um stíflur í öllum stærstu jökulánum, gernýtingu allra helstu háhitasvæðanna og byggingu álvera, olíuhreinsistöðva, gagnavera og sílikonverksmiðja. Þessar framkvæmdir myndu ekki aðeins eyðileggja einstakt landslag og vistkerfi, heldur einnig hafa í för með sér stórfellda aukningu á útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Read More

mar 10 2010

Einkaher og einkavæðing: Suðurnes í ljósi áfallakenningarinnar


Blóði stokkin bílrúða eftir skotárás ástralsks einkahers í Írak 2007. Tvær íraskar konur létu lífið í þessum leigubíl.Töluvert hefur verið vísað í áfallakenningu Naomi Klein á þessari síðu, jafnvel svo mjög að Svartsokku sjálfri þyki nóg um, því engum er hollt að miða alla sína samfélagsgreiningu við eina bók. Þó er svo að þegar í bígerð eru tilkoma einkahers, einkavæðing háhitans og bygging álvers sem ekki er til nóg orka fyrir, allt á sama landsvæðinu, þá hringja óhjákvæmilega viðvörunarbjöllur undir tónfalli áfallakenningarinnar. Þegar líðandi stund er greind í ljósi hennar kemur í ljós kunnuglegt mynstur; verið er að spila með okkur eins og peð á taflborði. Það sem verra er: við spilum með undir styrkri stjórn „vinstrimanna“.

Hvað er áfallakenningin?

Fyrir þá sem ekki vita þá snýst áfallakenningin í stuttu máli um það að í kjölfar stórra áfalla, á borð við flóðbylgjur, jarðskjálfta, stríð eða efnahagshrun, þá sé auðveldara en ella að koma á óvinsælum efnahagsstefnum og einkavæða það sem áður var í sameign, í þeim tilgangi að afla skjótfengins gróða (og gjarnan til að hampa vinum og félögum). Kenningin felur í sér að vegna þess að almenningur sé í sjokki yfir áfallinu eigi hann erfiðara með að berjast á móti þessum breytingum.

Hér á landi virðist sem Suðurnesin ætli sér að verða fyrsta fórnarlamb áfallakenningarinnar. Read More

Náttúruvaktin