'Hlutdrægni fjölmiðla' Tag Archive

júl 25 2008

Áherslur í fréttaflutningi


Birgitta Jónsdóttir, www.birgitta.blog.is – Í skjóli embættis síns hefur Friðrik Sophusson stuðlað að því að landeigendur við Þjórsá hafa sætt áþekkum aðgerðum og hann upplifði í morgun. Þeir sem vilja ekki beygja sig undir vilja Landsvirkjunar þurfa að þola heimsóknir frá starfsfólki Friðriks í viku hverri þar sem því er ýmist hótað eða reynt að tæla það að gefa eftir með gylliboðum.

Er það allt í lagi? Er ekki verið að ráðast að þeirra friðhelgi? Er Friðrik ekki ábyrgur fyrir þessum ofsóknum? Ef ekki hver þá? Ég hef setið fundi með forustusauðum Alcoa, Landsvirkjunar og Bechtel, þar sem Íslandsvinum var boðið fé til að auglýsa okkar tjaldbúðir ef við gætum skít í Saving Iceland. Auðvitað afþökkuðum við, en mér finnst þetta dæmigert fyrir vinnubrögð þessara fyrirtækja.

Read More

júl 16 2008

Að ryðja brautina


Birgitta Jónsdóttir
Morgunblaðið, 16. Júlí 2008
Svar við Staksteininum Morgunblaðsins: Aðgerðahópar og sellur?

,,Fyrir nokkrum árum síðan hefðu tónleikarnir „Náttúra“ þar sem höfuðáhersla og þema er sú vá sem að náttúru landsins steðjar álitnir róttækir og pólitískir. Hvað varð til þess að þeir voru það ekki?“

Þegar um allt þrýtur og ekkert gengur að vekja athygli á mikilli vá sem steðjar að náttúru og umhverfi er brugðið á það ráð að framkvæma aðgerðir sem í eðli sínu eru fremur saklausar en kalla yfirleitt á hörð viðbrögð lögreglu og þeirra stórfyrirtækja sem verið er að vekja athygli á fyrir spillingu eða stjórnleysi. Oft eru þessar aðgerðir tengdar við ofbeldi, en það á sér litla stoð í veruleikanum. Ofbeldið á sér ekki stað af hendi aðgerðasinna, heldur er það lögreglan sem missir sig og ræðst til atlögu við aðgerðasinna sem t.d. neita að færa sig. Þegar verið er að handtaka fólk með offorsi er alveg sama hvort um munk í bænastellingu eða umhverfisverndarsinna varnarstellingu að ræða, það lítur út eins og ofbeldi. Þessar myndir rata oft á forsíður eða í fréttatíma sjónvarpsstöðvana.

Read More

júl 15 2008

Róttækar aðgerðir og atvinnumótmælendur


Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Morgunblaðið, 15. Júlí 2008

Sl. sunnudag fjallaði staksteinahöfundur Morgunblaðsins um Saving Iceland-hópinn, undir titlinum „Aðgerðahópar og sellur“. Hann sagði frá aðgerðabúðum hópsins á Hellisheiði og setti fram lista yfir hegðun sem búast mætti við af þeim sem taka þátt í aðgerðum hópsins í sumar, þ.e. ,,reyna að mana lögregluna í slag, hlekkja sig við það sem hendi er næst, vinna minni háttar skemmdarverk, trufla löglega starfsemi fyrirtækja eða almenna umferð“. Samkvæmt honum er þetta hegðun sem einkennt hefur starfsemi hópsins síðustu árin.

Við hjá Saving Iceland beitum beinum aðgerðum og borgaralegri óhlýðni í aðgerðum okkar gegn kapítalisma í formi stóriðjuvæðingar Íslands – því neitum við ekki. Við hlekkjum okkur hins vegar ekki við það sem hendi er næst, heldur vinnuvélar sem notaðar eru við eyðileggingu náttúrunnar. Þannig stöðvum við eyðilegginguna tímabundið. Það dettur engum í hug að læsa líkama sinn við stærðarinnar vinnuvél ,,af því bara,“ – baráttuvilji og hugsjónir eru þar að verki.

Read More

jan 07 2008

‘Af grunngildum samfélagsins’ eftir Miriam Rose


miriam-roseHöfundur flutti erindið á umræðufundi um „grunngildi samfélagsins“ sem haldinn var í Reykjavíkur Akademíunni 20. nóvember árið 2007.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig: Ég heit Miriam Rose, og er aðgerðasinni og umhverfisfræðingur frá Bretlandi. Ég var beðin um að tjá mig hér um reynslu mína af grunngildum íslensks samfélags, byggt á viðtali sem ég var í við Kastljós í október, eftir að mér var hótað með brottvísun úr landi vegna aðildar minnar að aðgerðum gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnar ykkar. Í bréfinu sem ég fékk, þar sem farið var fram að mér yrði vísað úr landi, stóð að ég ætti á hættu að vera brottræk gerð frá Íslandi í þrjú ár, enda væri hegðun mín �ógnun við grunngildi samfélagsins�.
Read More

des 16 2007

Ólafur Páll Sigurðsson í ‘Upp og ofan’ (Viðtal)


Jón Ólafsson (JÓ) ræðir við Ólaf Pál Sigurðsson (ÓPS) umhverfisverndarsinna og stofnanda samtakanna Saving Iceland í þættinum Upp og ofan á Rás 1. 16. desember, 2007.

Jón Ólafsson:
Góðir hlustendur, ég hef í haust fengið til mín fagfólk sem oftast hefur verið tengt einhverjum háskóla landsins og verið að fást við hluti sem að mér hafa fundist að tengdust bæði háskólasamfélaginu og líka pólitík. Í dag, í þessum síðasta þætti mínum, hef ég fengið hingað mann sem er ekkert tengdur háskólasamfélaginu en hins vegar mjög tengdur pólitík eða pólitískum aðgerðum en það er Ólafur Páll Sigurðsson, menntaður bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður en nú aðallega þekktur aktífisti og margir tengja hann væntanlega við samtökin Saving Iceland.
Read More

sep 28 2007

Þarfar ábendingar til íslenskra fréttamanna um mótmæli!


natturuvaktin.jpgNáttúruvaktin.com

 

Tilefni mótmæla er aðalatriðið!

a. Hverju er verið að mótmæla?
b. Kannið málið
c. Eru áhyggjur mótmælenda réttmætar?
d. Kannið málið
e. Ef þið kannist ekki við neitt…
f. …er kominn tími til að kanna málið!

Mótmæli eru tjáning nauðsynleg lýðræðinu þegar allt annað þrýtur

1. Kynnið ykkur málið
2. Lesið á mótmælaspjöld og/eða -borða
3. Hlustið eftir slagorðum
4. Lesið fréttatilkynningar ef til eru
5. Hví er mótmælt akkúrat þann daginn?
6. Ef um fjöldamótmæli er að ræða, berið saman tölur lögreglu og mótmælenda sjálfra um fjölda mótmælenda og gefið hvort tveggja upp við umfjöllun
7. Þegar mótmælin eru táknræn, lesið í þau
8. Leitið ekki eingöngu að „þekktum“ andlitum
9. Leggið spurningar fyrir þá sem ábyrgir eru fyrir því sem verið er að mótmæla, sem og mótmælendur
10. Athugið, mótmæli eru alltaf til að vekja athygli á einhverju

= Fjölmiðlar eru mikilvægt mótvægi valds í lýðræðisríki

sep 01 2007

Atvinnumótmæli og umræðuplan


„Í svona samtökum eru aðeins þroskaheftir kjánar með brostna sjálfsmynd. Hópinn má leggja að jöfnu við glæpaklíkur, fótboltabullur, málaliða og hryðjuverkamenn. Liðsmennirnir búa líklegast ekki allir í 101 Reykjavík og eru krakkar úr austurbænum. Réttast væri að hýða þá opinberlega og þeir sem tala máli hópsins eru landráðamenn.“
.
Guðni Elísson
Lesbók
1. september 2007

Það er áhugavert að sjá hvernig íslenska fjölmiðlasamfélagið mótar með sér skilning á náttúruverndarsamtökunum Saving Iceland en fulltrúar þeirra aðhyllast borgaralega óhlýðni og hefur gjarnan verið lýst sem atvinnumótmælendum í samtímaumræðunni. Hér eru fyrst tvær almennar skilgreiningar á hugtakinu. Höfundar eru Ingi Geir Hreinsson og Birkir Egilsson:

„Ofdekraður, ofmenntaður einstaklingur sem aldrei hefur unnið handtak á sinni ævi, aldrei migið í saltan sjó eða tekið skóflustungu […]. Fjölmiðlasjúk fyrirbæri sem koma vælandi inn í kerfið sem þau eru að mótmæla. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeirra málstað. Það er fólk sem virkilega trúir og vill breytingar. Ég legg til að þau skilji sig frá þessu fólki, eins og Saving Iceland, það er þeim bara til minnkunar.“

Read More

ágú 04 2007

‘Atvinna í boði’ eftir Önnu Björk Einarsdóttur


auglysingVar uppspunnin auglýsing eftir atvinnumótmælendum heimildin á bak við frétt ríkissjónvarpsins um að atvinnumótmælendur fái greitt fyrir störf sín? Einn af höfundum auglýsingarinnar spyr í eftirfarandi grein og veltir fyrir sér viðhorfum til mótmælenda. 

 

Menningarblað/Lesbók
Laugardaginn 4. ágúst, 2007

Nennir þetta fólk ekki að vinna?! „Þegar umræðan um atvinnumótmælendur er skoðuð kemur fljótt í ljós þversögn því að á sama tíma og forskeytið atvinna er notað í niðrandi tón um mótmælendurna eru þeir sífellt sakaðir um að nenna ekki að leggja stund á atvinnu.“

Var uppspunnin auglýsing eftir atvinnumótmælendum heimildin á bak við frétt ríkissjónvarpsins um að atvinnumótmælendur fái greitt fyrir störf sín? Einn af höfundum auglýsingarinnar spyr í eftirfarandi grein og veltir fyrir sér viðhorfum til mótmælenda.

„Atvinnumótmælendur vantar núna. Reynsla æskileg en allir velkomnir. Borgað samkvæmt taxta, bónus fyrir kranaklifur. Sendið umsókn á atvinnumotmaelandi@gmail.com.“

Þessi smáauglýsing birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is fimmtudaginn 26. júlí. Sama kvöld var því slegið upp í kvöldfréttum RÚV að mótmælendur á vegum Saving Iceland fengju greitt fyrir þátttöku í aðgerðum og jafnvel aukalega fyrir handtökur. Ekki fylgdi sögunni hver stæði á bak við greiðslur til mótmælenda né hversu háar fjárhæðir væri um að ræða.

Read More

ágú 03 2007

Að hafa mótmæli að atvinnu – Hugleiðing um hugtakið atvinnumótmælandi


„Furðulegt háttalag Ríkissjónvarpsins þarfnast frekari skýringa svo ekki sé meira sagt.“

Sindri Freyr Steinsson
Verðandi
Ág. – Sept. 2007

Flestir landsmenn hafa frétt sitthvað af aðgerðum samtakanna Saving Iceland. Í umfjöllunum um samtökin ber orðið atvinnumótmælandi oft á góma. En er það í raun svo að fólk fái borgað fyrir að mótmæla og láta handtaka sig?
Read More

júl 28 2007
5 Comments

Rógburður RÚV


Í kvöldfréttum sjónvarps RUV 26. júlí var fullyrt að mótmælendur Saving Iceland „fengju peningagreiðslur fyrir að láta handtaka sig“ og staðhæft er að RUV telji heimildir sínar „traustar“.

Þrátt fyrir að talsmaður Saving Iceland hafi mótmælt þessum slefburði harðlega í viðtali við RUV greinir RUV ítrekað frá þessu eins og um staðreynd sé að ræða og þá um leið að það sé sjálfgefið að talsmaður Saving Iceland fari með ósannindi.

Það teljast undarleg vinnubrögð að kvöldið eftir að RUV sendir út þessa „frétt“ kýs RUV að taka viðtal í Kastljósi við tvo álitsgjafa sem velta úr sér rakalausum óhróðri um Saving Iceland frekar en að gefa talsmönnum Saving Iceland kost á svara lygum fréttastofunnar í sama þætti.

Saving Iceland krefst þess að RUV birti sönnunargögn máli sínu til stuðnings ellegar leiðrétti fréttina og biðjist tafarlaust afsökunar og það á jafn áberandi tíma og upphaflega fréttin var send út á.

Saving Iceland skorar jafnframt á heimildarmann RUV að gefa sig fram og standa fyrir máli sínu, hvort sem hann starfar hjá RUV, Athygli (óneitanlega er rógburðurinn ansi keimlíkur fyrri rógsherferðum þessa fyrirtækis gegn íslenskum náttúrverndarsinnum)(1), Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Rio Tinto-ALCAN, ALCOA eða Century.

Að lokum vill Saving Iceland benda á að hefði RUV unnið heimavinnuna sína betur hefði fréttastofan fundið grein frá 19. júlí á www.savingiceland.org þar sem greint er opinskátt frá því hvernig samtökin eru fjármögnuð og í hvað fjármununum er eytt.(2)

Væri óskandi að fréttastofa RUV skoðaði sinn gang betur áður en hún lætur nota sig sem handbendi í jafn lágkúrulegri rógsherferð.

1.- Slanderous Athygli get a well deserved hit

2.- Who Pays Saving Iceland?

Náttúruvaktin