'Náttúruvernd' Tag Archive

mar 14 2008

Látið Þjórsá í friði! – Saving Iceland reisir stíflu við skrifstofur Landsvirkjunar


Í morgun reisti Saving Iceland stíflu við inngang skrifstofu Landsvirkjunar, sem kölluð var Háaleitisvirkjun. Starfsmenn Landsvirkjunar þurftu því annað hvort að stíga yfir stífluna eða fara inn um aðrar dyr til að komast inn fyrir. Með aðgerðinni var mótmælt fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár og fullum stuðningi og samstöðu lýst yfir með þeim sem berjast fyrir verndun hennar.

Í dag er alþjóðlegur aðgerðadagur fyrir ár og fljót haldinn í 11. skipti um allan heim en í fyrsta skipti á Íslandi. Með deginum er athygli beint á mikilvægi áa og því að þær renni óbreyttar án þess að mannfólkið fikti við þær. Stíflur, lón og virkjanir hafa alvarleg áhrif á náttúru, lífríki og samfélög fólks sem við árnar búa og framkvæmdirnar verða ekki aftur teknar. Búast má við uppákomum, mótmælum og beinum aðgerðum um allan heim í tilefni dagsins. (1)

Read More

jan 07 2008

‘Af grunngildum samfélagsins’ eftir Miriam Rose


miriam-roseHöfundur flutti erindið á umræðufundi um „grunngildi samfélagsins“ sem haldinn var í Reykjavíkur Akademíunni 20. nóvember árið 2007.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig: Ég heit Miriam Rose, og er aðgerðasinni og umhverfisfræðingur frá Bretlandi. Ég var beðin um að tjá mig hér um reynslu mína af grunngildum íslensks samfélags, byggt á viðtali sem ég var í við Kastljós í október, eftir að mér var hótað með brottvísun úr landi vegna aðildar minnar að aðgerðum gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnar ykkar. Í bréfinu sem ég fékk, þar sem farið var fram að mér yrði vísað úr landi, stóð að ég ætti á hættu að vera brottræk gerð frá Íslandi í þrjú ár, enda væri hegðun mín �ógnun við grunngildi samfélagsins�.
Read More

des 16 2007

Ólafur Páll Sigurðsson í ‘Upp og ofan’ (Viðtal)


Jón Ólafsson (JÓ) ræðir við Ólaf Pál Sigurðsson (ÓPS) umhverfisverndarsinna og stofnanda samtakanna Saving Iceland í þættinum Upp og ofan á Rás 1. 16. desember, 2007.

Jón Ólafsson:
Góðir hlustendur, ég hef í haust fengið til mín fagfólk sem oftast hefur verið tengt einhverjum háskóla landsins og verið að fást við hluti sem að mér hafa fundist að tengdust bæði háskólasamfélaginu og líka pólitík. Í dag, í þessum síðasta þætti mínum, hef ég fengið hingað mann sem er ekkert tengdur háskólasamfélaginu en hins vegar mjög tengdur pólitík eða pólitískum aðgerðum en það er Ólafur Páll Sigurðsson, menntaður bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður en nú aðallega þekktur aktífisti og margir tengja hann væntanlega við samtökin Saving Iceland.
Read More

sep 28 2007

Þarfar ábendingar til íslenskra fréttamanna um mótmæli!


natturuvaktin.jpgNáttúruvaktin.com

 

Tilefni mótmæla er aðalatriðið!

a. Hverju er verið að mótmæla?
b. Kannið málið
c. Eru áhyggjur mótmælenda réttmætar?
d. Kannið málið
e. Ef þið kannist ekki við neitt…
f. …er kominn tími til að kanna málið!

Mótmæli eru tjáning nauðsynleg lýðræðinu þegar allt annað þrýtur

1. Kynnið ykkur málið
2. Lesið á mótmælaspjöld og/eða -borða
3. Hlustið eftir slagorðum
4. Lesið fréttatilkynningar ef til eru
5. Hví er mótmælt akkúrat þann daginn?
6. Ef um fjöldamótmæli er að ræða, berið saman tölur lögreglu og mótmælenda sjálfra um fjölda mótmælenda og gefið hvort tveggja upp við umfjöllun
7. Þegar mótmælin eru táknræn, lesið í þau
8. Leitið ekki eingöngu að „þekktum“ andlitum
9. Leggið spurningar fyrir þá sem ábyrgir eru fyrir því sem verið er að mótmæla, sem og mótmælendur
10. Athugið, mótmæli eru alltaf til að vekja athygli á einhverju

= Fjölmiðlar eru mikilvægt mótvægi valds í lýðræðisríki

sep 01 2007

Atvinnumótmæli og umræðuplan


„Í svona samtökum eru aðeins þroskaheftir kjánar með brostna sjálfsmynd. Hópinn má leggja að jöfnu við glæpaklíkur, fótboltabullur, málaliða og hryðjuverkamenn. Liðsmennirnir búa líklegast ekki allir í 101 Reykjavík og eru krakkar úr austurbænum. Réttast væri að hýða þá opinberlega og þeir sem tala máli hópsins eru landráðamenn.“
.
Guðni Elísson
Lesbók
1. september 2007

Það er áhugavert að sjá hvernig íslenska fjölmiðlasamfélagið mótar með sér skilning á náttúruverndarsamtökunum Saving Iceland en fulltrúar þeirra aðhyllast borgaralega óhlýðni og hefur gjarnan verið lýst sem atvinnumótmælendum í samtímaumræðunni. Hér eru fyrst tvær almennar skilgreiningar á hugtakinu. Höfundar eru Ingi Geir Hreinsson og Birkir Egilsson:

„Ofdekraður, ofmenntaður einstaklingur sem aldrei hefur unnið handtak á sinni ævi, aldrei migið í saltan sjó eða tekið skóflustungu […]. Fjölmiðlasjúk fyrirbæri sem koma vælandi inn í kerfið sem þau eru að mótmæla. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeirra málstað. Það er fólk sem virkilega trúir og vill breytingar. Ég legg til að þau skilji sig frá þessu fólki, eins og Saving Iceland, það er þeim bara til minnkunar.“

Read More

júl 28 2007
5 Comments

Rógburður RÚV


Í kvöldfréttum sjónvarps RUV 26. júlí var fullyrt að mótmælendur Saving Iceland „fengju peningagreiðslur fyrir að láta handtaka sig“ og staðhæft er að RUV telji heimildir sínar „traustar“.

Þrátt fyrir að talsmaður Saving Iceland hafi mótmælt þessum slefburði harðlega í viðtali við RUV greinir RUV ítrekað frá þessu eins og um staðreynd sé að ræða og þá um leið að það sé sjálfgefið að talsmaður Saving Iceland fari með ósannindi.

Það teljast undarleg vinnubrögð að kvöldið eftir að RUV sendir út þessa „frétt“ kýs RUV að taka viðtal í Kastljósi við tvo álitsgjafa sem velta úr sér rakalausum óhróðri um Saving Iceland frekar en að gefa talsmönnum Saving Iceland kost á svara lygum fréttastofunnar í sama þætti.

Saving Iceland krefst þess að RUV birti sönnunargögn máli sínu til stuðnings ellegar leiðrétti fréttina og biðjist tafarlaust afsökunar og það á jafn áberandi tíma og upphaflega fréttin var send út á.

Saving Iceland skorar jafnframt á heimildarmann RUV að gefa sig fram og standa fyrir máli sínu, hvort sem hann starfar hjá RUV, Athygli (óneitanlega er rógburðurinn ansi keimlíkur fyrri rógsherferðum þessa fyrirtækis gegn íslenskum náttúrverndarsinnum)(1), Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Rio Tinto-ALCAN, ALCOA eða Century.

Að lokum vill Saving Iceland benda á að hefði RUV unnið heimavinnuna sína betur hefði fréttastofan fundið grein frá 19. júlí á www.savingiceland.org þar sem greint er opinskátt frá því hvernig samtökin eru fjármögnuð og í hvað fjármununum er eytt.(2)

Væri óskandi að fréttastofa RUV skoðaði sinn gang betur áður en hún lætur nota sig sem handbendi í jafn lágkúrulegri rógsherferð.

1.- Slanderous Athygli get a well deserved hit

2.- Who Pays Saving Iceland?

júl 20 2007

Saving Iceland gerir innrás í Orkuveitu Reykjavíkur


Saving Iceland Invites Reykjavik Energy to Discuss their Ethics PubliclyHÆTTIÐ ORKUFRAMLEIÐSLU FYRIR STRÍÐSREKSTUR!

REYKJAVÍK – Í dag heimsótti trúðarher Saving Iceland höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 þar sem þeir komu fyrir borða sem á stóð Vopnaveita Reykjavíkur?. Saving Iceland krefst þess að O.R. stöðvi orkusölu til álfyrirtækjanna Century og ALCAN-Rio Tinto, en 30% framleidds áls fer til hernaðar- og vopnaframleiðslu (1).

Í morgun var ræðismannsskrifstofu Íslands í Edinborg lokað, þegar lásar voru límdir og rauðri málningu var hent á húsið með yfirskriftinni ‘Íslandi blæðir’. Á Miðvikudag lokaði Saving Iceland veginum að álveri Century á Grundartanga. Read More

júl 19 2007

Skammist ykkar! Bréf til Blaðsins frá Saving Iceland aktívista


Engar kylfur notaðar?!cr

MYND: Í ágúst 2006 fullvissaði Óskar Bjartmarz yfirlögregluþjónn lesendur Morgunblaðsins um að kylfum væri ekki beitt gegn mótmælendum. Með greininni birtist þessi mynd sem var tekin sömu viku á Kárahnjúkum.

Leiðarinn ‘Vantrú á málstaðnum’ (3. júlí) eftir ritstjóra Blaðsins, Ólaf Þ. Stephensen, er svipuð öðrum greinum sem hafa verið birtar í íslenskum dagblöðum í aðdraganda ráðstefnu Saving Iceland (S.I.) í Ölfusi nú í sumar. Þessar greinar hafa einkennst af viljandi fáfræði um umræðuefnið, þ.e.a.s. mótmælendurna sem eins og ég starfa með eða innan S.I.

Ég vil persónulega mótmæla harðlega þeim ásökunum að ég sé rekin áfram af þörf fyrir hugsunarlaus átök, sé andlega vanheil á einhvern hátt eða að líf mitt vanti svo sterklega spennu að ég þurfi að ferðast til afskekktrar eyju langt í norðri á hverju sumri til þess eins að lenda í rifrildi við lögregluþjóna sem vilja henda mér út úr tjaldinu mínu. Hvað þykist Ólafur vita um líf okkar eða hvað það er sem drífur okkur áfram þegar hann hefur aldrei lagt það á sig að tala við okkur og komast að því sjálfur?
Sú staðhæfing að við séum ekkert annað en óeirðahópur til leigu er ekkert annað en rógburður og lygi sem stenst engan veginn nánari skoðun. Þvert á móti höfum við viljað sýna samstöðu með þeim mörgu örvæntingarfullu einstaklingum á Íslandi sem horfa upp á hvernig náttúran sem þeir elska hefur verið eyðilögð, og við höfum líka heillast af þessari náttúru.
Það segir meira um neikvæðni ritstjórans en okkar að hann skuli ekki geta ímyndað sér þann möguleika að okkur þyki vænt um þá einstæðu, óspilltu náttúru sem enn er að finna á Íslandi og að það sé vegna hennar en ekki okkar sjálfra sem við erum tilbúin til að standa í vegi fyrir þessari eyðileggingu. Það er það sem við höfum verið að gera: setja líkama okkar bókstaflega á milli nánast ósnortinnar náttúru og eyðileggingarvélanna, hlekkjuð við þær og leggjum þannig líf okkar að veði. Hvernig er hugsanlega hægt að hafa meiri trú eða staðfestu gagnvart málstað en að vera tilbúinn að hætta sínu eigin lífi fyrir hann?
Samt notar Ólafur orðið skemmdarverk margoft til að lýsa aðgerðum S.I. enda þótt engin skemmdarverk hafi verið framin í nafni samtakanna í raunveruleikanum. Sakfellingarnar sem hann tengir á misvísandi hátt við orðið skemmdarverk eru næstum allar fyrir “óhlýðni við lögregluna”, sem er væg ákæra og reyndar mjög vafasöm.
Eins virðist það vera í flestum tilvikum regla hjá íslenskum fjölmiðlum að í hvert skipti sem lögreglan gengur yfir strikið og beitir ofbeldi gegn mótmælendum þá eru mótmælin sjálf úthrópuð sem ofbeldisfull. Þetta eru ógeðfelld vinnubrögð, sérstaklega í ljósi þess að þeir sem tekið hafa þátt í mótmælum S.I. eru friðarsinnar af djúpri sannfæringu.

En hverjir eru það sem valda hinum raunverulega skaða? Hverjir hafa gerst sekir um stórfelld skemmdarverk á kostnað sjálfrar móður náttúru?
Dómstólar dæma eftir bókstaf laganna sem er bæði þröngur og hliðhollur valdinu. En er það ekki stórfelldur glæpur frá siðferðilegu sjónarmiði gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum að valda óafturkræfum skaða á ómetanlegum náttúruverðmætum? Eða er það þvert á móti glæpur að reyna með friðsamlegum hætti að hindra þessa náttúruböðla?
Það er leitt að gagnrýnendur okkar innan íslenskra fjölmiðla skuli ekki hafa hirt um að fylgja eftir fljótfærnislegum og illa grunduðum árásum sínum á okkur með því að mæta okkur í upplýsandi umræðu á ráðstefnu okkar í Ölfusi eða fréttafundi sem þeim var boðið til á fyrsta degi ráðstefnunnar. Því miður kjósa menn heldur að skapa mynd af okkur sem brjálæðingum í greinaskrifum en að spyrja okkur sjálf gagnrýninna spurninga.

Rebecca E.

Engar kylfur notaðar?!cr

Sjá einnig: „Who Pays Saving Iceland?“

júl 14 2007
1 Comment

Lögregluofbeldi á Snorrabrautinni í dag


Einar Rafn Þórhallsson
Eggin.is
14. júlí, 2007

 

Á leið minni heim í dag sá ég hóp af fólki í göngu. Ég vissi að til stóð að halda einhverskonar mótmælagöngu í dag, auglýsta sem rave party og ákvað að ganga í hópinn. Þá kom í ljós að lögreglan hafði stoppað gönguna á Snorrabraut. Göngumenn létu það greinilega ekki á sig fá en þarna voru trúðar með trúðalæti og mikið af fólki að fylgjast með, borðar með slagorðum gegn alþjóðlegum stórfyrirtækjum voru á lofti og fólk að dansa og skemmta sér. Lögreglan fylgdist prúð með og virtist vera í góðu skapi, hún hleypti bílum í gegn og að lokum var Snorrabraut lokað við Flókagötu. En einhverra hluta vegna leyfði hún göngunni ekki að halda áfram, og ljúka sér af, heldur stöðvaði hana á miðri Snorrabraut í rúma 2 klukkutíma.

Read More

júl 14 2007

‘Stóra samhengið’ eftir Guðmund Pál Ólafsson náttúrufræðing


Virkjanaæði stjórnvalda stefnir fiskimiðum landsins í voða

Handan stærstu stíflu veraldar, í Kína, er afkróað hráefni sem nærir heilt vistkerfi.
J. Marshall. “Þriggja Gljúfra stíflan ógnar fengsælli veiðislóð”. 2006

Þann 25. febrúar 2006 birtist sláandi grein í New Scientist um niðurstöður kínverskra náttúrufræðinga sem fylgst hafa með vistkerfi Austur-Kínahafs frá árinu 1998 með það í huga að geta sagt til um áhrif Þriggja Gljúfra stíflu á lífríki hafsins. Vatnssöfnun í lónið hófst árið 2003.
Read More

Náttúruvaktin