'Rannveig Rist' Tag Archive

apr 20 2011

Þöggun íslenskra fjölmiðla og hlutdeild Rio Tinto í stríðsátökum og mannréttindabrotum


Fyrir fáeinum árum gaf mannréttindahreyfingin War on Want – Fighting Global Poverty út mjög svo fróðlega skýrslu um hlutdeild breskra námufyrirtækja í stríðsátökum og mannréttindabrotum víðsvegar um heiminn. Vegur þar þungt aðkoma álfyrirtækja eins og Vedanta, BHP Billiton og ekki síst „Íslandsvinanna“ Rio Tinto.

Síðastliðinn febrúarmánuð fann Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi, sig knúinn til að setja ofan í við Benedikt Erlingsson eftir ummæli hans um blóði drifinn feril Rio Tinto í Morgunútvarpi Rásar 2. Read More

okt 06 2009

Skemmdarverk eða sýruárás?


Prentmiðlar fluttu frétt þann 3.október sem bar titilinn „Sýra notuð í fleiri árásum“. Í greininni er svo sagt frá því að samskonar sýra var notuð við heimili Rannveigar Rist, forstjóra Alcan, og Hjörleifs Kvarans, forstjóra OR, þegar skemmdarverk voru unninn á bifreiðum þeirra í sumar. Í lok fréttarinnar kemur svo fram „að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubílsins um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu í andlit hennar neðan við hægra augað og fær hún varanlegt ör“. Þessir atburðir gerðust þann 5.ágúst.

Þegar Svartsokka las titilinn „Sýra notuð í fleiri árásum“ á MBL brá henni því andstaða við stóriðju á Íslandi hefur verið friðsæl hingað til. Fólk hlekkjar sig við vinnuvélar til að stöðva vinnu á byggingarsvæðum álvera, skvettir skyri á Landsvirkjunarbás í Háskóla Íslands og á kosningaskrifstofum stjórnmálaflokkana, og svo í sumar skvetta lakkhreinsi á bíla forstjóra stóriðjufyrirtækjana.  Ef við lítum aftur framsetningu efnisins þá er mikilvægt að átta sig á því að ákveðnum lykilorðum hafa verið skipt út til að vekja tilfinningar hjá lesandanum um að skemmdarverkið í ofangreindri frétt hafi verið sýruárás á andlit Rannveigar.

Lakkeyðir -> Sýra
Bifreið -> Við heimili
Skemmdarverk -> árás Read More

Náttúruvaktin