sep 25 2008

Saving Iceland truflar alþjóðlega álráðstefnu í Þýskalandi

EYÐILEGGJANDI ÁHRIFUM ÁLIÐNAÐARINS MÓTMÆLT

Í dag var alþjóðlega álráðstefnan, 11th International Conference on Aluminium Aloys (ICAA), skotmark mótmæla. Aktívistar frá Saving Iceland hreyfingunni trufluðu ráðstefnuna sem fer fram í Háskóla í Aachen, Þýskalandi. Snemma í morgun, á meðan á einum fyrirlestri Rio Tinto Alcan stóð, var brunavarnakerfi hússins sett í gang og ráðstefnan trufluð þannig. Nú rétt fyrir stuttu voru háværir brunaboðar aftur settir í gang, upplýsingamiðum dreyft og fánar með slagorðum hengdir upp. Með aðgerðinni vill Saving Iceland beina athygli að aðkomu áliðnaðarins að eyðileggingu íslenskrar náttúru og umhverfis- og mannréttindabrotum hans víðs vegar í heiminum.

Ráðstefnan er vikulangur atburður sem fer fram annað hvert ár á mismunandi stöðum í heiminum. Hún er nú í fyrsta sinn haldin í Þýskalndi og fer fram samhliða Aluminium Trade Fair í Essen, í um 80 km fjarlægð. Á þessum tvöfalda viðburði koma saman allir helstu aðilar iðnaðarins, sem enn reynir að halda því fram að hann hafi eins konar “græna samvisku”. Reyndar hefur grænþvotturinn borið einhvern árangur því Alcoa hefur nú hlotið sjálfbærnisverðlaun Dow Jones [1] Umhverfissinnar vefengja þá ákvörðun sérstaklega.


Hnattrænn skaði
,,Það er engin leið fyrir áliðnaðinn að halda áfram uppbyggingu sinni á sjálfbæran hátt” segir Andreas Jager frá Saving Iceland. ,,Á Indlandi er báxít, aðalhráefni álframleiðslu, grafið í opnum námum og súrál unnið úr því. Framkvæmdirnar gjörsamlega rústa ósnortnum skógum og heilu fjöllunum auk þess að hrekja innfædda íbúa af landi sínu. Vatnsbyrgðir þeirra eru einnig mengaðar með úrganginum; “rauðu leðjunni” [2, 3]. Í Ástralíu og á Jamaíka eru ósnortnir skógar einnig lagðir í rúst í sama tilgangi – og með sömu afleiðingum [4].”

Eyðilegging íslenskrar náttúru fyrir vopn

,,Á Íslandi er einstök náttúra landsins nú eyðilögð vegna orkuframleiðslu fyrir alþjóðleg álfyrirtæki. Það er kaldhæðnislegt, nú þegar heimurinn er loksins að vakna upp við vondan draum – hnattræna hlýnun loftslags – áhrif allt of miklar orkuþarfar og –notkunar. Hnattrænt ferli álframleiðslu þarfnast gífurlegs magns orku og til þess að allar áætlanir álfyrirtækja um starfsemi sína á Íslandi geti gengið eftir, þarf að virkja allar helstu jökulár landsins og eyðileggja öll helstu jarðhitasvæðin. Þannig verður fegurð íslenskrar náttúru breytt í eyðilagða og mengaða auðn. Sú þróun getur á engan hátt átt samleið með hugmyndinni um svokallað “græna orku”. Sérstaklega þegar litið er til þess að áætlanir um frekari uppbyggingu álvera hér á landi passa ekki inn í heimildir Íslands fyrir losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt Kyoto bókuninni. Þær heimildir eru samt mjög örlátar; 1,600,000 tonn” [5].

,,Og hvers vegna á framleiðslan sér svo stað? Hver er varan á endanum? Stærsti hluti framleidds ál, um 30%, er fyrir hergagnaiðnaðinn, notað til hvers kyns eyðileggingar. Og svo eru það einnota pakkningar, táknmynd neyslusamfélagsins. Það er engin framtíð fyrir þennan iðnað ef við ætlum að reyna að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu umhverfis jarðarinnar” segir Jager.

Umhverfis- og mannréttindabrot Rio Tinto Alcan

Saving Iceland mótmælir einnig nýjum fjárfestingum Rio Tinto-Alcan á Íslandi og í Afríku. Nú standa yfir framkvæmdir til að auka framleiðslu í álveri fyrirtækisins í Straumsvík. Til að koma til móts við aukna orkuþörf álversins er bygging Búðarhálsvirkjunnar nú þegar farin af stað.

,,Íbúar Hafnarfjarðar kusu gegn stækkun álversins í íbúakosningum vorið 2007, en samt er framleiðslan nú aukin. Eitraður úrgangur álversins endar beinustu leið út í sjó [6]. Við viljum enga frekari mengun og engar fleiri virkjanir á Íslandi. Enga frekari eyðileggingu fyrir fyrirtæki með botnlausa sakaskrá mannréttindabrota.”

Rio Tinto hefur verið ásakað um að halda starfsfólki sínu í menguðum námum og hafa starfandi á sínum vegum öryggisverði sem skotið hafa fólk fyrir að leita að örlitlu magni af gulli í einni af námum fyrirtækisins. Einnig að hafa njósnað um og rekið meðlimi í verkalýðsfélögum [7, 8]. Fyrirtækið hefur þar að auki ráðið til sín málaliðaheri til að berjast gegn íbúum Papua og Bouganville, sem mótmælt hafa framkvæmdum fyrirtækisins þar [9, 10, 11].

Norska ríkisstjórnin hefur nýlegja selt hlut sinn í Rio Tinto vegna námuframkvæmda fyrirtækisins í West Papua. Þar hefur Grasberg náma Rio Tinto gjörsamlega rústað landi Amungme og Kamoro ættbálkanna. Noregur seldi um 500 milljón punda hlut sinn í Rio Tinto eftir ráðleggingar um að úthýsa fyrirtækinu frá Norska Olíusjóðnum [12].

Aukin vakning
Eyðileggjandi áhrif áliðnaðarins og uppbygging hans hér á landi eru sífellt að verða áhyggjuefni fleira fólks. Fyrir viku síðan voru m.a. hengdir upp stórir fánar í Kaupmannahöfn sem sögðu ,,Áliðnaðurinn er að eyðileggja allar helstu jökulár Íslands” [13].


Heimildir:

[1] https://www.savingiceland.org/?p=3182&language=en#more-3182
[2] https://www.savingiceland.org/?p=602&language=en
[3] https://www.savingiceland.org/?p=2607&language=en
[4] https://www.savingiceland.org/?p=2233&language=en#more-2233
[5] https://www.savingiceland.org/?page_id=23&language=en
[6] Rio Tinto Alcan (2008). Alcan Environment: Potlinings. http://www.riotintoalcan.is/?PageID=111 [Accessed September 24th, 2009].
[7] SBS Australia (200). Dateline, Report on Rio Tinto, August 2000.
[8] Asia-Pacific Human Rights Network, “Rio Tinto’s Record and the Global Compact,” July 13th 2001.
[9] Wikipedia Germany (22-7-2007), http://de.wikipedia.org/wiki/Sandline-Af…
[10] Contract between PNG Government and Sandline: http://coombs.anu.edu.au/SpecialProj/PNG….
[11] Sarei v Rio Tinto, 456 F.3d 1069 (9th Cir. 2006), USA.
[12] Survival International (2008). Norwegian government – Rio Tinto’s Papua mine unethical. http://www.survival-international.org/news/3700 [Accessed September 24th, 2008]
[13] https://www.savingiceland.org/?p=3221&language=is

Náttúruvaktin