sep 14 2007
Bréf til Þórunnar Sveinbjarnardóttur, 12 September 2007
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra
Í dag, 12. september, standa grasrótarhreyfingar víða um heim fyrir alþjóðlegum mótmælum gegn stóriðju. Á Íslandi hefur hreyfingin Saving Iceland ákveðið að helga þennan dag stuðningi við baráttu íbúa í nágrenni Þjórsár. Af því tilefni viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri.
Við lýsum vonbrigðum okkar með það hve lítið hefur heyrst frá þér um stóriðju á Íslandi eftir að þú tókst við embætti og óskum eftir því að þú gerir þjóðinni grein fyrir afstöðu þinni í þeim efnum. Þar sem Íslendingar hafa hvað eftir annað setið uppi með umhverfisráðherra sem hafa lagt blessun sína yfir umhverfisspjöll sem skaða ímynd landsins verulega og valda hneykslun um heim allan, finnst okkur eðilegt að krefja þig svara um stefnu þína.
Við óskum þessvegna eftir því að þú gerir grein fyrir afstöðu þinni til virkjana og stóriðju bæði almennt og þó sér í lagi til þeirra þriggja virkjana sem eru fyrirhugaðar í neðri hluta Þjórsár. Einkum væntum við skýrra svara við eftirfarandi spurningum:
-Ertu fylgjandi því eða mótfallin að af framkvæmdum verði?
-Hvað hefur þú gert til að hindra að áform Landsvirkjunar varðandi Þjórsá nái fram að ganga.
-Hvaða áætlanir eru upp um að koma í veg fyrir að Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun verði að veruleika?