'Rannsóknarskýrsla Alþingis' Tag Archive

apr 20 2011

Þöggun íslenskra fjölmiðla og hlutdeild Rio Tinto í stríðsátökum og mannréttindabrotum


Fyrir fáeinum árum gaf mannréttindahreyfingin War on Want – Fighting Global Poverty út mjög svo fróðlega skýrslu um hlutdeild breskra námufyrirtækja í stríðsátökum og mannréttindabrotum víðsvegar um heiminn. Vegur þar þungt aðkoma álfyrirtækja eins og Vedanta, BHP Billiton og ekki síst „Íslandsvinanna“ Rio Tinto.

Síðastliðinn febrúarmánuð fann Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi, sig knúinn til að setja ofan í við Benedikt Erlingsson eftir ummæli hans um blóði drifinn feril Rio Tinto í Morgunútvarpi Rásar 2. Read More

ágú 12 2010

Ákall Saving Iceland!


Takið þátt í baráttunni gegn iðnvæðingu einhverra sérstæðustu náttúrusvæða Evrópu og grípið til beinna aðgerða gegn stóriðju!

Baráttan fram að þessu

Baráttan heldur áfram til varnar stærstu ósnortnu víðernum Evrópu. Síðastliðin fimm ár hafa sumarbúðir beinna aðgerða á Íslandi beinst gegn álbræðslum, risastíflum og jarðgufuvirkjunum. Eftir þá skelfilegu eyðileggingu sem fylgdi byggingu stærstu stíflu Evrópu við Kárahnjúka og mikilla jarðgufuvirkjana í Hengli, er enn tími til að rjúfa „snilldaráætlun“ valdhafa um stíflur í öllum stærstu jökulánum, gernýtingu allra helstu háhitasvæðanna og byggingu álvera, olíuhreinsistöðva, gagnavera og sílikonverksmiðja. Þessar framkvæmdir myndu ekki aðeins eyðileggja einstakt landslag og vistkerfi, heldur einnig hafa í för með sér stórfellda aukningu á útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Read More

júl 02 2010

Skófla er skófla, kúgun er kúgun


Ólafur Páll Sigurðsson

Umhverfishreyfingin Saving Iceland lýsir yfir fullri samstöðu með sakborningunum níu í Reykjavík (RVK9), sem eiga á hættu allt frá eins árs til sextán ára fangelsisvist fyrir að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla skammarlegu þjóðþingi, 8. desember 2008.

Þessir níumenningar hafa verið valdir úr þeim þúsundum manna sem felldu fyrri ríkisstjórn með mótmælum sínum, ríkisstjórn sem vegna spillingar og getuleysis bar ábyrgð á þeirri sögulegu kreppu sem enn þjakar íslenskt samfélag. Skýrsla hinnar sérstöku rannsóknarnefndar (SIC – viðeigandi skammstöfun) hefur nú staðfest að þessi ríkisstjórn lék lykilhlutverk í þeirri valdníðslu sem hafði í för með sér algjört hrun hins íslenska hagkerfis og var lykilafl í þeirri alvarlegu spillingu, lýðræðisbresti og siðferðiskreppu sem síðan hefur komið í ljós að voru duldar orsakir hins algjöra lánleysis íslensks lýðræðis.

Að stimpla pólitíska andstæðinga sem glæpamenn, jafnvel þá sem beita ofbeldislausri, borgaralegri óhlýðni, er gömul aðferð til að afvegaleiða, notuð af kúgunarríkjum um allan heim. Þessi pólitíska kúgunaraðgerð er í æpandi mótsögn við hræsnisfullar yfirlýsingar um að ‘axla ábyrgð’ og ‘læra af reynslunni’ sem flokkarnir sem bera ábyrgð á kreppunni hafa gefið. Svo sagan endurtaki sig ekki, ættu Íslendingar að taka mjög alvarlega þá kerfisbundnu misbeitingu valds sem hefur orðið uppvíst að er rótföst í valdakerfinu og ekki láta beina sök þeirra að níumenningunum og öðrum mótmælahreyfingum.

Read More

jún 09 2010

Hvítþvottur á áhrifum stóriðjunnar


Umsetin víðáttaÞessi grein birtist upprunalega í júníhefti hins mánaðarlega fréttaskýringarits Róstur.

Hvítþvottaskýrsla sú er Alþingi lét vinna fyrir sig undir þeim formerkjum að rannsaka aðdraganda og orsök hérlends efnahagshruns hefur verið til umfjöllunar á opinberum vettvangi undanfarna tvo mánuði. Fjölmiðlar og aðrir hagsmunahópar hafa verið iðnir við að fjalla um hana kafla fyrir kafla og sigtað út fyrir lesendur sína meginmál hennar. Ekki hefur þó öllum köflum hennar verið gerð jöfn skil. Mikið hefur verið einblínt á kaflann sem lútir að refsiverðum athæfum og vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins, einkavæðingarköflunum og lánabókum þeim sem birtast í skýrslunni. Hefur dómstóll fjölmiðla gengið í lið með yfirvöldum um að verja hið núverandi stjórnarfarskerfi með umfjöllun sinni, sem hefur að öllu leyti verið hliðholl útvöldum niðurstöðum skýrslunnar á kostnað mikilvægari þátta hennar. Enginn fjölmiðill hefur hingað til litið gagnrýnum augum á tvö atriði sem eru hvað veigamest í þessum 2000 blaðsíðna doðranti, og sem rannsóknarnefndin sjálf lagði aðaláherslu á, á blaðamannafundi sem hún hélt í Iðnó á útgáfudegi skýrslunnar, en það er auðvaldshyggjan og stóriðjustefnan.

Read More

sep 28 2007

Þarfar ábendingar til íslenskra fréttamanna um mótmæli!


natturuvaktin.jpgNáttúruvaktin.com

 

Tilefni mótmæla er aðalatriðið!

a. Hverju er verið að mótmæla?
b. Kannið málið
c. Eru áhyggjur mótmælenda réttmætar?
d. Kannið málið
e. Ef þið kannist ekki við neitt…
f. …er kominn tími til að kanna málið!

Mótmæli eru tjáning nauðsynleg lýðræðinu þegar allt annað þrýtur

1. Kynnið ykkur málið
2. Lesið á mótmælaspjöld og/eða -borða
3. Hlustið eftir slagorðum
4. Lesið fréttatilkynningar ef til eru
5. Hví er mótmælt akkúrat þann daginn?
6. Ef um fjöldamótmæli er að ræða, berið saman tölur lögreglu og mótmælenda sjálfra um fjölda mótmælenda og gefið hvort tveggja upp við umfjöllun
7. Þegar mótmælin eru táknræn, lesið í þau
8. Leitið ekki eingöngu að „þekktum“ andlitum
9. Leggið spurningar fyrir þá sem ábyrgir eru fyrir því sem verið er að mótmæla, sem og mótmælendur
10. Athugið, mótmæli eru alltaf til að vekja athygli á einhverju

= Fjölmiðlar eru mikilvægt mótvægi valds í lýðræðisríki

Náttúruvaktin