'Báxít' Tag Archive

maí 26 2011

Súrálsslys á Indlandi: Vedanta enn á ferð


Greinin birtist upphaflega á vefsíðunni Róstur sem því miður er ekki aðgengileg í dag.

Þann 16. maí sl. lak eitruð rauð leðja – efni sem verður til við súrálsframleiðslu – úr einum af leðjulónum breska námufyrirtækisins Vedanta í Odisha, Indlandi, og yfir í þorp sem stendur fyrir neðan lónið í hæðum Niyamgiri fjallsins. Leðjan, sem lak út í kjölfar mikils og þungs regns, slapp út um sprungu á veggjunum sem eiga að halda henni í lóninu og er þetta í annað sinn sem slíkt gerist á rúmum mánuði, í fyrra skiptið mengaði leðjan ár og tjarnir í nágrenninu. Þetta kemur sér illa fyrir Vedanta nú þegar einungis tveir mánuðir eru þangað til árlegur aðalfundur fyrirtækisins fer fram í London.

Frá þessu greinir breski jarðfræðingurinn Miriam Rose, sem nú er stödd á Indlandi og kom að staðnum sem um ræðir daginn eftir slysið, þann 17. maí. Í grein hennar, sem birtist á vefsíðu náttúruverndarhreyfingarinnar Saving Iceland, segir hún meðal annars að þrátt fyrir tilraunir starfsmanna Vedanta til að fjarlægja öll ummerki um slysið, hafi leðjan legið á víð og dreif þegar hún kom til þorpsins, auk þess sem tjörn í miðju þorpinu var eldrauð á lit. Vísað er í umfjöllum viðskiptablaðsins Wall Street Journal þann 18. maí um slysið þar sem vitnað er í heimamanninn Sunendra Nag. Hann segir mengunina, sem lekið hefur í Vansadhara ána, hafa leitt til þess að ómögulegt sé að drekka vatn árinnar lengur en fólk baði sig ennþá í henni vegna þess eins að því standi ekkert annað til boða. Afleiðingarnar séu augna- og húðsjúkdómar. Read More

des 29 2010

Áliðnaðurinn: Umhverfismál á heimsvísu


Bergur Sigurðsson og Einar Þorleifsson

Álframleiðsla byggir á námavinnslu á stöðum þar sem er að finna sérstaklega álríkan rauðan jarðveg sem nefnist báxít og verður til á löngum tíma við mikla útskolun efna á úrkomusvæðum sitt hvorum megin miðbaugs. Námavinnslan fer vanalega þannig fram að flett er burt gróðurþekju til þess að komast að báxítlögunum sem eru misþykk og oft ekki nema 2-4 metrar.bergureinar Báxítið er numið brott og flutt í landfrekar súrálsverksmiðjur þar sem jarðvegurinn er leystur upp með vítissóda og kalki og síðan er súrálið (Al2O3) einangrað frá eðjunni.Vinnslunni fylgir mikil og skaðleg rykmengun og gríðarleg myndun eitraðra úrgangsefna, þ.e. rauðeðju sem hefur hátt sýrustig og í sumum tilfellum þungmálma. Slys þar sem stíflugarðar um eðjulón bresta komast sjaldan í hámæli ef frá er talið slysið í Ungverjalandi fyrr í vetur. Þar var hætta á að eitraður leirinn myndi flæða óhindrað út í Dóná og spilla vistkerfi hennar allt til Svartahafsins, m.a. Dónárdeltunni, einu merkilegasta votlendissvæði jarðar þar sem milljónir fugla hafast við. Read More

des 16 2010

Rangfærsluruna Ragnars


Bergur Sigurðsson og Einar Þorleifsson

Það er lengra mál en svo að rúmist í einni grein að fjalla um allar rangfærslurnar sem áliðnaðurinn teflir fram til þess að fegra verkefni sín og ginna samfélög til þess að kosta þau.

Áróðursmaskínurnar ganga svo langt að halda því fram að ál sé á einhvern hátt jákvætt fyrirbæri í umhverfislegu tilliti. Sannleikurinn er sá að áliðnaðurinn er námuiðnaður sem veldur verulegu umhverfisálagi, eyðir regnskógum og samfélögum frumbyggja og spillir vatnalífi og vistkerfum. Hvort heldur sem álið er notað í farartæki, umbúðir eða byggingarefni er í flestum tilvikum hægt að nota vistvænni efni.

Af nógu er að taka þegar kemur að rangfærslum iðnaðarins en í þessari grein verður látið duga að rekja helstu rangfærslur Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls, í Fréttablaðinu 2. des. Read More

nóv 01 2010

„Saga kapítalismans er vörðuð með ofbeldi“ – viðtal við Samarendra Das


Róstur.org

Í lok ágúst kom rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Samarendra Das hingað til lands til að kynna nýjustu bók sína og mannfræðingsins Felix Padel, Out of this Earth: The East India Adivasis and the Aluminium Cartel. Bókin er afrakstur tíu ára rannsóknarvinnu á áliðnaðinum, allt frá báxítvinnslu í fátækum héruðum Indlands til kaupsýsluhverfa London þar sem milljarðamæringar sópa til sín gróða af álvinnslunni. Róstur hittu Samarendra að máli á meðan á Íslandsdvöl hans stóð.

Samarendra kom fyrst hingað árið 2008 á vegum náttúruverndarhreyfingarinnar Saving Iceland en hann hafði áður komist í kynni við samtökin erlendis. Hann kvaðst feginn þegar hann hitti mann á vegum Saving Iceland á ráðstefnu í London því þar hafi hann fyrst fengið að heyra frá öðrum en erlendum hagfræðingum hvað ætti sér stað hér á landi. Samarendra er mjög gagnrýninn á marga fræðimenn en hann segir það allt of algengt að þeir setji ekki spurningarmerki við hvað rekur þá áfram og að oft geri þeir of lítið af því að finna og greina raunveruleg vandamál. Read More

ágú 31 2010

Fyrir og eftir Miðkvísl


Guðmundur Páll Ólafsson

… og svo sprakk dýnamítið og grjót og mold þyrlaðist yfir alla en áin söng á ný. Laxá var frjáls.

Einhvern veginn svona hljómaði lýsing af sprengingunni í Miðkvísl við Mývatnsósa þegar ólögleg stífla Laxárvirkjunar var rofin. Ég vildi að ég væri sekur og hefði átt virkan þátt í verknaðinum. En jafnvel þótt fyrrum formaður stjórnar Laxárvirkjunar lýsti því í ævisögu sinni, Sól ég sá, að ég hefði aðstoðað sprengjumenn þá var ég því miður erlendis þegar lýðræðissprengjan sprakk. Read More

júl 15 2010

Þjáningar þeirra lágt settu og samsekt okkar


Vedanta ræðst inn í OrissaAf öllum héruðum Indlands er Orissa ríkast af steintegundum. Landsvæðið er grænt og gróskumikið og er landslagið líkast bútasaumi smárra akra og skógi vaxinna fjalla þar sem fossar steypast niður rauða klettana. Eins og margir þeirra staða í heiminum þar sem enn ríkir náttúruleg frjósemi búa frumbyggjar víða í fjallshlíðunum. Þeir eru kallaðir Adivasis, sem í orðsins fyllstu merkingu þýðir „hinir upprunalegu íbúar“, og samfélag þeirra er taldið vera meðal elstu þjóðmenninga þessa heims. Fjórðungur íbúa Orissa eru frumbyggjar, sem gerir héraðið að því „fátækasta“ á Indlandi samkvæmt Alþjóðabankanum. Það stafar þó ekki af raunverulegri örbirgð, heldur því að Alþjóðabankinn mælir velferð einungis í peningaviðskiptum. Mælingin lítur því fram hjá þeirri staðreynd að í Orissa hefur aldrei ríkt hungursneyð og að flest Adivasi fólkið notar aldrei peninga, heldur býr það í sátt við fjöllin, árnar og skógana sem færa því allt sem það þarfnast. Í þakklæti fyrir forsjón náttúrunnar tilbiður margt Adivasi fólk fjöllin og sver að vernda ríkuleg vistkerfi sín. Sum fjallanna í Orissa eru meðal síðustu fjalla Indlands sem enn eru vaxin fornum skógum, þökk sé staðfestu frumbyggja gegn nýlendutilburðum Breta til að höggva skógana.

Read More

nóv 04 2009

Er verkalýðsbarátta bara væl?


Verkamaður í báxítvinnsluÍ Fréttablaðinu sl. laugardag tjáði Gylfi Arnbjörnsson, sem ku víst vera kjörinn til þess að vera málsvari verkafólks, þá skoðun sína að nái álversframkvæmdir í Helguvík ekki fram að ganga muni fjárlög og þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar vera í uppnámi. Þetta er enn eitt dæmið um hræðsluáróðurinn sem dynur á okkur þess efnis að álver og önnur mengandi stóriðja sé eina leiðin til þess að bjarga efnahagnum og skapa störf.

Hvað í andskotanum eru fjárlög?

Orð líkt og fjárlög og þjóðhagsáætlun eru löng og flókin og fær mann til að finnast þessi atriði vera mikilvæg og þörf. Í raun eru þetta áætlanir, sem ríkisstjórnin setur fram út frá tilteknum forsendum á tilteknum tíma. Svartsokku þykir undarlegt að breytist þessar forsendur, eða séu mál könnuð til hlítar og að því loknu litin öðrum augum, geti ríkisstjórnin ekki endurskoðað áætlun sem hún setur sjálf fram[1]. Til að mynda hefur komið fram eftir að ríkisstjórnin lýsti því yfir að haldið yrði áfram með álver í Helguvík, að ekki sé til nægileg orka á Suðvesturhorninu til að knýja álbræðsluna. Í því tilfelli mun því líklega verða leitað til Landsvirkjunar, sem vegna mikillar andstöðu almennings við álver var búin að setja fram áætlun um að virkja ekki meira fyrir slíka stóriðju. Má Landsvirkjun snúa baki við áætlunum en ekki stjórnvöld? Til viðbótar við þetta má nefna að Ísland er víst búið að gera áætlun um að losa ekki út meiri koltvísýring en orðið er, því ella brjóti það alþjóðlegar áætlanir um losun gróðurhúsalofttegunda. Er í lagi að brjóta þær áætlanir? Read More

sep 29 2008

Hræsni?


Eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson, upphaflega birt í Morgunblaðinu

„Veistu að hjólastólinn þinn er úr áli?“ sagði lögregluþjónn við einn þeirra sem stöðvuðu vinnu í Helguvík í sumar. Hann kaffærði rök álversandstæðinga fyrir fullt og allt, er það ekki? Eftir að grein Jakobs Björnssonar um Björk Guðmundsdótur og álnotkun hennar birtist í Morgunblaðinu tók ritstjórn blaðsins sig til og skrifaði Staksteina þar sem sagt er að flestir álversandstæðingar séu líklega ekki samkvæmir sjálfum sér. Flestir noti þeir ál dags daglega og meira að segja Saving Iceland eldi í álpottum og noti álstangir til að halda uppi tjöldum sínum. „Hræsni,“ sagði Mogginn.

Þessi gagnrýni er ekki ný. Hún hefur markvisst verið notuð gegn þeim sem eru mótfallnir frekari uppbyggingu stóriðju hér á landi, eyðileggingu íslenskrar náttúru fyrir orkuframleiðslu og vistkerfa út um allan heim vegna báxítgraftar, og orkusölu til fyrirtækis sem montar sig af samstarfi sínu við bandaríska herinn. Auk þess þegar álversandstæðingar eru ásakaðir um að vilja færa íslenskt samfélag aftur til torfkofanna og byggja efnahag landsins á fjallagrasatínslu, hefur þessi gagnrýni verið sú fyrirferðarmesta. Sama hversu oft er búið að benda á þá staðreynd að a.m.k. 30% af áli eru framleidd fyrir hergagnaiðnaðinn (og þá skiptir engu hvort álfyrirtækið sjáft framleiðir vopnin eða ekki); sama hversu oft búið er að segja frá því hversu mikið ál endar sem landfylling eftir að hafa gegnt hlutverki sínu sem einnota drykkjarílát; þó búið sé að benda á samhengið milli lágs orkuverðs og þess hversu auðvelt það er fyrir okkur að framleiða ál, nota einu sinni, henda því svo og framleiða meira; ennþá er okkur sagt að við séum ekki sjálfum okkur samkvæm. Read More

júl 18 2008

Myndbönd um báxítgröft á Jamaíka


Hér eru nokkur myndbönd sem sýna áhrif báxít-graftar á Jamaíka. Athugið að Kaiser og St. Ann’s eru dótturfyrirtæki Century og Winalco er dótturfyrirtæki Alcoa. [kml_flashembed movie="http://www.youtube.com/v/vJa2ftQwfNY" width="249" height="212" wmode="transparent" /]

Read More

júl 24 2007

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Hafnarfirði


LANDSVIRKJUN Á AÐILD AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í SUÐUR AFRÍKU, SEM ER KEYRT ÁFRAM MEÐ KOLUM OG KJARNORKU

Fréttatilkynning

HAFNARFJÖRÐUR – Saving Iceland hefur lokað aðgangi að álveri Rio Tinto-ALCAN í Straumsvík. Um það bil 20 mótmælendur hafa læst sig saman og klifrað upp í krana á vinnusvæðinu. Saving Iceland mótmælir fyrirhuguðu álveri Rio Tinto-ALCAN á Keilisnesi eða Þorlákshöfn, stækkun álversins í Hafnarfirði og nýju álveri í Suður-Afríku sem verður keyrt áfram af kolum og kjarnorku.

,,Mótmæli gegn Alcan hafa skilað sínu. Hafnfirðingar höfnuðu að sjálfsögðu fyrirhugaðri stækkun í Straumsvík og nýlega varð fyrirtækið að hætta þáttöku sinni í báxítgreftri í Kashipur, Norðaustur Indlandi, vegna mótmæla gegn mannréttindabrotum þeirra og umhverfiseyðingu. Alcan hefur verið ásakað fyrir menningarútrýmingu í Kashipur , þar sem námur og stíflur hafa þegar neytt 150.000 manns til þess að yfirgefa heimkynni sín, mest megnis innfædda . Norsk Hydro hætti þáttöku sinni í verkefninu eftir að lögreglan pyntaði og kveikti í mótmælendum, og þá kom Alcan inn í málið.” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.

Read More

Náttúruvaktin