'Hergagnaiðnaður' Tag Archive

ágú 26 2018
3 Comments

Að lifa og deyja fyrir betri heim


Það er með djúpum sökknuði sem Saving Iceland kveður Helgu Katrínu Tryggvadóttur, doktorsnema í mannfræði, sem féll frá 26. júlí. Í virðingarskyni birtum við hér grein hennar um baráttumanninn Hauk Hilmarsson.

Helga Katrín Tryggvadóttir

Fyrir nokkrum árum hreyfst ég svo mjög af hugmyndafræði kúrdískra hópa í Rojava og baráttusveitum kvenna meðal þeirra, að mér fannst um tíma sem það eina verkefni sem væri þess virði að vinna væri að leggja þeim lið, jafnvel ganga til liðs við þær. Ég fylgdi þessu þó ekki eftir með meira en öðru auga á samfélagsmiðlum. Þar var lýst bæði baráttunni gegn ISIS og því óréttlæti sem Kúrdar væru beittir innan landamæra Tyrklands. Brátt fór ég þó að missa trúna á þessu, það stafaði af því að ég vissi ekki hvort lýsingar hópanna væru í raun og veru réttar og það var engin leið fyrir mig að komast að raun um það nema fara sjálf á svæðið. Þaðan berast engar „hlutlausar“ fréttir. 

En það er ekki til neitt sem heitir hlutleysi í stríði, ekki einu sinni með því að dveljast á fjarlægri eyju í Atlantshafi getum við talist hlutlaus. Við erum meðlimir í hernaðarbandalagi og borgum í það gjöld. Þau gjöld eru notuð til kaupa á vopnum, meðal annars af NATO ríkinu Tyrklandi, sem notar þau til að ráðast inn í sjálfstætt ríki og drepa saklaust fólk. Við erum með Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn sem er í bandalagi með flokki Erdogans Tyrklandsforseta. Í stríði þar sem nánast öll stórveldi heims eru með puttana og rík hagsmunatengsl allra stríðsaðila liggja þvers og kruss er enginn hlutlaus. Það að ég hafi stungið hausnum í sandinn segir meira um minn eigin aumingjaskap en hlutleysi. Ég meikaði ekki að horfa með augun opin.

En nú er ég búin að frétta það að Haukur vinur minn hafi verið á svæðinu, að berjast fyrir hugsjónum sínum um anarkisma og réttlæti. Hugsjónum mínum líka. Hann barðist fyrir okkur öll. Og enn einu sinni hefur Hauki tekist að rífa mig upp úr hægindastól hugsana minna. Á meðan trommusláttur fasismans er að hækka alls staðar í heiminum flutum við um sofandi og kusum yfir okkur enn eina ríkisstjórnina í enn einu hernaðarbröltinu, jafnvel þó hún hafi herstöðvarandstæðinga innanborðs. Þau hafa ekki enn sagt neitt um innrásina í Afrin. Að vilja frið er ekki það sama og að taka ekki afstöðu. Haukur var drepinn af NATO ríki með vopnum sem við borgum fyrir. Read More

apr 26 2011

Gleymum ekki að Alcoa er vopnaframleiðandi – Myndband!


Forsvarsmenn Alcoa á Íslandi hafa stöðugt neitað þeim ásökunum Saving Iceland og annarra andstæðinga fyrirtækisins um vopnaframleiðslu þess og tengsl við hergagna- og stríðsiðnaðinn. Í kjölfar ummæla söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur sama efnis, sem hún lét falla í tengslum við Náttúrutónleika hennar og Sigur Rósar í Laugadalnum sumarið 2008, skrifaði Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, grein í Morgunblaðið þar sem hún sagði gagnrýninina á misskilningi byggða því ál sé einfaldlega „notað í nær öll farartæki undir sólinni, þar á meðal herflugvélar og bíla, geimferjur og eldflaugar.“ Erna fullyrti að Alcoa væri eingöngu álframleiðandi og hefði ekkert um framtíðarlíf áls að gera eftir að það færi úr verksmiðjum fyrirtækisins. En 30 % alls áls sem framleitt er í heiminum fer í hergagnaframleiðslu. Read More

apr 25 2011

Vítahringur láglaunahórunnar


Í síðustu viku hélt Landsvirkjun kynningarfund um virkajanáform sín næstu 15 árin. Fundurinn fór fram í samstarfi við Háskóla Íslands sem sá ekki ástæðu til að bjóða andmælanda að svara fullyrðingum Landsvirkjunar. Ósáttur háskólanemi ákvað að taka málin í eigin hendur og flytja óumbeðinn erindi sem birtist á Róstur.org

Í dag hefur kennslustofa verið yfirtekin. Hún hefur verið yfirtekin af einu stærsta fyrirtæki landsins sem hingað er komið í leit að nýrri kynslóð sölupjakka. Landsvirkjun er að kynna nýja hugmyndafræði sem er afar sérkennileg. Umhverfisvænar virkjanir sem framleiða græna orku. LV ætlar að setja upp 14 grasgrænar og náttúruelskandi virkjanir á næstu 15 árum og hefst nú hernaðurinn gegn landinu fyrir alvöru. Það mætti í raun kalla þetta hernaðinn gegn landsmönnum og -konum því hluti af hernaðinum er að sannfæra fólkið um skaðleysi þeirra á náttúruna. Það er ekki nóg að sannfæra fólkið í landinu því góður sölumaður verður að hafa trú á vörunni sem hann selur og verður að vera löggiltur söluaðili. Landsvirkjun er hingað komin í leit að sölupjökkum nýrra hugmynda en sömu skemmdarverka. Read More

des 29 2010

Áliðnaðurinn: Umhverfismál á heimsvísu


Bergur Sigurðsson og Einar Þorleifsson

Álframleiðsla byggir á námavinnslu á stöðum þar sem er að finna sérstaklega álríkan rauðan jarðveg sem nefnist báxít og verður til á löngum tíma við mikla útskolun efna á úrkomusvæðum sitt hvorum megin miðbaugs. Námavinnslan fer vanalega þannig fram að flett er burt gróðurþekju til þess að komast að báxítlögunum sem eru misþykk og oft ekki nema 2-4 metrar.bergureinar Báxítið er numið brott og flutt í landfrekar súrálsverksmiðjur þar sem jarðvegurinn er leystur upp með vítissóda og kalki og síðan er súrálið (Al2O3) einangrað frá eðjunni.Vinnslunni fylgir mikil og skaðleg rykmengun og gríðarleg myndun eitraðra úrgangsefna, þ.e. rauðeðju sem hefur hátt sýrustig og í sumum tilfellum þungmálma. Slys þar sem stíflugarðar um eðjulón bresta komast sjaldan í hámæli ef frá er talið slysið í Ungverjalandi fyrr í vetur. Þar var hætta á að eitraður leirinn myndi flæða óhindrað út í Dóná og spilla vistkerfi hennar allt til Svartahafsins, m.a. Dónárdeltunni, einu merkilegasta votlendissvæði jarðar þar sem milljónir fugla hafast við. Read More

mar 10 2010

Einkaher og einkavæðing: Suðurnes í ljósi áfallakenningarinnar


Blóði stokkin bílrúða eftir skotárás ástralsks einkahers í Írak 2007. Tvær íraskar konur létu lífið í þessum leigubíl.Töluvert hefur verið vísað í áfallakenningu Naomi Klein á þessari síðu, jafnvel svo mjög að Svartsokku sjálfri þyki nóg um, því engum er hollt að miða alla sína samfélagsgreiningu við eina bók. Þó er svo að þegar í bígerð eru tilkoma einkahers, einkavæðing háhitans og bygging álvers sem ekki er til nóg orka fyrir, allt á sama landsvæðinu, þá hringja óhjákvæmilega viðvörunarbjöllur undir tónfalli áfallakenningarinnar. Þegar líðandi stund er greind í ljósi hennar kemur í ljós kunnuglegt mynstur; verið er að spila með okkur eins og peð á taflborði. Það sem verra er: við spilum með undir styrkri stjórn „vinstrimanna“.

Hvað er áfallakenningin?

Fyrir þá sem ekki vita þá snýst áfallakenningin í stuttu máli um það að í kjölfar stórra áfalla, á borð við flóðbylgjur, jarðskjálfta, stríð eða efnahagshrun, þá sé auðveldara en ella að koma á óvinsælum efnahagsstefnum og einkavæða það sem áður var í sameign, í þeim tilgangi að afla skjótfengins gróða (og gjarnan til að hampa vinum og félögum). Kenningin felur í sér að vegna þess að almenningur sé í sjokki yfir áfallinu eigi hann erfiðara með að berjast á móti þessum breytingum.

Hér á landi virðist sem Suðurnesin ætli sér að verða fyrsta fórnarlamb áfallakenningarinnar. Read More

des 17 2009

DON´T BUY THE LIE!


Svartsokka.org

Nú er skrípaleikurinn í Kaupmannahöfn brátt á enda runninn. Kókauglýsingarnar með slagorðunum “Hopenhagen” og “Coke: A Bottle of Hope” verða brátt teknar niður af strætóskýlunum. Lögreglan mun aftur fara að áreita pólitíska flóttamenn í stað anarkista sem berjast fyrir réttlátara samfélagi.

Siemens blaðran sem einnig auglýsir “Hopenhagen” mun verða tekin niður af Ráðhústorginu og smám saman mun hugur fólks reika að imbakassanum í leit að innihaldslausu lífi. Hvað kom út úr tveggja vikna stanslausum fundarhöldum, fyrirlestrum, auglýsingum, mótmælum, öskrum, slagorðum, bannerum, óeirðum, blóði, grjóti, táragasi? Read More

feb 19 2009

Gjaldþrota stóriðjustefna


Hjörleifur Guttormsson

Erlend stóriðja hérlendis hefur verið afar umdeild allt frá því að samningar um álbræðslu í Staumsvík voru í undirbúningi fyrir hartnær hálfri öld. Af andstæðingum þeirra samninga var dregið í efa að þjóðhagslegur hagnaður af álbræðslunni væri sá sem látið var í veðri vaka, teflt væri á tvær hættur um orkuverð og ekki gert ráð fyrir mengunarvörnum í verksmiðjunni. Viðreisnarstjórnin svonefnda hafði þó sitt fram og Alusuisse hóf rekstur dótturfélagsins ÍSALs sem enn starfar með breyttu eignarhaldi. Um 1980 komu í ljós stórfelldir meinbugir á rekstri fyrirtækisins vegna bókhaldsfalsana og skattaundandráttar. Fékk svikamyllan heitið „hækkun í hafi“. Jafnframt blasti við að raforkuverð til álbræðslunnar stóð ekki undir framleiðslukostnaði og að óbreyttu legðist mismunurinn af vaxandi þunga á almenna raforkunotendur innanlands. Auðhringurinn sá sitt óvænna, féllst á endurskoðun samninga og tvöföldun á raforkuverði sem bjargaði hag Landsvirkjunar þá um sinn.

Bundið fyrir bæði augu

Afhjúpun svikamyllunnar í Straumsvík dugði skammt og íslensk stjórnvöld kinokuðu sér við að fara í saumana á efnahagslegum áhrifum erlendu stóriðjustefnunnar. Einn ráðherrann af öðrum gerðist talsmaður fyrir álbræðslur sem notaðar voru sem pólitísk skiptimynt og fóru stækkandi stig af stigi með tilheyrandi kröfum um stórvirkjanir og línulagnir þvers og kruss um landið. Virkjanaiðnaðurinn hérlendis varð brátt ígildi hernaðariðnaðar í stærri löndum og hjúpaður leynd þar sem orkuverðið var lýst ríkisleyndarmál og herkostnaðurinn af náttúruspjöllum í engu metinn. Read More

sep 29 2008

Hræsni?


Eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson, upphaflega birt í Morgunblaðinu

„Veistu að hjólastólinn þinn er úr áli?“ sagði lögregluþjónn við einn þeirra sem stöðvuðu vinnu í Helguvík í sumar. Hann kaffærði rök álversandstæðinga fyrir fullt og allt, er það ekki? Eftir að grein Jakobs Björnssonar um Björk Guðmundsdótur og álnotkun hennar birtist í Morgunblaðinu tók ritstjórn blaðsins sig til og skrifaði Staksteina þar sem sagt er að flestir álversandstæðingar séu líklega ekki samkvæmir sjálfum sér. Flestir noti þeir ál dags daglega og meira að segja Saving Iceland eldi í álpottum og noti álstangir til að halda uppi tjöldum sínum. „Hræsni,“ sagði Mogginn.

Þessi gagnrýni er ekki ný. Hún hefur markvisst verið notuð gegn þeim sem eru mótfallnir frekari uppbyggingu stóriðju hér á landi, eyðileggingu íslenskrar náttúru fyrir orkuframleiðslu og vistkerfa út um allan heim vegna báxítgraftar, og orkusölu til fyrirtækis sem montar sig af samstarfi sínu við bandaríska herinn. Auk þess þegar álversandstæðingar eru ásakaðir um að vilja færa íslenskt samfélag aftur til torfkofanna og byggja efnahag landsins á fjallagrasatínslu, hefur þessi gagnrýni verið sú fyrirferðarmesta. Sama hversu oft er búið að benda á þá staðreynd að a.m.k. 30% af áli eru framleidd fyrir hergagnaiðnaðinn (og þá skiptir engu hvort álfyrirtækið sjáft framleiðir vopnin eða ekki); sama hversu oft búið er að segja frá því hversu mikið ál endar sem landfylling eftir að hafa gegnt hlutverki sínu sem einnota drykkjarílát; þó búið sé að benda á samhengið milli lágs orkuverðs og þess hversu auðvelt það er fyrir okkur að framleiða ál, nota einu sinni, henda því svo og framleiða meira; ennþá er okkur sagt að við séum ekki sjálfum okkur samkvæm. Read More

sep 25 2008

Saving Iceland truflar alþjóðlega álráðstefnu í Þýskalandi


EYÐILEGGJANDI ÁHRIFUM ÁLIÐNAÐARINS MÓTMÆLT

Í dag var alþjóðlega álráðstefnan, 11th International Conference on Aluminium Aloys (ICAA), skotmark mótmæla. Aktívistar frá Saving Iceland hreyfingunni trufluðu ráðstefnuna sem fer fram í Háskóla í Aachen, Þýskalandi. Snemma í morgun, á meðan á einum fyrirlestri Rio Tinto Alcan stóð, var brunavarnakerfi hússins sett í gang og ráðstefnan trufluð þannig. Nú rétt fyrir stuttu voru háværir brunaboðar aftur settir í gang, upplýsingamiðum dreyft og fánar með slagorðum hengdir upp. Með aðgerðinni vill Saving Iceland beina athygli að aðkomu áliðnaðarins að eyðileggingu íslenskrar náttúru og umhverfis- og mannréttindabrotum hans víðs vegar í heiminum.

Ráðstefnan er vikulangur atburður sem fer fram annað hvert ár á mismunandi stöðum í heiminum. Hún er nú í fyrsta sinn haldin í Þýskalndi og fer fram samhliða Aluminium Trade Fair í Essen, í um 80 km fjarlægð. Á þessum tvöfalda viðburði koma saman allir helstu aðilar iðnaðarins, sem enn reynir að halda því fram að hann hafi eins konar “græna samvisku”. Reyndar hefur grænþvotturinn borið einhvern árangur því Alcoa hefur nú hlotið sjálfbærnisverðlaun Dow Jones [1] Umhverfissinnar vefengja þá ákvörðun sérstaklega.

Read More

ágú 01 2008

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík


,,STÖÐVUM VIRKJUN ÞJÓRSÁR FYRIR HERGAGNAFRAMLEIÐANDA!”

HAFNARFJÖRÐUR – Aðgerðasinnar frá Saving Iceland hafa nú stöðvað umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík með því að hlekkja sig við hlið sem hleypa umferð til og frá álverslóðinni. Saving Iceland mótmælir fyrirhugaðri framleiðsluaukningu, nýjum álverum og samhliða eyðileggingu íslenskri náttúru fyrir raforkuframleiðslu. Samstarf Rio Tinto-Alcan við fjölmarga hergagnaframleiðendur er einnig fordæmt.

Rio Tinto-Alcan hyggst nú auka framleiðslu álversins í Straumsvík um 40 þúsund tonn á ári án þess að stækka álverið sjálft. Einnig vinnur fyrirtækið að undirbúningi nýs álvers á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn (1). Read More

Náttúruvaktin