'Orkuveita Reykjavíkur @is' Tag Archive

nóv 03 2011

Ómerkilegur útúrsnúningur iðnaðarráðherra


Sigmundur Einarsson

Í fréttum af fundi um atvinnumál á Húsavík í gær sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra að það væri ekki sitt hlutverk að segja frá fyrirætlunum stórfyrirtækja. Þessi ómerkilegi útúrsnúningur er dæmigerður fyrir framkomu yfirmanna orkumála hér á landi síðustu misserin. Þar á bæ hefur lengi vantað hugrekki til að segja sannleikann umbúðalaust.

Sannleikurinn hentar ekki

Nú eru liðin rúmlega tvö ár síðan ég skrifaði grein hér í Smuguna (og á Saving Iceland, ritstj.) um „Hinar miklu orkulindir Íslands.“ Tilefni þeirra skrifa voru síendurteknar yfirlýsingar ýmissa þingmanna, sveitastjórnarmanna og frammámanna í atvinnulífi þess efnis að styrkur Íslands lægi í auðlindum þjóðarinnar, ekki síst gríðarlegri orku í jarðhitasvæðum landsins. Þessir spámenn lýstu því ítrekað yfir að það eina sem virkilega gæti bjargað íslenskri þjóð frá ævarandi örbirgð væru nýjar virkjanir og álbræðslur. Mér ofbauð þessi málflutningur og vildi fá fram málefnalega umfjöllun. Ég lagði töluverða vinnu í að taka saman grein um málið. En viti menn. Viðbrögð voru sáralítil. Orkustofnun og iðnaðarráðuneyti þögðu þunnu hljóði. Nokkrir andmæltu mér opinberlega, einkum „sérfræðingar“ sem áttu að vita betur. Vandinn er nefnilega sá að „sérfræðingar“ okkar í orkumálum hafa nær allir beinan eða óbeinan hag af aukinni orkuvinnslu. Sannleikurinn reyndist hvorki henta sérfæðingunum né „frammámönnum“ í atvinnulífi. Read More

jún 28 2011

Opið bréf til iðnaðarráðherra


Guðmundur Páll Ólafsson

Ágæta Katrín

Gamansemi er mér síst í huga þegar ég sest niður til að senda þér nokkar línur er varða Rammaáætlun, stefnu í orkunýtingu og nýjustu útgáfu þína af skipan nefndar sem má ekki kalla nefnd – þar sem fulltrúum náttúruverndarfélaga á Íslandi hefur verið úthýst. Í útvarpsfréttum 24. júní sagðir þú náttúruverndina „misskilja“ málið og gafst skýringar sem duga lítt til að draga úr áhyggjum um alvarlega aðför að íslenskri náttúru hvað þá til að efla traust á stjónvöldum og stjórnmálamönnum.

Til þessa hefur fátt bent til þess – annað en barátta og vilji Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra – að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar um að náttúruvernd skuli hafin til vegs og virðingar á Íslandi verði annað en fagurgali. Ef Rammaáætlun undir þinni stjórn fer eins hörmulega og margt bendir til verður virkjunarkostum forgangsraðað af lögfræðingum eftir ósk orkugeirans og athafnafíklanna sem enn leika lausum þrátt fyrir Hellisheiðar- og Kárahnjúkavirkjun en verndun dýrmætra svæða sniðgengin. Finnst þér virkilega að síðasti skollaleikur í iðnaðarráðuneytinu bendi til þess að vegur náttúruverndar hafi aukist? Read More

nóv 03 2010

Nægja 80 MW til að bjarga Helguvík?


Sigmundur Einarsson

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að nú væri búið að tryggja orku til álbræðslunnar í Helguvík. Bjargvætturinn var sagður vera Landsvirkjun sem ætlar að leggja til umframafl sem til er „í kerfinu“ og ku það nema 60-80 MW.

Samkvæmt fréttinni þarf álbræðslan alls um 450 MW sem er um 150 MW minna en áður var áætlað. HS Orka er sögð munu útvega 250 MW, Orkuveita Reykjavíkur 120-140 MW og Landsvirkun bjargar því sem á vantar, 60-80 MW.

Þetta virðist einfalt. All sýnist klappað og klárt og ekki eftir neinu að bíða. Framkvæmdir ættu að geta hafist strax í dag. Eða hvað? Var þetta orkan sem vantaði til að unnt væri að halda áfram? Fyrir ári síðan var fullyrt að nóg orka væri fyrirliggjandi til að reisa álbræðslu sem þyrfti um 600 MW. Hvað skyldi hafa breyst? Read More

okt 18 2008

Úr einu ruglinu í annað


Andri Snær Magnason, Fréttablaðið – Á þessum viðsjárverðu tímum nota hagsmunaaðilar tækifærið til að ota að okkur „lausnum“ og bjargráðum. Núna felst hún í því að „aflétta öllum hömlum“ og skuldsetja opinber orkufyrirtæki sem nemur 300 til 400 milljörðum fyrir tvö til þrjú ný álver.

Þetta vilja menn gera þegar heildarskuldir OR og LV eru þegar orðnar 550 milljarðar – að mestu leyti vegna Alcoa og Norðuráls. Þetta er ástæðan fyrir því að bankarnir boðuðu alltaf stóriðjustefnu – meiri skuldir – meira stuð. Það stendur upp á álverð að endurgreiða þessi lán en álverð hríðfellur og stigi offramleiðslu er þegar náð.

Orkuverð til almennings hefur verið hækkað. Þjóðin trúir því að töfraorðið ÚTFLUTNINGSTEKJUR séu gjaldeyrir sem endar í vasa þjóðarinnar. Fréttir um útflutningstekjur og gjaldeyristekjur hafa ítrekað verið beinlínis rangar og skaðlegar.

Read More

ágú 05 2008

Aðgerðabúðum lokið – Baráttan heldur áfram!


Fjórðu aðgerðabúðum Saving Iceland er lokið, en baráttan heldur auðvitað áfram. Í ár vorum við í þrjár vikur á Hellisheiði, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun, fyrst og fremst til að fullnægja aukinni orkuþörf álfyrirtækja. Við nutum þess að eyða sumrinu í ótrúlegri náttúru, sem nú er í hættu vegna framkvæmdanna. Áhersla okkar í sumar voru hnattræn áhrif álframleiðslu, og bentum við á hvernig álframleiðslan er ekki íslenskt fyrirbæri heldur skaðar allan hnöttinn; umhverfi hans, fólk og dýr.
Aðgerðir okkar og atburðir í ár voru árangursríkir. Laugardaginn 19. Júlí stöðvuðum við framkvæmdir í Helguvík í heilan dag, þar sem Century/Norðurál hyggst nú reisa nýtt álver, án þess að hafa tiltekin leyfi til starfseminnar. Tveim dögum seinna lokuðum við veginum til og frá álveri Norðuráls á Grundartanga sem og Járnblendiverksmiðjunni þar. Í bæði skiptin bentum við á þau jarðvarmasvæði sem þarf að eyðileggja til orkuöflunnar, vafasama viðskiptahætti Century í Vestur Kongó, og á Jamaíka þar sem fyrirtækið er með báxítnámur sínar. Fréttatilkynningar og myndir frá 19. Júlí má sjá hér og frá 21. Júlí hér. Read More

júl 22 2007

Vopnaveita Reykjavíkur? – Saving Iceland við ráðhús Reykjavíkur


Rio Tinto has used mercenary forces such as Sandline and Executive Outcomes. 

Rio Tinto utilized private mercenary forces Sandline and
Executive Outcomes through its joint venture Bougainville Copper with
the Papuan Govt.
(source 1 | 2).

Ná í fylgiskjal í pdf formi | Myndir frá aðgerðinni

Þegar þetta er skrifað er Orkuveita Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, að vinna að stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirhugað er að selja orku frá virkjuninni til Century og ALCAN-Rio Tinto til að knýja stækkanir á þeim álverum sem þegar eru til staðar í Hvalfirði og Hafnarfirði og fyrir nýjum álverum við Keflavík og Þorlákshöfn. 30% framleidds áls nýtist við vopnaframleiðslu.
Stækkun álvers Alcan í Hafnarfirði var hafnað með íbúakosningu og aðrar fyrirhugaðar álbræðslur á suðvesturhorninu er ekki búið að ákveða fyrir fast. Sitjandi ríkisstjórn segist vera andstæð frekari álbræðslum en enn er unnið að stækkun á Hellisheiði fyrir 23 milljarða króna. Íslensku þjóðinni verður þröngvað til að borga brúsann. Þegar stækkuninni er lokið verður ísland neytt til að reisa fleiri álbræðslur því raforkuna verður að selja til að fá höfuðstólinn tilbaka. Í millitíðinni borga gróðurhúsbændur tvöfalt meira en Century fyrir rafmagn.
Fyrirtækin sem hagnast á þessu eru kunn að mannréttindabrotum og umhverfisglæpum.
Read More

júl 20 2007

Saving Iceland gerir innrás í Orkuveitu Reykjavíkur


Saving Iceland Invites Reykjavik Energy to Discuss their Ethics PubliclyHÆTTIÐ ORKUFRAMLEIÐSLU FYRIR STRÍÐSREKSTUR!

REYKJAVÍK – Í dag heimsótti trúðarher Saving Iceland höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 þar sem þeir komu fyrir borða sem á stóð Vopnaveita Reykjavíkur?. Saving Iceland krefst þess að O.R. stöðvi orkusölu til álfyrirtækjanna Century og ALCAN-Rio Tinto, en 30% framleidds áls fer til hernaðar- og vopnaframleiðslu (1).

Í morgun var ræðismannsskrifstofu Íslands í Edinborg lokað, þegar lásar voru límdir og rauðri málningu var hent á húsið með yfirskriftinni ‘Íslandi blæðir’. Á Miðvikudag lokaði Saving Iceland veginum að álveri Century á Grundartanga. Read More

júl 18 2007

Saving Iceland loka veginum að verksmiðjum Norðuráls og Íslenska járnblendifélagsins


Fréttatilkynning

GRUNDARTANGA – Í dag hafa samtökin Saving Iceland lokað eina aðfangaveginum frá þjóðvegi 1. að verksmiðjum Century / Norðuráls og ELKEM / Íslenska járnblendifélagsins. Saving Iceland samtökin eru andsnúin áformum um nýja álbræðslu Century í Helguvík og stækkun á verksmiðju Járnblendifélags Íslands. Aðgerðafólk hafa hlekkjað sig saman í málmrörum og myndað þannig mannlegan tálma á veginum um leið og nokkrir hafa tekið yfir byggingakrana á svæðinu.

Century Aluminum ætlar að reisa annað álver í Helguvík með 250.000 tonna árlegri framleiðslugetu. Álver þeirra á Grundartanga hefur þegar verið stækkað í 260.000 tonn.

Um þessar mundir er verið að fara yfir unhverfismat á Helguvíkur bræðslunni. (1) Þetta mat var gert af verkfræðisamsteypunni HRV (Hönnun/Rafhönnun/VST).

Read More

Náttúruvaktin