'Jaap Krater @is' Tag Archive

okt 26 2008

Fleiri álver og virkjanir leiða af sér óstöðugan efnahag


Jaap Krater, Morgunblaðið

Á tímum efnahagsþrenginga er líklegt að fólk fagni hugmyndum um nýjar virkjanir og álver. En mun það raunverulega styrkja íslenskt efnahagslíf?

Þann 28. sept. sl. útskýrði Geir Haarde í sjónvarpsþættinum Mannamál að ein aðalástæðan fyrir falli krónunnar sé stóriðjuframkvæmdir; bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls.
.
Hvaða áhrif munu fleiri stóriðjuframkvæmdir hafa? Hvað mun það kosta íslenska skattborgara?
.
Útskýring Geirs kemur ekki á óvart. Áður en Kárahnjúkavirkjun var reist spáðu hagfræðingar fyrir um neikvæð áhrif á verðbólgu, erlendar skuldir og verðgildi krónunnar. Auðvitað fylgir nýjum álverum einhver fjárhagslegur ávinningur en í skýrslu Glitnis frá 2006 um áhrif uppbyggingar áliðnaðarins á Íslandi sagði að hann jafnist líklega út vegna óbeinna áhrifa framkvæmdanna á eftirspurn, verðbólgu, vexti og verðgildi krónunnar.
.
Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings sem kom út fyrir byggingu stíflunnar sagði að Kárahnjúkavirkjun myndi aldrei skapa gróða og íslenskir skattborgarar myndu líklega enda á að greiða fyrir Alcoa. Read More

okt 23 2008

Century endurskoðar álversframkvæmdir í Helguvík


Century Aluminium, móðurfyrirtæki Norðuráls, hefur tilkynnt að fyrirtækið sé að endurskoða framkvæmdir fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Fyrirtækið segist vera hætt að gera nýjar fjármagnsskuldbindingar vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar.

,,Eins og staðan er núna, höfum við hætt að gera nokkrar fjármagnsskuldbindingar og erum að minnka útgjöld. Við trúum því að möguleikinn verði enn til staðar á næstunni en við munum meta hagkvæmni allra þátta verkefnisins af skynsemi á næstu dögum.” (1) sagði Logan Kruger, framkvæmdarstjóri Century.

Á meðan tekjur Century Aluminum hækkuðu á þriðja ársfjórðungi 2008 vegna auknar útskipunar áls (2), voru komandi horfur álitnar ógæfulegar. Merril Lynch lækkaði fjárfestingarmat Century niður í ‘underperform’, þ.e. að fyrirtækið gæti ekki staðit við skuldbindingar sínar.  Merril Lynch sagði álverð vera lágt, birgðir miklar og lítinn hvata til staðar til að keyra upp verðið.

Read More

ágú 22 2008
2 Comments

Dauðsföll á Hellisheiði þar sem láglaunaðir verkamenn búa við ómannúðlegar aðstæður


Fyrir tveim dögum síðan létust tveir Rúmenskir verkamenn á Hellisheiði. Mennirnir köfnuðu inni í röri þar sem þeir unnu vegna stækkunnar jarðvarmavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði (1). Saving Iceland telur að alvarleg slys á borð við þetta séu nánast óumflýjanleg ef litið er til þeirra aðstæðna sem Austur Evrópskir verkamenn búa við. Framkvæmdirnar á Hellisheiði eru af stórum hluta til unnar af Pólskum og Rúmenskum verkamönnum sem búa í vinnubúðum nálægt framkvæmdasvæðinu. Rúmenarnir tveir sem létust unnu fyrir Altak, samstarfsaðila Orkuveitunnar. Read More

ágú 22 2008
1 Comment

Umhverfismat fyrir Bakka ætti að innihalda vatnsaflsvirkjanir


Jaap Krater, Morgunblaðið
.
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra ákvað fyrir ekki svo löngu að heildstætt umhverfismat skuli fara fram vegna álversframkvæmda á Bakka (1). Það vekur spurningar um hvort þurfa muni að byggja nýjar vatnsaflsvirkjanir fyrir álframleiðslu á Norðurlandi. Raunsætt mat á mögulegri jarðvarmaorku fyrir norðan gefur til kynna að bygging vatnsaflsvirkjana verði nauðsynleg til að knýja áfram álver á Bakka.

Stærð álversins
Upphaflega áætlunin var sögð vera bygging 250.000 tonna álvers en Alcoa hefur áður sagt að fyrirtækið álíti álver minna en 360.000 tonn „ósjálfbær“ (2). Nú hefur fyrirtækið sagt að álverið á Bakka muni framleiða a.m.k. 346.000 tonn á ári (3) og það er ljóst að það hefur verið áætlunin frá byrjun . Upphafsrannsóknir gerðu ráð fyrir álveri af þessari stærð (4) þótt tillaga að umhverfismati og áætlanir um orkuöflun hafi fjallað um minna álver til að byrja með. Fyrir stærra en 250.000 tonna álver þyrfti að gjörbreyta og endurbyggja orkunet Norðurlands (5). Á endanum væri þá 500.000 tonna álver möguleiki. „Því stærra því betra“ sagði Bernt Reitan, varaforseti Alcoa, við undirskrift á Húsavík snemma í sumar (6). Read More

ágú 11 2008
1 Comment

Fjöll sprengd í loft upp, eiturlyf og bleikt klósett


Jaap Krater, Iceland ReviewSem einstaklingur sem hefur nú verið virkur með Saving Iceland í nokkur ár, las ég grein grein James Weston um umfjöllun fjölmiðla um baráttu okkar og hafði gaman af. Margt af því sem hann skrifar er ekki bara fyndið, heldur einnig satt.
Fyrir mér, bendir greinin þó einnig á nokkrar sorglegar staðreyndir. Fólk situr og horfir á sjónvarpið þar sem það sér annað fólk læsa sig við vinnuvélar (samkvæmt skoðanakönnunum lítur út fyrir að flestir séu jafn vel sammála okkur um stóriðjuvæðingu landsins) og leiðist.
Read More

júl 28 2008
3 Comments

Saving Iceland stöðvar jarðhitaborun á Hellisheiði


,,Orkuveita Reykjavíkur fjárfestir í landi langra lista mannréttindabrota!“

(Myndir frá Hengilssvæðinu hér að neðan)

HELLISHEIÐI – Í morgun stöðvaði umhverfishreyfingin Saving Iceland vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. Um 20 aktívistar hafa læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn til að hengja upp fána sem segir ,,Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen“. Hópurinn hafði einnig í huga að fara í stjórnstöðvarherbergi svæðisins. Read More

Náttúruvaktin