ágú 22 2008
2 Comments

Dauðsföll á Hellisheiði þar sem láglaunaðir verkamenn búa við ómannúðlegar aðstæður

Fyrir tveim dögum síðan létust tveir Rúmenskir verkamenn á Hellisheiði. Mennirnir köfnuðu inni í röri þar sem þeir unnu vegna stækkunnar jarðvarmavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði (1). Saving Iceland telur að alvarleg slys á borð við þetta séu nánast óumflýjanleg ef litið er til þeirra aðstæðna sem Austur Evrópskir verkamenn búa við. Framkvæmdirnar á Hellisheiði eru af stórum hluta til unnar af Pólskum og Rúmenskum verkamönnum sem búa í vinnubúðum nálægt framkvæmdasvæðinu. Rúmenarnir tveir sem létust unnu fyrir Altak, samstarfsaðila Orkuveitunnar.

Hér er samantekt á aðstæðunum sem verkamennirnir búa við (2).

  • Þeir vinna 72 stunda vinnuviku, stundum allt að 17 tíma á dag, jafnvel um vetur.
  • Þeir vinna á bilinu 3-6 mánuði og fá svo þriggja vikna frí áður en þeir koma aftur til að vinna að sama verkefni eða öðru svipuðu verkefni hér á landi eða annars staðar.
  • Þeim er ekki borgað eftir íslenskum viðmiðum, heldur Rúmenskum, sem þýðir að mánaðarlaun þeirra eru u.þ.b. 2300 Evrur (fyrir 72 tíma vinnuviku)
  • Þeim er samt sem áður borgað í íslenskum krónum, frekar en Evrum. Vegna lágs gengis krónunnar þurfa þeir því að horfa á fjórðung launa sinna hverfa.
  • Þeim er gert að vera í búðunum og fá aðeins að fara einu sinni til Reykjavíkur á mánuði.
  • Búðirnar eru verri en fangelsi – þar er engin aðstaða til tómstunda og engin aðstaða til íþrótta og heilsuræktar. Meira að segja sjónvörpin þeirra virka ekki vegna lélegs sambands.
  • Beiðni þeirra um smávægis frístunda aðstöðu eins og fótbolta eða borðtennis hefur verið hafnað.
  • Þeim sem kvarta ,,of mikið“ er hótað uppsögnum
  • Verkamönnunum hefur verið sagt að stækkun Hellisheiðarvirkjunar sé frakvæmd til þess að útvega orku fyrir Reykjavíkurborg. Það sanna er þó að virkjunin er nú stækkuð til þess að útvega orku fyrir stækkað álver Norðuráls á Grundartanga.

,,Það kemur ekki á óvart að dauðslys sem þessi eigi sér stað meðal verkamanna sem vinna 17 tíma vaktir. Það er kaldhæðnislegt að fyrirtæki í eign almennings Orkuveita Reykjavíkur, sem gefur sig út fyirr að vera hreint og grænt, framkvæmi starfsemi sína með því að arðræna erlent verkafólk á þennan hátt. Ekki nokkur Íslendingur myndi vilja vinna undir þessum kringumstæðum. Þeir einu sem taka vinnu sem þessari eru þeir sem hafa litla sem enga möguleika og hafa engra annarra kosta völ til að halda uppi fjölskyldum sínum í heimalandinu“ segir Jaap Krater, talsmaður Saving Iceland.

,,Við höfum bent á þetta í síðustu aðgerðum okkar á Hellisheiði (3,4) og Orkuveitan hefur enn ekki reynt að sýna fram á að aðsæður séu eitthvað öðruvísi. Nú þegar nokkrir verkamenn hafa dáið á þennan hræðilega hátt, verður að gera eitthvað til að stöðva þessa hrikalegu hegðun Orkuveitunnar, fyrirtækis í eign Reykjavíkurborgar“ segir Jaap.

 

Heimildir

  • 1. Iceland Review (2008). Two Immigrant Workers Die in Work Related Accident. http://www.icelandreview.com/icelandreview/daily_news/?cat_id=16539&ew_0_a_id=310772
  • 2. Eins og augljóst er við lestur ofangreinds texta er ekki hægt að sýna fram á skriflegar heimildir fyrir þessu.
  • 3. Saving Iceland (2008). Saving Iceland Shuts down Geothermal Drilling Work at Hellisheidi. https://www.savingiceland.org/?p=2425&language=en and http://www.politube.org/show/817
  • 4. MBL.is (2008). News report. http://www.politube.org/show/817

Aðbúnaður verkafólksins




2 Responses to “Dauðsföll á Hellisheiði þar sem láglaunaðir verkamenn búa við ómannúðlegar aðstæður”

  1. paul skrifar:

    From Iceland Review (The last paragraph is stupid though):

    „Immigrant Workers in Iceland Often Have Risky Jobs

    Foreign laborers usually participate in more dangerous projects than Icelanders, which may explain why they are more often involved in fatal accidents than native workers, according to Eyjólfur Saemundsson, director of the Occupational Safety and Health Authority.

    On Wednesday two Romanian welders died while working inside an air-tight steam pipe at Hellisheidarvirkjun power plant outside Reykjavík, probably due to lack of oxygen.

    According to Morgunbladid, so far this year there have been three fatal work-related accidents in Iceland. The victims have all been of foreign origin. Since 2006 seven immigrant workers and five Icelanders have lost their lives in work-related accidents.

    Saemundsson also claimed that the high number of fatal accidents among foreign laborers in Iceland may reflect the working conditions in their home countries where safety standards are not as developed as in Iceland.“

Náttúruvaktin