júl 19 2008
4 Comments

Saving Iceland stöðvar vinnu á lóð Norðuráls í Helguvík

*NÝJAR FRÉTTIR* Öll vinna stöðvaðist í dag og aðeins einn var handtekinn. Honum var sleppt kl. 19:30.

HELGUVÍK – Snemma í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík. Hluti hópsins læsti sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana. Aðgerðinni er ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka .

Rétt eins og Century, vilja fleiri álfyrirtæki t.d. Alcoa og Rio Tinto-Alcan reisa ný álver hér á landi. Verði framkvæmdirnar að veruleika þarf að virkja hverja jökulá og jarðhitasvæði landsins.

Starfsemi fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík krefst frekari eyðileggingar á einstökum jarðhitasvæðum á Hellisheiði og Reykjanesi (1). Framkvæmdir hófust í Júní án þess að heilstætt umhverfismat hafi farið fram, og þrátt fyrir að fyrirtækið hafi hvorki orðið sér út um alla þá orku sem álverið þarfnast né þau leyfi sem gera starfsemi þess mögulega, t.d. leyfi fyrir losun gróðurhúsalofttegunda (2).

Umhverfismatið fyrir álverið í Helguvík var gert af verktakafyrirtækinu HRV sem hefur tekið þátt í hönnun álvera Alcoa og Norðuráls (3). ‘Það er stórskrýtið að verkfræðistofa sem hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta varðandi byggingu álversins skuli framkvæma umhverfismatið. Í skjalinu koma fram furðulegar fullyrðingar, t.d. þegar gert er lítið úr mengunarþáttum álversins vegna þess hversu vindasamt er í Helguvík’ segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.

‘Rétt eins og gerðist í tengslum við byggingu álvers Alcoa Fjarðaráls, virðist ríkisstjórn Íslands engan áhuga hafa á því að fylgja löglegu og sanngjörnu ferli. Þess í stað lætur hún eins og framkvæmdin sé óhjákvæmileg og skapar það ótrúlegt sinnuleysi í samfélaginu. Á sama tíma hafa mannréttindabrot Century að mestu leyti fengið að vera ósýnileg’ segir Snorri.

Mannréttinda- og umhverfiglæpir

Century er bandarískt fyrirtæki að uppruna en stærsti eigandi þess er hið ný sameinaða Sviss-Rússneska námufyrirtæki Glencore-RUSAL. Century Aluminum er viðriðið allmörg verkefni í Afríku og í Karabíska hafinu sem umhverfis- og mannréttindasamtök berjast gegn.

]Á Jamaíka á Century hlut í 4.8 milljón tonna báxít-námu, sem veldur gífurlegri eyðileggingu regnskóga (4,5,6,7). Fyrirtækið hyggst einnig reisa aðra námu og súrálsverksmiðju í samstarfi við kínverska fyrirtækið Minmentals, sem á þátt í fangaknúnum verksmiðjum og ógeðfelldum mannréttindabrotum í Kína sem og annars staðar í heiminum (8).

Í Febrúar 2007, skrifaði Century undir viljayfirlýsingu við ríkisstjórn Vestur Kongó um að reisa báxítnámu, súrálsverksmiðju og álver í Pointe Noire en framkvæmdirnar krefjast 500 MW af orku og verða allar knúnar áfram af gasi (9).

‘Það er mjög ólíklegt að þeir fátæku græði nokkuð á þessari þróun heldur munu þess í stað verða fyrir barðinu á umhverfisáhrifunum. Tekjur af olíu hafa aldrei endað hjá þeim, hvers vegna ætti það að vera eitthvað öðruvísi með báxítið? Transparency International hefur sagt ríkisstjórn Vestur Kongó vera eina þá spilltustu í heiminum en það eru einmitt þannig ríkisstjórnir sem álfyrirtækin vilja helst stunda viðskipti við…’ segir Snorri (10).

‘Fjárhagsleg svik álfyrirtækjanna hafa leitt af sér eyðileggingu efnahags og umhverfis í ótal löndum, sem bitnar svo á þúsundum borgara. Áður en framkvæmdirnar hefjast fer alltaf fram löng og kostnaðarsöm áróðursherferð þar sem nýjum tímum velmegunar er lofað’ segir Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn (11). Samarendra mun á næstu dögum halda fyrirlestra á nokkrum stöðum á landinu, m.a. í Reykjavíkur Akademíunni þann 23. júlí ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi (12).

Nánari upplýsingar:
savingiceland@riseup.net

Heimildir:

(1) Skýrsla frá Landvernd, Nóvember 2007, ‘Athugasemdir vegna umhverfisáhrifa orkuöflunar fyrir álver í Helguvík, sbr. frummatsskýrslur Orkuveitu Reykjavíkur fyrir Bitruvirkjun og virkjun við Hverahlíð.’

(2) Í töflunni hér að neðan segir Skipulagsstofnun frá því hvar Norðurál hyggst fá orkuna fyrir álverið í Helguvík. Starfsemin þarfnast 435 MW sem mun koma frá jarðhitasvæðum á Reykjanesi og Hellisheiði. Einnni af áætluðum jarðvarmavirkjunum, Bitruvirkjun, hefur nú verið slegið á frest vegna umhverfisáhrifa. Orkumagn á Reykjanesi er ekki á hreinu og umhverfismat hefur ekki átt sér stað. Árið 2007 var einungis vitað um 60% af nauðsynlegri orku (sjá heimild 1.) en það var áður en Bitruvirkjun var slegið á frest.

Fyrir nánari upplýsingar um skort á almennilegu umhverfismati má sjá grein í The Ecologist, Október 2007, ‘Aluminium Tyrants’ eftir by Jaap Krater, Miriam Rose og Mark Anslow.

(3) HRV, Umhverfismat fyrir álver Norðuráls í Helguvík. https://www.savingiceland.org/wp-content/uploads/2008/07/hrv-helguvik-impact-assessment.pdf

(4) Heimsaíða Century. http://www.centuryca.com/st_ann.html

(5) Zadie Neufville, 6. Apríl 2001, ‘Bauxite Mining Blamed for Deforestation’. Sjá http://forests.org/archive/samerica/bauxmini.htm.

(6) Skýrsla frá Mines and Communities,’Bauxite Mine Fight Looms in Jamaica’s Cockpit Country’, 24. Október 2006. Sjá http://www.minesandcommunities.org/article.php?a=6513.

(7) ‘Century Aluminum in Jamaica mining deal’, 15. Maí 2006, Silicon Valley / San Jose Business Journal.

(8) Árið 2004 hafði Minmentals í huga að taka yfir kanadíska námufyrirtækið Noranda, en var hafnað árið 2005 vegna alvarlegra athugasemda um mannréttindabrota Minmentals. Þessi skýrsla segir frá frekari mannréttabrotum fyrirtækisins:

Source: Aaron A. Dhir, ‘Of Takeovers, Foreign Investment and Human Rights: Unpacking the Noranda-Minmetals Conundrum’, Banking & Finance Law Review, Vol. 22, pp. 77-104, 2006.

(9) http://sec.edgar-online.com/2007/03/01/ … tion11.asp og http://www.afriquenligne.fr/news/africa … 83302.html

(10) Transparency International (2006). Corruption Perceptions Index 2006. Transparency International, Berlin.

(11) Samarendra Das, ‘Mining sacred mountains to fuel the war on terror’.
Júní 2008. See https://www.savingiceland.org/wp-content/uploads/2008/07/2008voicesofthewilderness2lowres.pdf

(12) Miðvikudaginn 23. Júlí, kl. 19:30 heldur Saving Iceland ráðstefnu þar sem indverski rithöfundurinn og sérfræðingur um áliðnaðinn, Samarendra Das kemur fram ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Þeir munu að mestu ræða um hnattrænar afleiðingar álframleiðslu, þá sérstaklega í þriðja heiminum þar sem báxítgröftur fer fram. Einnig mun goðsögnin um svokallaða ‘græna og hreina’ álframleiðslu hér á landi verða brotin á bak aftur. Fyrirlesturinn fer fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121.

4 Responses to “Saving Iceland stöðvar vinnu á lóð Norðuráls í Helguvík”

  1. Jaap skrifar:

    MBL.is – Mótmæli í Helguvík friðsamleg

    Um tólf lögreglumenn eru staddir í Helguvík til þess að ræða við mótmælendur Saving
    Iceland samtakanna, en um 40 einstaklingar frá 10 löndum stöðvuðu vinnu við fyrirhugað álver í morgun og læsti hluti hópsins sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu upp í krana.

    Að sögn Snorra Páls Jónssonar Úlfhildarsonar, meðlims Saving Iceland, hafa mótmælin gengið rólega fyrir sig, og segir hann lögregluna hafa rætt við mótmælendur og tekið niður nöfn og skoðað skilríki þeirra. Verktakar sem komu til vinnu í morgun hafa yfirgefið svæðið.

    Lögreglan á Suðurnesjum segir hlutina ganga fyrir sig með friðsamlegum hætti í Helguvík, og segir að lögreglumenn vilja ræða fyrst við fólkið til þess að athuga hvort hægt sé að fá það til þess að yfirgæfa svæðið í rólegheitum. Að öðrum kosti íhugi lögregla næstu skref.

    Saving Iceland setti upp búðir á Hellisheiði um síðustu helgi. Samtökin segja aðgerðunum í Helguvík vera ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka. Segja samtökin að starfsemi fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík krefjist frekari eyðileggingar á einstökum jarðhitasvæðum á Hellisheiði og Reykjanesi.

    http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/19/motmaeli_i_helguvik_fridsamleg/

  2. Jaap skrifar:

    MBL.is: Einn handtekinn í Helguvík

    Einn mótmælandi samtakanna Saving Iceland var handtekinn í Helguvík í dag. Að sögn Skúla Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurnesjum, var sá einstaklingur einn af þeim sem höfuð læst sig við vinnuvélar á svæðinu og var hann handtekinn eftir að hann neitaði að segja til nafns.

    Mótmælaaðgerðum í Helguvík lauk um hálf fjögur leytið að sögn Skúla en um 40 einstaklingar frá 10 löndum stöðvuðu vinnu við fyrirhugað álver klukkan tíu í morgun og læsti hluti hópsins sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu upp í krana.

    Skúli segir að lögregla muni nú fara yfir hvort ástæða sé til að gefa út ákæru á hendur fólkinu fyrir að hlýða ekki fyrirmælum. „Fólkið braut lög með því að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, en eftir að við áréttuðum fyrirmælin fór fólk að yfirgefa svæðið,“ segir Skúli og bætir við að lögregla hafi tekið niður nöfn á öllum mótmælendum.

    Fólkið klifraði m.a. upp í byggingarkrana. vf.is/Hilmar Bragi
    Rétt fyrir hádegi höfðu allir verkamenn sem komu til vinnu í morgun yfirgefið svæðið. Skúli segir að unnið sé að því að girða vinnusvæðið af og að á þriðja tug stórra vinnuvéla séu þar og því sé mikilvægt að enginn slasist. Því hafi verktaki sem vinnur fyrir Norðurál ákveðið að stöðva vinnu í dag.

    Saving Iceland setti upp búðir á Hellisheiði um síðustu helgi. Samtökin segja aðgerðunum í Helguvík vera ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka.

    http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/19/einn_handtekinn_i_helguvik/

  3. Sigurður Magnússon skrifar:

    Andóf skerpir andstæðurnar

    Saving Iceland gerir Íslendingum skömm til. Menn geta varla mannað hóp til almennilegra mótmæla án aðstoðar útlendinga. Saving Iceland hefur líka gert vel í að benda á, að Norðurál er rekið af Century Aluminium, sem brýtur mannréttindi víða um heim, í Kína, Kólumbíu, Jamaíka og víðar. Félagar í Saving Iceland stöðvuðu í dag vinnu í Helguvík, hlekkjuðu sig við tæki og klifruðu í krana. Ég skil raunar ekki, hvers vegna laugardagur var valinn til þessa. Kannski er andófsfólk afar kurteist. Andóf skerpir andstæður í samfélaginu. Dregur reiðu fasistana úr skúmaskotunum fram í dagsljósið.

    Jónas Kristjánsson
    jonas.is

Náttúruvaktin