júl 23 2007

Fjandsamlegur fréttaflutningur

#1 Birgir – mánudagur 9. júlí, 2007 klukkan 14:04:47

Já, ég tek undir þetta með Guðrúnu; ótrúlegt hvernig fjölmiðlar leyfa sér stimpla fólk eftir einhverjum upplognum sögusögnum!

Þarna voru, eins og Guðrún segir, flutt fjölmörg mjög fróðleg erindi og var ráðstefnan ágætlega vel sótt. Var þarna ágætis þversnið af fólki innlendu og erlendu: margir þekktir vísindamenn, nokkrir innlendir þingmenn/konur, forystumnenn í náttúruvernd eins og Andri Snær, Ómar, Birgitta og Andrea.

Örfáir fjölmiðlar litu þarna við og var mjög sérstakt að heyra í ríkissjónvarpinu frétt um ráðstefnuna þar sem klikkt var út í lok fréttar um skæruliða við Kárahhnjúka og „viðureign“ Egilsstaðalögreglu við fólk á þeim slóðum. Hafði akkurat ekkert með þessa ráðstefnu að gera. Þarna féll fröken Hagalín á prófinu sem góð fjölmiðlakona.

Fáranleg hugsun að allir eigi að vera sömu skoðunar og öll mótmæli bönnuð. Lögreglan í viðbragðsstöðu, ja hérna !

Þakka Birgittu (hafði næstum skrifað Bergþóru….), Andreu og öðrum sem skipulögðu, fyrir ágætis framtak og gott skipulag.
Bestu kveðjur
Birguir
Hveragerði

#2 Birgitta – mánudagur 9. júlí, 2007 klukkan 19:15:55

Ég missti mig einmitt alveg í morgunn þegar hringt var í mig frá RÚV til að spyrja um tjaldbúðirnar en ekki verið að biðja um viðtal við einhvern af þessum stórkostlegu framsögumönnum og konum sem fluttu erindi á ráðstefnunni. Ég ætlaði að vera kurteis en réð ekki yfir mig vegna þess hve ömurlega hlutdrægur og einsleitur íslensk fjölmiðlaumfjöllun er. En ég er samt óhemju stolt af þessari ráðstefnu … þarna var gamall draumur að rætast að sameina fólkið sem er að berjast við sameiginlega ógn. Ég hef verið í smá fríi frá baráttunni og á lítinn heiður af þessari ráðstefnu nema helst að dreyma um hana fyrir nokkur árum þegar SI var í startholunum … Verð að segja að eftir að taka þátt í þessari ráðstefnu þá er ég enn sannfærðari um mikilvægi þess að gera eitthvað og að gera eitthvað núna… ég er aftur mætt til leiks að fullum krafti og er það sérstaklega dásamlegt að sjá hvað margir eru núna tilbúnir að gera eitthvað….
áfram við:) enda af allt of mörgum verkefnum að taka…. við getum öll gert eitthvað til að koma í veg fyrir þessar hörmungar… sem yfirvofandi eru… takk Gunna fyrir að vekja athygli á þessum fréttafluttningi…

#3 Elísabet Jökusdóttir – mánudagur 9. júlí, 2007 klukkan 20:34:11

Til hamingju með ráðstefnuna. Ótrúlega flott. Flottara en öllu gleðitárum tekur. Er ekki hægt að fá Andra tilað skrifa grein um hana.

#4 Hanna Steinunn – mánudagur 9. júlí, 2007 klukkan 20:47:53

Ég er erlendis og leitaði dauðaleit að fréttum af ráðstefnunni sem að mínu viti markar tímamót. Heimsráðstefna á Íslandi gegn óvæginni aðför stórfyrirtækja að náttúruperlum heims. Undarlegt að sjá enga umfjöllun neins staðar.
En mér er spurn hverjir voru það sem voru þá með fjandsamlegan fréttaflutning? Sjónvarpið?
Væri hægt að biðja ykkur sem sóttuð ráðstefnuna að flytja fréttir?

#5 Einar – mánudagur 9. júlí, 2007 klukkan 23:16:39

Frétt Sjónvarps er hér: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338358/7

#6 Elísabet Valdimarsdóttir – þriðjudagur 10. júlí, 2007 klukkan 16:03:24

já, þetta er annsi einstrengingsleg umræða í fjölmiðlum. En vonandi fer það að breytast. Takk fyrir umfjöllunina hér.

#7 Friðrik Þór – miðvikudagur 11. júlí, 2007 klukkan 09:41:38

Furðuleg umræða hér. Umrædd frétt Sjónvarpsins er á engan hátt bjöguð og hvergi klikkt út um „skæruliða við Kárahhnjúka“. Hví þessi lygi? Það sem er íslenskum umhverfisverndarsinnum til háðungar og skammar eru innfluttir mótmælendur á barnsaldri en þó sérstaklega trúðurinn „Reverend Billy“, sem koma óorði á náttúruvernd. Ég tek eftir því að enn hefur hér ekkert verið skrifað um „fjandsamlegan fréttaflutning“ af þeim fáránleika!

#8 Gunna – miðvikudagur 11. júlí, 2007 klukkan 10:17:50

Ég held að þú misskiljir etthvað samhengi hlutanna hér í umræðunni Friðrik Þór. Það er ekki endiega samhengi milli frétta hér og það sem vitnað er í belgskrifum eða tenglum á fréttir. Annars leyfi ég mér að gera gys að því að sumir illa upplýstir Íslendingar telji sig hafa rétt til að dæma fólk fyrir þjóðerni, aldur eða störf og vilji með því meina að það sé þess vegna óhæft til að mótmæla umhverfisspjöllum eða taka þátt í ráðstefnu sérfræðinga sem að ræða þessi mál af mikilli fagmennsku. Heimurinn er ein heild og það kemur öllum við hvernig umhverfismálin þróast.

#9 B Che Truganini – fimmtudagur 12. júlí, 2007 klukkan 10:04:54

Já, rétt hjá þér Guðrún !
Furðuskrif og dónaskapur sem berst frá þessum heilögu græðgissinnum. „Háðung og skömm“, Ha ?
Hverra ?

Flottur miðill, líklega gerður að mestu „í krafti kvenna“ ?

Kveðjur
BCT
ps
„Serverinn“ þinn er kominn með skjátitring, þegar farið er milli síða á nature.is?.

#10 Hanna Steinunn – fimmtudagur 19. júlí, 2007 klukkan 17:22:00

fréttin í Sjónvarpinu var stutt en ekki beint fjandsamleg. nema hvað aðeins stuttlega er fjallað um 3 erlenda fyrirlesara frá Trinídad, Suður Afríku og Indlandi og 2 þeir íslensku nafngreindir. en strax er talað um fyrirhuguðar mótmælabúðir og „beinar mótmælaaðgerðir“ sem sett er í samband við mótmælaðgerðirnar í fyrra.
það sem er gagnrýnanlegt er myndskeiðið sem sýnt er frá 1. ágúst 2006 – af handtöku.! hvað sem þeim á fréttastofu Sjónvarps gengur til með því…
og síðan er fjallað Boeing 787 Dreamliner sem er hreint ekki úr áli, ó nei flugvélin er úr trefjagleri og því léttari…

#11 Gunna – fimmtudagur 19. júlí, 2007 klukkan 19:27:16

Yfirsögnin sem ég valdi fyrir fréttina var byggð á fjölmörgum yfirsögnum í dagblöðum í aðdraganda ráðstefnunnar og ekki var átt sérstaklega við eina sérstaka fréttaumfjöllun.

#12 Hanna Steinunn – fimmtudagur 19. júlí, 2007 klukkan 20:41:06

ég skil.
…því sjónvarpsfréttin er ágætlega unnin fyrir utan síðasta myndskeiðið, sem er afar sennilega valið af öðrum en þeirri sem semur fréttina. sú er nefnilega vandvirk í umfjöllun og skýr.
það hefði verið fróðlegt að safna þessum fyrirsögnum, sem þú talar um, saman og skella þeim á vefinn. væri það hægt? dagblöðin geta þá séð sjálfa sig í þeim spegli!

#13 Gunna – föstudagur 20. júlí, 2007 klukkan 12:23:55

Það er í raun lítið mál að fara í gegnum blöðiin en til að gera almennilega umfjöllun um hvernig fréttir hafa verið orðaðar þar sem fólk er quasi bendlað við hryðjuverkastarfsemi með því að halda ráðstefnur eða mæta á uppákomur. Það væri efni í heila ritgerð fyrir íslenskufræðing eða nema í fjölmiðlafræðum. Mótmæli eru ekki bönnuð í lýðræðissamfélögum og tjáning á skoðunum má aldrei vera úthrópað sem glæpir eða „andþjóðfélagslegur“ verknaður. Þetta er rosalega hættulegt og minnir á tímabil í sögunni eins og t.d. McCarthy-tímabilið. Fréttamiðlar verða að vara sig á því að misbeyta ekki valdi sínu og gera æsifréttir á þennan hátt.

#14 Hanna Steinunn – laugardagur 21. júlí, 2007 klukkan 07:16:24

vandamálið eru íslenskir fjölmiðlar. enginn þeirra er frjáls eða óháður. fjölmiðlafólk vantar forvitni og tíma. vinnuaðstæður eru tímaskortur. myndir eru yfirleitt teknar af ljósmyndurum sem mæta þrjár mínútur til að taka myndir og þeir falla yfirleitt í þá gryfju að taka myndir af fólki sem það þekkir í sjón. þetta eru eins konar „fjölskyldumyndir“. þeir taka svo lítið af frumlegum myndum, fallegum myndum eða lýsandi myndum. þeir standa svo stutt við og ekki nógu lengi við til að taka alvöru mynd.
sá sem semur fréttina er sjaldnast til frásagnar eins og það heitir því hann var ekki á staðnum og þá hefur hann lánaðar myndir og fréttatilkynningar til að vinna með. með öðrum orðum fjölmiðlafólk er með rasssæri af því að sitja sem fastast. þá skortir tíma.
sjálfhverfa fjölmiðlafólks er annað vandamál. ef þið farið inn á http://blad.is/ sjáið hvað margt á þeirri síðu fjallar um þá sjálfa… þeir virðast hafa mest áhuga á sjálfum sér!

Síður: 1 2

Náttúruvaktin