júl 24 2008
1 Comment

Myndir frá fyrirlestri Samarendra Das og Andra Snæs Magnasonar

Um 90 manns mættu á ráðstefnu Saving Iceland í Reykjavíkur Akademíunni í gærkvöldi, Miðvikudaginn 23. Júlí. Fram komu indverski rithöfundurinn og sérfræðingur um áliðnaðinn, Samarendra Das ásamt Andra Snæ Magnasyni, höfundi Drauamlandsins. Þeir fjölluðu um áhrif álframleiðslu í þriðja heiminum og hina fölsku goðsögn um svokallaða ‘hreina og græna’ álframleiðslu. Myndband frá ráðstefnunni er í undirbúningi og mun birtast hér við fyrsta tækifæri.

Þriðjudaginn 21. Júlí hélt Samarendra fyrirlestur um tengsl álframleiðslu og stríðsrekstri. Fundurinn fór fram í Friðarhúsi Samtaka Herstöðvarandstæðinga og var mjög vel sóttur. Í kvöld heldur hann svo fyrirlestur í Keflavík.

Frekara lesefni:

One Response to “Myndir frá fyrirlestri Samarendra Das og Andra Snæs Magnasonar”

  1. Magnús Þór skrifar:

    Umfjöllun á Mbl.is, Fjölmenni á Saving Iceland fundi:

    Fundur á vegum Saving Iceland samtakanna fer nú fram að viðstöddu fjölmenni í Reykjavíkur Akademíunni.

    Á fundinum koma fram Samarendra Das, indverskur rithöfundur, og aðgerðasinni , og Andri Snær Magnason, rithöfundur.

    Á vef samtakanna kemur fram að Samarendra muni aðallega fjalla um áhrif álframleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og Andri muni brjóta á bak aftur goðsögnina um svokallaða græna álframleiðslu.

Náttúruvaktin