'RVK-9' Tag Archive

jan 28 2011

Glæpavæðing mótmæla


Helga Katrín Tryggvadóttir
Hugsandi.is

There is still value, I believe, in attempting to „speak truth to power“.

Þetta sagði mannfræðingurinn Nancy Scheper-Hughes og átti þá fyrst og fremst við að það væri skylda mannfræðinga að segja sannleikann frammi fyrir valdinu. En þessi orð eiga ekki bara við um mannfræðinga, heldur okkur öll. Það er mikilvægt að við sammælumst um það að frammi fyrir óréttlæti sé nauðsynlegt að þegja ekki. Með því að þegja, og líta undan, erum við í raun að samþykkja það og í því felst möguleikinn á glötun mannkyns. Read More

jan 21 2011
2 Comments

Ímynduð Eco-hryðjuverkaógn og árásir lögreglu á undirstöður lýðræðisins


Freedomfries


Það er löngu kominn tími til að við Íslendingar tökum til endurskoðunar hvernig rætt er um aktívista almennt og sérstaklega umhverfisaktívista. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að þessi umræða hefur einkennst af ákveðinni móðursýki og fórdómum. Fyrir nokkrum árum var mikið talað um „atvinnumótmælendur“ – og í kommentakerfum og á moggablogginu er alltaf hægt að ganga út frá því sem vísu að finna einhverja kjána sem þykjast vita allt um að vestrænum samfélögum stafi alvarleg ógn af öllum þessum ungmennum – að hér séu á ferð hættulegir róttæklingar sem séu allt eins líklegir til að grípa til ofbeldisverka til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Read More

júl 02 2010

Skófla er skófla, kúgun er kúgun


Ólafur Páll Sigurðsson

Umhverfishreyfingin Saving Iceland lýsir yfir fullri samstöðu með sakborningunum níu í Reykjavík (RVK9), sem eiga á hættu allt frá eins árs til sextán ára fangelsisvist fyrir að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla skammarlegu þjóðþingi, 8. desember 2008.

Þessir níumenningar hafa verið valdir úr þeim þúsundum manna sem felldu fyrri ríkisstjórn með mótmælum sínum, ríkisstjórn sem vegna spillingar og getuleysis bar ábyrgð á þeirri sögulegu kreppu sem enn þjakar íslenskt samfélag. Skýrsla hinnar sérstöku rannsóknarnefndar (SIC – viðeigandi skammstöfun) hefur nú staðfest að þessi ríkisstjórn lék lykilhlutverk í þeirri valdníðslu sem hafði í för með sér algjört hrun hins íslenska hagkerfis og var lykilafl í þeirri alvarlegu spillingu, lýðræðisbresti og siðferðiskreppu sem síðan hefur komið í ljós að voru duldar orsakir hins algjöra lánleysis íslensks lýðræðis.

Að stimpla pólitíska andstæðinga sem glæpamenn, jafnvel þá sem beita ofbeldislausri, borgaralegri óhlýðni, er gömul aðferð til að afvegaleiða, notuð af kúgunarríkjum um allan heim. Þessi pólitíska kúgunaraðgerð er í æpandi mótsögn við hræsnisfullar yfirlýsingar um að ‘axla ábyrgð’ og ‘læra af reynslunni’ sem flokkarnir sem bera ábyrgð á kreppunni hafa gefið. Svo sagan endurtaki sig ekki, ættu Íslendingar að taka mjög alvarlega þá kerfisbundnu misbeitingu valds sem hefur orðið uppvíst að er rótföst í valdakerfinu og ekki láta beina sök þeirra að níumenningunum og öðrum mótmælahreyfingum.

Read More

maí 20 2010
1 Comment

Íslenska umræðuplanið


Rvk9Hvernig fjölmiðar og aðrir dómarar götunnar hafa dæmt nímenningana fyrirfram

Þann 8. desember 2008 fóru þrjátíu manns inn í Alþingishúsið. Tveir einstaklingar, af sitthvoru kyni, fóru upp á þingpalla og hvöttu þingmenn til að koma sér út úr húsi sem þjónaði ekki tilgangi sínum lengur. Aðrir voru stöðvaðir í stigaganginum, þeim var hótað piparúðun og lentu síðar meir sumir í stimpingum við lögreglu og þingverði. Nokkrir voru handteknir, yfirheyrðir og svo sleppt – þinghald tafðist um klukkustund. Rúmu ári seinna var níu einstaklingum – undirritaður þar með talinn – stefnt af Láru V. Júlíusdóttur, settum ríkissaksóknara, meðal annars fyrir árás gegn sjálfræði Alþingis. Refsiramminn sem héraðsdómaranum Pétri Guðgeirssyni er gert að dæma okkur eftir, er eins árs til lífstíðarfangelsi. Read More

Náttúruvaktin