ágú 05 2009

Náttúran hannar sig sjálf – Skrifstofa HRV fær andlitslyftingu

 Aðfaranótt 30.júlí var ráðist gegn höfuðstöðvum HRV vegna þátttöku fyrirtækisins í eyðileggingu á náttúru Íslands.

HRV er fyrirtæki sem ber í miklum mæli ábyrgð á eyðileggingu náttúrunnar, ekki síður en ál- og orkufyrirtækin. Á vefsíðu sinni stærir fyrirtækið sig af því að vera ,,leiðandi í verkefnastjórnun og ráðgjöf til orkufyrirtækja hvað varðar álframleiðslu.”  HRV hefur tekið þátt í byggingu á álverum Alcoa, RioTinto-Alcan og Century Aluminium hér á Íslandi, auk Kárahnjúkavirkjunnar.  Samkvæmt fyrirtækinu sjálfu hefur það ,,aukið framleiðslugetu á áli um 700.000 tonn á ári á heimsmarkaði.”

Og það er ekki allt, HRV leggur verkefnunum líka til ,,umhverfismat og umhverfisvöktun, jarðtæknilega verkfræði og jarðfræði.”  Það þarf engan vísindamann til að sjá hversu gjörspillt tengsl HRV hefur við áliðnaðinn.  Það ynni gegn fjárhagslegum hagsmunum HRV að birta nokkuð annað en jákvætt umhverfismat þar sem framtíðarverkefni fyrirtækisins velta á útkomu þess.  Nýjasta verkefni HRV er álver Century Aluminium í Helguvík og fyrirtækið tekur skýrt fram að “meira sé í vændum.”

Kæra HRV, hvernig er þér unnt að kanna umhverfisáhrif nýrra verkefna sem munu hafa eyðileggjandi áhrif á náttúru og vistkerfi, svo sem álver eða virkjun, þegar þú á sama tíma þiggur peninga fyrir að hanna þau?

Við lögðum okkur fram um að vera skapandi, svo að hlustað yrði á okkur og í þeirri von að seinna stígi einhver fram sem geri jafnvel betur en við.  Aðfaranótt 30.júlí gjörbreyttum við hönnum byggingarinnar sem hýsir skrifstofur HRV.  Við skvettum fagurlitaðri málningu svo hátt upp á veggina að hún sést langt að og við skrifuðum skilaboð okkar stórum, svörtum stöfum á skínandi fínan innganginn.  Já!  Við límdum líka aðaldyrnar aftur með lími.

Fyrir Móður Jörð – Gegn kapítalisma!
Samstaða með Saving Iceland.


Náttúruvaktin