Author Archive

des 05 2009

Grænþvottur er nýja sjónarspilið!


Eftirfarandi grein mun birtast í þriðja tölublaði anarkistatímaritsins Svartur Svanur sem kemur út í desember.

Nú í desember fer fram fimmtánda lofstlagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, Cop15, í Kaupmannahöfn. Búist er við miklu andófi við ráðstefnunni og fölskum lausnum hennar við umhverfisvandamálunum sem steðja að jörðinni. Svartur Svanur fjallar um ráðstefnuna, græna sjónleikinn, loftslagsbreytingar, endurlífgun kapítalismans, grunnhyggna umhverfissinna, einkavæðingu, kúgun og aukið eftirlit.

Við viljum í fyrstu taka það fram að við erum hvorki vísindamenn né sérfræðingar í loftslagsbreytingum. Líklega værum við alls ekki viðriðinn andófið gegn COP15 loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna, ef sannleikurinn væri ekki sá að hinn stórkostlegi alþjóðlegi sjónleikur (e. spectacle) um loftslagsbreytingar snýst um endurreisn kapítalismans og alger yfirráð hans; endurlífgun stigveldisins, arðránsins, kynja-, kynhneigðar-, og kynþáttahyggjunnar, feðraveldisins, markaðs- og einkavæðingarinnar, kúgunarinnar, undirokuninnar, morðanna, lyganna og græðginnar.

Nú spyrja sig eflaust einhverjir hvort við höldum í alvöru að loftslagsbreytingar muni leiða til aukinnar kúgunar af hendi ríkisstjórna. Og hvers vegna þá að brjóta niður kapítalismann? Nú, við  skulum við útskýra hvers vegna. Með þessari grein ætlum við að hnýta saman nokkra enda og gera bráðnauðsynlegar tengingar varðandi loftslagsbreytingar. Read More

ágú 05 2009

Náttúran hannar sig sjálf – Skrifstofa HRV fær andlitslyftingu


 Aðfaranótt 30.júlí var ráðist gegn höfuðstöðvum HRV vegna þátttöku fyrirtækisins í eyðileggingu á náttúru Íslands.

HRV er fyrirtæki sem ber í miklum mæli ábyrgð á eyðileggingu náttúrunnar, ekki síður en ál- og orkufyrirtækin. Á vefsíðu sinni stærir fyrirtækið sig af því að vera ,,leiðandi í verkefnastjórnun og ráðgjöf til orkufyrirtækja hvað varðar álframleiðslu.”  HRV hefur tekið þátt í byggingu á álverum Alcoa, RioTinto-Alcan og Century Aluminium hér á Íslandi, auk Kárahnjúkavirkjunnar.  Samkvæmt fyrirtækinu sjálfu hefur það ,,aukið framleiðslugetu á áli um 700.000 tonn á ári á heimsmarkaði.”

Read More

ágú 04 2009

„Kæra Ísland: Fokk Jú! Bestu Kveðjur, Ál“ – Skilaboð á Hallgrímskirkju


Kæru Íslendingar,

Í morgun hengdum við, áliðnaðurinn, risastóran borða á Hallgrímskirkju, stærstu kirkju landsins, til að taka af allan vafa um hverjar fyrirætlanir okkar hafa verið öll þessi ár. Við sáum að grænþvottur og blekkingar eru óþarfar þar sem okkur hefur augljósalega tekist að sannfæra ykkur um ágæti stóriðjunnar.

Við vildum koma íslensku þjóðinni endanlega í skilning um að okkur stendur á sama um allt annað en okkar eigin hagsmuni -og að sjálfsögðu fjárhagslegan gróða. Okkur stendur á sama um afleiðingar gjörða okkar hvort sem það varðar fólk á Íslandi eða annarstaðar í heiminum. Enda hafa fjölmargir , bæði menn og dýr, orðið fyrir áhrifum af vinnu okkar víða um heiminn:

  • Menningarleg þjóðarmorð hafa verið framin á heilu ættbálkum frumbyggja þar sem þeir hafa þurft að flýja heimili sín og gefa lífsviðurværi sitt upp á bátinn vegna verkefna okkar; báxít-námugreftri, vinnslu á súráli, álframleiðslu og flutningi milli heimsálfa. (1) (2)
  • Umhverfisskemmdir og mengun fer sífellt vaxandi á meðan við reynum að seðja okkar botnslausu græðgi.
  • Hlutur okkar í stríðsrekstri og hergagnaiðnaði hefur leyft fjölmörgum að finna áhrifin af áli á eigin skinni. (3)
  • Við tökum ekki ábyrgð á neinum af þessum hlutum. (4) Read More

Náttúruvaktin