'Norðurál@isl' Tag Archive

maí 28 2010

Pólitísk íhlutun Magma og Norðuráls


Í fréttum Stöðvar 2 sl. laugardag var kostuleg frétt þess efnis að viðræður væru hafnar milli Magma Energy og Norður-áls um sölu á orku til álversins í Helguvík. Í viðtali við Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, kom fram að hann fagnaði því að hlutur Geysis Green Energy væri nú í höndum aðila sem sé kominn að HS Orku til langs tíma. Það hafi greitt fyrir því að samningaviðræður milli Norðuráls og HS Orku hafi komist á skrið að nýju.

Með fréttinni var gefið í skyn að nú sé að rofa til í orkumálum álversins. En hvað skyldi í raun vera á bakvið þessar svokölluðu viðræður? Í fréttinni kom í raun ekkert fram um viðræðurnar því staðreyndin er sú að þar er ekkert að frétta. Hér var sett á svið ómerkileg leiksýning af hálfu Magma og Norðuráls, tveggja fyrirtækja í eigu erlendra aðila, sem með þessu eru að hlutast til um íslensk stjórnmál. Sýninguna setja þau á svið fyrir velgjörðarmann sinn, bæjarstjórann í Reykjanesbæ, viku fyrir kosningar til sveitarstjórnar. Samkvæmt fréttinni virðist sem hér séu á ferðinni stórtíðindi í atvinnumálum Suðurnesjamanna. Og eins og venjulega sá fréttamaðurinn ekkert athugavert.
Read More

Náttúruvaktin