Yfirlýsing eftir ráðstefnu Saving Iceland 2007

Yfirlýsing þessi var rituð sameiginlega af fjölda fólks sem sótti fyrstu ráðstefnu Saving Iceland, ‘Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna’ sem fór fram í Ölfussi, 7. og 8. Júlí 2007. [Myndbönd frá ráðstefnunni: 1. hluti | 2. hluti]


Við erum samankomin í Ölfussi, Íslandi. Við erum manneskjur frá meira en fimmtán mismunandi löndum og fimm heimsálfum. Við erum hér til þess að deila reynslu okkur af stóriðju, stíflum, alþjóðlegum stórfyrirtækjum og öðrum þáttum hnattræns kapítalisma, á Íslandi, í Brasilíu, í Suður Afríku, Danmörku, Kanada, Englandi, Þýskalandi, Trindad og Tobago og fjölmörgum öðrum löndum.

Við erum ekki atvinnumótmælendur. Ólíkt vel launuðum starfsmönnum stórfyrirtækja sem reyna að selja þér stjóriðju, fær ekkert okkar greitt fyrir veru okkar hér. Við erum venjulegt fólk; kennarar, hjúkrunarfræðningar, námsfólk, starfsfólk í verslunum, feður og mæður, bræður og systur. Við erum hér því okkur er ekki sama. Íslensk öræfi eru einstök. Þau eru þau stærstu í Evrópu og ein af fáum ósnertu og villtu svæðum eftir í þessari heimsálfu. Fegurð þeirra og einstök sérkenni – eldur og ís – eru nógu góð ástæða til þess að verja þau og vernda. Það er verkefni hvers Íslendings, hvers Evrópubúa, hverrar manneskju…

Við erum alheims-íbúar í andstöðu við alþjóða fyritæki.

Okkur finnst það eftirtektarvert að í löndum okkar allra sjáum við alþjóðleg fyrirtæki fylgja sömu áætlunum, og við þjáumst af því. Um allan heim, í norðri og suðri, nú og áður fyrr, sjáum við sömu myndina; svarta, gráa og ljóta. Við sjáum sömu mynstrin, sköpuð af stjórfyrirtækjunum; mynstur eyðileggingar umhverfisins; algjörrar vanvirðingar fyrir mannréttindum; umhverfis sem óheilbrigt er að lifa í, umhverfis sem við viljum ekki ala börn okkar upp í lengur; eyðileggingar samfélaga. Mynstur spillingar og hagræðingar ríkisstjórna.

Við stöndum með hvoru öðru, við erum í sameiginlegri baráttu gegn sömu óvinum; ALCAN, ALCOA og CENTURY ALUMINUM.

Íslendingar – gleymið ekki því sem þessi fyrirtæki hafa gert og gera nú, gleymið ekki hvernig þetta fólk lýgur og mútar ríkisstjórn ykkar. Fólk frá Afríku, Suður Ameríku og annars staðar að úr heiminum segir við ykkur: Treystið þeim ekki! Ekki ganga í þessa gildru; þessa gildru síð-nýlendustefnu. Hún er gildra falskra loforða. Hvernig útskýrið þið fyrir börnum ykkar að þið hafið rústað þessu landi?

Sumir útskýra framfarir sem risastór verkefni, þróun á stórum mælikvarða. Alls staðar í heiminum hafa þessi verkefni orðið að stórslysum; félagslega, fjárhagslega og vistfræðilega. Framfarir eru samansafn marga, smárra lausna. Við ættum að leyfa þúsund blómum að blómstra.

Upplýsið ykkur sjálf. Gerið upp ykkar eigin hug. Sitjið ekki bara kyrr og látið eins og þið finnið ekki fyrir neinu. Þið verðið að taka ákvörðun.

Stíflur á Íslandi skapa einungis rafmagn í takmarkaðan tíma – þær eru ekki langtímalausnir. Uppistöðulónin losa gróðurhúsalofttegundir, rétt eins og álverin, í stórum skömmtum. Ál er alls enginn ‘grænn’ málmur. Ef þið samþykkið allar þessar verksmiðjur mun ykkar hluti Kyoto sáttmálans bráðna eins og snjór. Ef við horfumst ekki í augu við hættur loftslagsbreytinga verður veröld okkar ólifanleg.

Og hvers vegna allar þessar verksmiðjur? Fyrir hvað? Þið segið stolt frá því að Ísland sé herlaust og friðsamt land, en a.m.k. 30 % af áli er framleitt fyrir hergagnaiðnaðinn; fyrir heri, vopn og stríðsrekstur. Munuð þið leyfa eyðileggingu öræfanna, svo fólk geti sprengt hvort annað í loft upp? Eða viljið þið frekar fórna þeim fyrir framleiðslu Pepsí dósa?

Íslandi verður ekki fórnað svo öðrum stöðum verði bjargað. Álfyrirtækin munu halda áfram að reisa tortímandi álver í Suður Afríku og Trinidad, og allar stærstu ár Amazon svæðisins eru í hættu á að verða eyðilagðar með byggingu stórstíflna fyrir stóriðju.

Hvers vegna meira ál? Hvers vegna fleiri stíflur? Hvers konar heim munum við sitja uppi með og hvað munum við verða?

Við getum öll haft áhrif, vakið upp meðvitund og beitt þrýstingi. Farið með upplýsingar í skóla, farið með þær á vinnustaði ykkar og samfélög. Allir geta látið málið sig varða, burtséð frá stærð og stöðu, því öll erum við manneskjur. Upplýsið ykkur sjálf. Gerið upp ykkar eigin hug, því annars verður það gert fyrir ykkur.

Undirrituð;

Abigail Ley, Bandaríkin
Alona Kononovica, Litháen
Antje Hersrick, Þýskaland
Astrid Österreicher, Austurríki
Attillah Springer, Trinidad & Tobago
Bettine van Rijnswou, Holland
Birgitta Jónsdóttir, Ísland
Cirineu da Rocha, Movement of Dam Affected People MAB, Brasilía
Daniel Nemeryi, England
Einar Rafn Þórhallson, Ísland
Eric Duchemin, Nature Quebeq, Kanada
Gígja Sara Björnsson, Ísland/Frakkland
Gudmundur M.H. Beck, Ísland
Helen B, England
Jaap Krater, Holland
Joanna Pasol, Austurríki
Johann Óli, Fuglavernd, Ísland
Jón G. Hafsteinsson, Ísland
L. Maregele, Suður Afríka
Laura Lnakkoiun, Finnland
Mimi Sheller, Bandaríkin
Ólafur Páll Sigurðsson, Ísland
Patricia von Moravie, Þýskaland/Austurríki
Rebecca Evans, England
Rev. Billy Talen, Bandaríkin
Savitri D, Bandaríkin
Spring Exprit, Austurríki/Spánn
Trude Menrath, Þýskaland
Wouter vd Pool, Holland

…Og margir fleiri.

Myndir frá ráðstefnunni

Náttúruvaktin