maí 09 2006

Partí umhverfisverndarsinna 15. maí

Alþjóð er boðið í Partí þann 15. Maí við Nordica Hotel til þess að mótmæla þeirri stefnu sem ríkisstjórnin og frammámenn viðskiptalífsins hafa markað í iðnaðar og viðskiptamálum.

Hafið þið velt fyrir ykkur hvers vegna svo fáir mæta í íslensk mótmæli? Við höfum svarið við því. Það er vegna þess að þau eru svo leiðinleg og molluleg að þau eru betur fallin til þess að drepa niður baráttuandann fremur en hitt.

Einhverra hluta vegna virðist hafa skapast hefð fyrir því að íslenskir mótmælendur standi stirðir og þegi þunnu hljóði hvar sem þeir koma saman, og í okkar huga vekur það spurningar eins og: hver hlustar á þá sem þegja? Þessu viljum við breyta og höfum við því ákveðið að gera tilraun til þess þann 15. Maí. þegar The Economist heldur ráðstefnu sem kostuð er af ALCOA, FL Group, Landsbankanum og KOM (sjá nánar: http://www.ogmundur.is/news.aspid=658&news_ID=2601&type=one

Eins og sjá má í bæklingnum um ráðstefnuna sem birtist á heimasíðu Ögmundar Jónassonar byrjar ráðstefnan kl. 8 og þá ætlum við sem nú erum að undirbúa þetta partí að vera komin þar saman til að snæða morgunverð og undirbúa okkur fyrir langan og hávaðasaman dag. Mótmælin munu standa jafn lengi og ráðstefnan, frá 8 um morguninn til 7 um kvöldið. Ætlunin er að fá tónlistarmenn til að troða upp og vera með nokkra gjörninga og fleira.

Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Hér á eftir fylgja nokkur atriði sem við viljum benda fólki á að kynna sér:

Við styðjum og tökum jafnvel þátt í beinum aðgerðum. Beinar aðgerðir miða að því að hindra stofnanir, einstaklinga eða samtök í að framkvæma það sem maður er ósáttur við með öllum tiltækum ráðum.
Við erum andvíg ofbeldi og lítum ekki á það sem tiltækt ráð. Ofbeldi skilgreinum við sem skaðlega aðför að einstaklingi. Önnur úrræði styðjum við innilega.
Við lítum ekki á borgaralega óhlýðni sem skaðlega aðför að einstaklingi. Hún getur m.a. falist í því að mála á vinnuskúra, hlekkja sig við vinnuvélar, mótmæla á skrifstofum, hunsa fyrirmæli lögreglu eða öryggisgæslu, klippa iðnaðaráróður, æpa, bölva, steita hnefa eða með öðrum hætti að tefja, trufla og pirra þá sem framkvæma alvarlega glæpi gegn fólki og náttúru.

Það sem jafnan er gott að hafa með sér á mótmæli er:

· Skilti, borðar, leikmunir eða annað sjónrænt
· Flautur, ýlur, trommur, lúðrar…
· Myndavélar
· Klæði við hæfi
· Nesti, drykkur og baráttuandi

Það sem EKKI er gott að hafa meðferðis:

Áfengi og/eða önnur vímuefni
Hníf eða önnur vopn
Þras og leiðindi varðandi aðferðir okkar
Vonda skapið

Frekari upplysingar um thessi motmaeli og onnur ma finna a: www.baratta.blogdrive.com

No Responses to “Partí umhverfisverndarsinna 15. maí”

 1. Nafnlaust skrifar:

  I feal compelled to give the foreign readers of this page some explanation about this text. It is an add for a party that took place in front of Nordica Hotel 15 May. The party was organized as a protest against a meeting inside the hotel that in our mind was simply one step towards literally selling our land and nature to careless foreign investors.

  The conference was held by The Economist and sponcored by Alcoa and other companies.

  The Economist for some reasons has lost most of their faithfull readers since the year 2000. As I have newer read that paper I shall not try to explain why, but if the experience from this conference is tipical, I am not surpriced that their star is falling.
  In a leaflett about the conference they stated that Iceland has enough green energy to drive all of Europe (the truth is that if we damed ewery river in Iceland we might have enough to drive about 1% of Europe).

  The protest went on loudly, yet very peacefully, and it was a good change from the Icelandic way of standing silently around for half an hour like sheeps waiting to be buchered.

  The first protestors showed up around nine in the morning but as time went on more and more people blended in. When it was going well we counted about 30 people and I guess around 40 participated all in all. We had some food with us as well as a small soundsystem and so we were able to play our own music, read poetry and hold speaces.
  Nordica Hotel is located by one of the haviest traficlines in Reykjavík and soon we started flassing signs asking the drivers to hoot theyr horns in our support. Hundreds of people showed us thumbs up and hooted.

  While many of us were young people in highschool, college or university we still had a wide range of agegruops. The MFÍK (The Icelandic Womens Movement For Culture And Peace) showed up and as one of them put it „the oldest generation and the youngest unite in the struggle“. To me it was higly rewarding that my grandmother came and partied with us.

  The protest ended after the conference was ower when it was close to 7 in the evening. We now hope that by offering unity with the drivers we have incourreged people to protest on their own and we are looking forward to the protests in the 24th and 27th of may.

  The fight agains the industrialisation of Iceland continues!

 2. emma skrifar:

  Vill nokkur aðstoða?

  Okkur vantar aðstoð við skipulagningu og framkvæmd mótmælanna við Nordica Hotel þann 15. Maí. VIð lýsum eftir hverjum þeim sem getur orðið að liði. Hér eru nokkur atriði sem okkur vantar hjálp við. Hafið samband ef þið viljið: baratta@visir.is

 3. Uppákomur: Við viljum helst hafa sem fjölbreyttasta dagskrá og þess vegna lýsum við eftir einstaklingum eða hópum sem vilja og sjá sér þess fært að troða upp með tónlist, dansi, ræðuhöldum, ljóðaflutningi, gjörningum eða öðrum hætti. Hafa ber í huga að það er ekki víst að við náum að setja upp hljóðkerfi og því er best ef fólk verður þess viðbúið að troða upp rafmagnslaust.

  Matur: Við hvetjum alla til að mæta með mat og drykk (óáfengan). Við verðum með grill og prímus, en ef margir mæta, þá er ekki víst að við verðum með nóg pláss fyrir alla og því væri gott ef fleiri gætu mætt með eldunargræjur. Við munum bjóða upp á dýrindis grænmetissúpu og það væri frábært ef fleiri gætu séð sér fært að koma með mat sem þeir vildu deila með öllum sem taka þátt.

  Hljóðfæri og aðrar græjur: Við erum að reyna að koma okkur upp hljóðkerfi og hljóðfærum. Bæði þarf að vera sem allra best aðstaða til að spila tónlist og halda ræður, en einnig þurfum við að vopna alla mótmælendur með einhverjum hávaðagræjum. Hugmyndin er jú sú að koma skilaboðunum inn á fundinn og til þess þarf mikinn hávaða. Endilega mætið með ýlur og hrossabresti, trommur og lúðra, potta og pönnur….

  Auglýsingar: Það mætir enginn ef þetta er ekki auglýst. Nú þurfa allir sem vilja hjálpa okkur að birta þetta á vefsíðum sínum, gera dreifimiða og plaköt, stensla og límmiða og segja frá þessu sem víðast.

  Skilti og borðar. Það vantar fullt af skiltum og borðum með slagorðum. Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir um að smíða, mála og sauma. (Kannski verðum við með vinnustofu þegar nær dregur).

 4. Notið ímyndunaraflið og sjáið hvort þið getið orðið að liði.

Náttúruvaktin