'Orkustofnun' Tag Archive

jún 20 2019

Bitcoinvirkjun á sílikonfótum


Viðar Hreinsson

HVALÁ.IS

Nú hefur Skipulagsstofnun gefið grænt ljós á deiliskipulag sem leyfir rannsóknir vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Þessum rannsóknum fylgir gríðarlegt jarðrask á Ófeigsfjarðarheiði vegna vegalagningar og byggingar vinnubúða. Verði það gert er skaðinn skeður að nokkru leyti, víðernum heiðarinnar svo illa spillt að mörgum þyki ástæðulaust að hætta við. Hvalárvirkjun er óheillaverkefni byggt á hagnaðarvon, mistökum og rangfærslum og því er full ástæða til að rekja sögu þess í samhengi umhverfis og samfélags. Þessi grein er nokkuð löng, en skiptist í eftirtalda hluta:

• Skipulagður samdráttur er nauðsyn
• Opinbert stefnuleysi
• „Top gun“
• Raforka fyrir Vestfirðinga?
• Veikburða sveitarfélag og björgunin mikla
• Vönduð stjórnsýsla?
• Víðernin sem hverfa
• Arion banki og lífeyrissjóðir gegn víðernum?
• „Top Gun“ gegn Drangajökulsvíðernum
Read More

sep 24 2010

Komið að skuldadögum í Helguvík


Sigmundur Einarsson

Álbræðsla í Helguvík hefur verið töluvert til umræðu undanfarið vegna fyrirsjáanlegra tafa á afhendingu orkunnar. Skýringar hagsmunahópa eru allar á sama veg. Stjórnvöld bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu! HS Orka fær ekki leyfi til að stækka Reykjanesvirkjun! Seinagangur við afgreiðslu skipulagsáætlana! Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ lagður í pólitískt einelti! – O.s.frv.

Umfjöllun fjölmiðla er hefðbundin. Hvorki er vilji né geta til að fjalla um kjarna málsins og stjórnmálamenn óttast óvinsældir. Þeir eru hræddir um að verða kallaðir til ábyrgðar og þora ekki að viðurkenna að verkefnið hafi verið tálsýn frá upphafi.

Aðdragandinn

Þegar áform um dularfulla stálpípuverksmiðju í Helguvík gufuðu upp um miðjan þennan áratug var Norðuráli boðin þar aðstaða fyrir álbræðslu. Norðurál sló til og samdi um kaup á raforku. Skipulag og umhverfismat voru unnin fyrir álbræðslu, orkuver og háspennulínur. Svo kom kreppan og eyðilagði allt. Eða hvað?

Read More

ágú 31 2010

Fyrir og eftir Miðkvísl


Guðmundur Páll Ólafsson

… og svo sprakk dýnamítið og grjót og mold þyrlaðist yfir alla en áin söng á ný. Laxá var frjáls.

Einhvern veginn svona hljómaði lýsing af sprengingunni í Miðkvísl við Mývatnsósa þegar ólögleg stífla Laxárvirkjunar var rofin. Ég vildi að ég væri sekur og hefði átt virkan þátt í verknaðinum. En jafnvel þótt fyrrum formaður stjórnar Laxárvirkjunar lýsti því í ævisögu sinni, Sól ég sá, að ég hefði aðstoðað sprengjumenn þá var ég því miður erlendis þegar lýðræðissprengjan sprakk. Read More

des 31 1970

Hernaðurinn gegn landinu


Á gamlársdag árið 1970 birti Halldór Laxness grein í Morgunblaðinu, sem hann nefndi „Hernaðinn gegn landinu“. Tilefni greinarskrifanna voru hugmyndir á þeim tíma um framkvæmdir í Laxá og Norðlingaöldulón í Þjórsárverum. Greinin birtist síðar í bók höfundar Yfirskygðir staðir, sem kom út hjá Helgafelli árið 1971 og er sú útgáfa greinarinnar birt hér.

Af öfugmælanáttúru sem íslendíngum er lagin, kappkosta sumir okkar nú að boða þá kenníngu innan lands og utan, einkum og sérílagi þó í ferðaauglýsingum og öðrum fróðleik handa útlendíngum, að Ísland sé svo landa að þar gefi á að líta óspilta náttúru. Margur reynir að svæfa minnimáttarkend með skrumi og má vera að okkur sé nokkur vorkunn í þessum pósti. Hið sanna í málinu vita þó allir sem vita vilja, að Ísland er eina landið í Evrópu sem er gerspilt af mannavöldum. Því hefur verið spilt á umliðnum þúsund árum samtímis því að Evrópa hefur verið ræktuð upp. Nokkur svæði í miðjarðarhafslöndum Evrópu, einkum Grikkland, komast því næst að þola samanburð við Ísland að því er snertir spillingu lands af mannavöldum.

Read More

Náttúruvaktin