júl 22 2007

Vopnaveita Reykjavíkur? – Saving Iceland við ráðhús Reykjavíkur

Rio Tinto has used mercenary forces such as Sandline and Executive Outcomes. 

Rio Tinto utilized private mercenary forces Sandline and
Executive Outcomes through its joint venture Bougainville Copper with
the Papuan Govt.
(source 1 | 2).

Ná í fylgiskjal í pdf formi | Myndir frá aðgerðinni

Þegar þetta er skrifað er Orkuveita Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, að vinna að stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirhugað er að selja orku frá virkjuninni til Century og ALCAN-Rio Tinto til að knýja stækkanir á þeim álverum sem þegar eru til staðar í Hvalfirði og Hafnarfirði og fyrir nýjum álverum við Keflavík og Þorlákshöfn. 30% framleidds áls nýtist við vopnaframleiðslu.
Stækkun álvers Alcan í Hafnarfirði var hafnað með íbúakosningu og aðrar fyrirhugaðar álbræðslur á suðvesturhorninu er ekki búið að ákveða fyrir fast. Sitjandi ríkisstjórn segist vera andstæð frekari álbræðslum en enn er unnið að stækkun á Hellisheiði fyrir 23 milljarða króna. Íslensku þjóðinni verður þröngvað til að borga brúsann. Þegar stækkuninni er lokið verður ísland neytt til að reisa fleiri álbræðslur því raforkuna verður að selja til að fá höfuðstólinn tilbaka. Í millitíðinni borga gróðurhúsbændur tvöfalt meira en Century fyrir rafmagn.
Fyrirtækin sem hagnast á þessu eru kunn að mannréttindabrotum og umhverfisglæpum.

References for this information can be found on:
/?p=857
/hengill
/?p=841

ALCAN-RIO TINTÓ
Alcan er nú hluti af Ríó Tintó. Alcan hefur sjálft séð breska og evrópska vopnaiðnaðinum fyrir áli. Fyrirtækið hefur skelfilega sögu um umhverfisspjöll og er að reisa álbræðslu í S-Afríku sem knúin eru með kjarnorkuverum og kolaverum. Rió Tintó er eitt af viðbjóðslegustu fyrirtækjum í heimi, þekkt fyrir að leigja málaliða eins og Sandhill og �Executive Outcomes� sem hafa slátrað frumbyggjum sem barist hafa gegn námavinnslu, t.d. í Bougainville (nærri Papúa Nýju Gíneu).

ALCOA
Alcoa er stærsti söluaðili áls til bandaríkjahers og framleiðir beint skriðdreka, flugvélar og flugskeyti sem notuð er í stríðinu í Írak. Alcóa eru að byggja nýjar álbræðslur í Brasilíu og Trinidad. Fyrirtækið vill reisa amk sjö nýjar virkjanir á Amazonsvæðinu og þar með drekkja stórum hlutum af regnskóginum.

Fleiri virkjanir
Alcoa vill reisa nýja álbræðslu við Húsavík, Century-Rusal við Helguvík, Alcan-Rio Tintó og Norsk Hydro við Þorlákshöfn og Alcan-RioTinto enn í Hafnarfirði, jafnvel þó að stækkuninni hafi verið hafnað í kosningu.
Fari þessi plön eins og fyrirtækin vilja mun þurfa að virkja allar jökulár landsins til að næg orka sé til staðar. Það myndi eyðileggja hina einstöku náttúrumynd Íslands.
Landsvirkjun mun í vetur hefja vinnu við að reisa tvær stíflur í Þjórsá til að skapa orku fyrir Alcan og Alcoa.

HÖLDUM ÞEIM FJARRI!
Við getum valið hvort að Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun og Orkuveita Suðurnesja eiga að selja orku til þessara stórfyrirtækjabófa. Látið ykkar sveitarstjórnarfólk vita að þið viljið ekki að ykkar eigið orkufyrirtæki eigi viðskipti við Alcoa, Alcan-Rió Tintó og Century-Rusal.

Náttúruvaktin