júl 20 2008
1 Comment

23. Júlí – Samarendra Das og Andri Snær í Reykjavíkur Akademíunni

Miðvikudaginn 23. júlí fer fram ráðstefna á vegum Saving Iceland í Reykjavíkur Akademíunni. Á ráðstefnunni mun koma Samarendra Das, sem er indverskur rithöfundur, aktívisti og sérfræðingur um áliðnaðinn, ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi.

Samarendra mun aðallega fjalla um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og Andri munu brjóta á bak aftur goðsögnina um svokalla ‘græna álframleiðslu.

Síðasta sumar stóð Saving Iceland fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni ‘Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna’ á Hótel Hlíð í Ölfussi, þar sem Andri Snær koma m.a. fram ásamt gestum frá fimm heimsálfum; m.a. frá Trindad og Tobago, Suður Afríku, Brasilíu og öðrum löndum. Samarendra Das var meðal fyrirhugaðra ráðstefnugesta en þurfti því miður að afboða komu sína á síðustu stundu. Saving Iceland er því ánægt að hafa loks tækifæri til að bjóða Samarendra til landsins.

Fyrirlesturinn mun fara fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 og hefst kl. 19:30Suggested Links:

One Response to “23. Júlí – Samarendra Das og Andri Snær í Reykjavíkur Akademíunni”

  1. Jaap skrifar:

    MBL.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/23/fjolmenni_a_saving_iceland_fundi/

    Fundur á vegum Saving Iceland samtakanna fer nú fram að viðstöddu fjölmenni í Reykjavíkur Akademíunni.

    Á fundinum koma fram Samarendra Das, indverskur rithöfundur, og aðgerðasinni , og Andri Snær Magnason, rithöfundur.

    Á vef samtakanna kemur fram að Samarendra muni aðallega fjalla um áhrif álframleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og Andri muni brjóta á bak aftur goðsögnina um svokallaða græna álframleiðslu.

Náttúruvaktin