júl 27 2008
2 Comments

Samstöðuaðgerðir á Ítalíu og í Sviss

Síðastliðna viku áttu sér stað nokkur samstöðumótmæli í Sviss og á Ítalíu; þar sem stuðningi og samstöðu var lýst yfir með baráttu Saving Iceland fyrir verndun íslenskrar náttúru og vistkerfa út um allan heim.

Sviss – Höfuðstöðvar Alcoa í Geneva
Miðvikudaginn 23. Júlí voru mótmæli við höfuðstöðvar Alcoa í Geneva, í Sviss. Tilgangurinn var að setja pressu á Alcoa og sýna samstöðu þeim sem nú taka þátt í aðgerðabúðum Saving Iceland hér á landi. Bæklingum um stöðu mála hér á landi var dreift til starfsfólks og þáttaka fyrirtækisins í hergagnaframleiðslu og stríðsrekstri fordæmd.

Þremur þeirra sem stóðu að mótmælunum var boðið að fara inn og ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins. Samræðurnar einkenndust auðvitað af ólíkum sjónarmiðum þeirra sem annars vegar sátu fyrir aftan skrifborðið og hins vegar þeirra sem sátu fyrir framan.

Gagnrýninni varðandi hergagnaframleiðslu Alcoa svöruðu þeir þannig að vörur fyrirtækisins væru fyrst og fremst notaðar til að vernda og verja mannslíf – gjörsamlega þvert á það sem segir á heimasíðu fyrirtækisins (Nánari upplýsingar og heimildir um hergagnaframleiðslu Alcoa má lesa um finna hér). Um fundinn segir m.a. í bréfi frá þeim sem stóðu að aðgerðunum:


,,Þeir reyndu að láta halda því fram að fyrirtækinu sé annt um umhverfið og vinni með umhverfisverndarsamtökum. Þeir sögðu okkur að eitt sinn hafi WWF og Greenpeace verið álíka róttæk og við, en hafi nú snúist í aðgerðum sínum og vinni með stórfyrirtækjunum í stað þess að vinna gegn þeim. Þeir sögðuðst vona að einn daginn myndum við finna sameiginlegan grunn til að vinna saman.”
Orð þeirra sanna að viðvera okkar fyrir utan skrifstofur þeirra var þeim óþægileg.”

Nánari upplýsingar og myndir fá finna hér.

Sviss – Höfuðstöðvar Glencore í Baar
Föstudaginn 25. Júlí voru mótmæli fyrir utan höfuðstöðvar Glencore í Baar, Sviss. Glencore stofnaði Century Aluminum árið 1995 og er enn í dag stærsti eigandi Century auk þess að vera helsti viðskiptavinur fyrirtækisins.

Þeir sem stóðu að aðgerðunum lýstu yfir andúð sinni á eyðileggingu einstakrar náttúru Íslands, en einnig samstöðu með verkafólki í kolanámum Glencore í Kólumbíu. Í bréfi frá þeim segir m.a.:

,,Glencore hefur aftur og aftur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum síðasta hálfa árið, og hlaut meira að segja verðlaunin Public Eye Swiss Award, sem versta fyrirtækið. Upp á síðkastið hafa átt sér stað þrjár mótmælaaðgerðir gegn mannréttindabrotum fyrirtækisins á starfsfólki í kolanámum þess í Kólumbíu.

Nánari upplýsingar og myndir má finna hér.

Auk þess voru bréf send til ræðismanna Íslands og sendiherra í Bern, Zurich og Geneva. Nánari upplýsingar og myndir hér.

Ítalía – Impregilo í Mílan og Sendiráð Íslands í Róm
Mánudaginn 21. Júlí áttu sér stað mótmæli fyrir utan íslenska sendiráðið í Róm og daginn eftir áttu sér stað tvær aðgerðir; önnur fyrir utan íslensku ræðismannaskrifstofuna í Mílan og hin við höfuðstöðvar Impregilo í Sesto San Giovanni, nálægt Mílan. Í bréfi frá þeim sem stóðu að mótmælunum segir m.a.:

,,Á meðan mótmælunum stóð fordæmdum við þáttöku Impregilo í eyðileggingu Kárahnjúkasvæðisins og sögðum frá framkvæmdunum í heild sinni, sem og frá sögu Impregilo út um allan heim; en hún er alltaf sú sama! Aftur og aftur sama eyðileggingin – sama ofbeldið! Við sögðum frá hergagnaframleiðslu Alcoa Defense og stóriðjuvæðingu íslensku ríkisstjórnarinnar.

Einnig var sett upp vefsíða á ítölsku um baráttuna gegn stóriðjuvæðingu Íslands.

Nánari upplýsingar og myndir má finna hér.

Nánari upplýsingar:
savingiceland@riseup.net
www.savingiceland.org

2 Responses to “Samstöðuaðgerðir á Ítalíu og í Sviss”

 1. Björn skrifar:

  LÉLEG VINNUBRÖGÐ… SKILABOÐIN MÍN voru þurkuð út af síðunni hjá Saving Iceland.

  Ég er að velta fyrir mér einu… Ég er hef verið að leggja inn málefnalega umræðu um gang mála hjá Savign Iceland og það er búið að eyða þeim öllum út?

  Þó svo að þau hafi verið í ögn neikvæðum dúr þá finnst mér það sýna best vinnubrögðin ykkar að þið skulið eyða þeim út.

 2. Sigurður Magnússon skrifar:

  Er þér ekki bara farið að líða eins og rödd unhverfisverndar í íslensku fjölmiðlaeyðimörkinni þar sem aðeins ein skoðun fær nánast allt plássið og það litla sem sleppur í gegn af gagnstæðum rökum er annað hvort skorið svo niður eða rifið úr samhengi að það kemst varla óbrenglað til skila. Ef það þá upp á annað borð fer ekki beint í ruslatunnuna hjá fréttastofunum einsog flestar fréttailkyninningar frá SI sem eru þó oftast afskaplega vel unnar og rökstuddar.

  Ég vinn ekki við þennann vef en get samt vel hugsað mér að þessa dagana hafi SI fólk annað og betra að gera með tímann en að sinna einhverjum nördum sem hafa annað að gera með sinn tíma en að hanga yfir því hvort einhver nenni að svara skilaboðunum þeirra eða hvort þau lifi yfirleitt biðina af!

  En úr því þú átt eitthvað vantalað við SI hversvegna liftir þú þá ekki fleskinu frá netinu og ferð í heimsókn til þeirra í búðirnar???

  Áfram Saving Iceland!!

Náttúruvaktin