ágú 04 2009

„Kæra Ísland: Fokk Jú! Bestu Kveðjur, Ál“ – Skilaboð á Hallgrímskirkju

Kæru Íslendingar,

Í morgun hengdum við, áliðnaðurinn, risastóran borða á Hallgrímskirkju, stærstu kirkju landsins, til að taka af allan vafa um hverjar fyrirætlanir okkar hafa verið öll þessi ár. Við sáum að grænþvottur og blekkingar eru óþarfar þar sem okkur hefur augljósalega tekist að sannfæra ykkur um ágæti stóriðjunnar.

Við vildum koma íslensku þjóðinni endanlega í skilning um að okkur stendur á sama um allt annað en okkar eigin hagsmuni -og að sjálfsögðu fjárhagslegan gróða. Okkur stendur á sama um afleiðingar gjörða okkar hvort sem það varðar fólk á Íslandi eða annarstaðar í heiminum. Enda hafa fjölmargir , bæði menn og dýr, orðið fyrir áhrifum af vinnu okkar víða um heiminn:

  • Menningarleg þjóðarmorð hafa verið framin á heilu ættbálkum frumbyggja þar sem þeir hafa þurft að flýja heimili sín og gefa lífsviðurværi sitt upp á bátinn vegna verkefna okkar; báxít-námugreftri, vinnslu á súráli, álframleiðslu og flutningi milli heimsálfa. (1) (2)
  • Umhverfisskemmdir og mengun fer sífellt vaxandi á meðan við reynum að seðja okkar botnslausu græðgi.
  • Hlutur okkar í stríðsrekstri og hergagnaiðnaði hefur leyft fjölmörgum að finna áhrifin af áli á eigin skinni. (3)
  • Við tökum ekki ábyrgð á neinum af þessum hlutum. (4)

Ennfremur er vert að minnast á hversu ánægjulegt það er að vinna með íslenskum stjórnvöldum – að fá einhverja ódýrustu orku í heimi og tækifæri til að nýta náttúruauðlindir og vinnuafl í landinu án þess að gefa nokkuð í skiptum lætur okkur finnast við mjög velkomin. (5) (6)

Að nýta landið og einfeldningshátt fólksins sem hér býr til að maka eigin krók er næstum of auðvelt. Við erum enda þakklát fyrir hversu vel samstarfið hefur gengið og höfum ekki annað í hyggju en að halda áfram uppteknum hætti.

Ef það eru ennþá einstaklingar á þessu landi sem ekki eru sammála aðferðum okkar þá höfum við aðeins eitt að segja við þá: Fokk jú! Við erum komin hingað til að vera, og sættið ykkur við það!

Gróði, eyðilegging og dauði!
Ykkar einlæga, Ál

Tenglar og heimildir:
(1) Samarendra Das og Felix Padel, Agya, What Do You Mean by Development?, https://www.savingiceland.org/?p=1029&language=en – sjá einnig eftir sömu höfunda, Double Death – Aluminium’s Links with Genocidehttps://www.savingiceland.org/?p=602&am…
(2) Heimasíða Survival International um Dongria Kondh ættbálkinn í Orissa, Indlandi, http://www.survival-international.org/tribes/dongria
(3) Alcoa Defence, http://www.alcoa.com/defense/en/home.asp
(4) Í grein eftir Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa, fullyrðir hún að Alcoa framleiði einungis ál en hafi ekkert með það að segja hvað úr því verður. Greinin var svar við greinum þar sem Alcoa er sagt vera hergagnaframleiðandi. Með því einu að skoða heimasíðu Alcoa Defence má sjá að Alcoa er stoltur samstarfsaðili rsins og annarra bandaríska stærri vopnaframleiðenda. Þetta er hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem yfirmenn eða starfsmenn Alcoa á Íslandi reyna að breiða yfir staðreyndir um fyrirtækið. Grein Ernu má finna hér: http://www.alcoa.com/iceland/ic/news/whats_new/2008/2008_06_bjork.asp
(5) An Agency of Industry and Energy and the National Power Company (1995), bæklingurinn Lowest Energy Prices!! In Europe For New Contracts
(6) Frétt á ruv.is http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item291814/

Náttúruvaktin