Author Archive

jún 27 2011

Íslenskt háskólasamfélag og róttækni


„Ef Íslenskt háskólasamfélag væri eitthvað í líkingu við hið bandaríska myndi maður ætla að í samtökum á borð við Saving Iceland, Attac eða No Borders væru nokkrir háskólaprófessorar,“ er meðal þess sem Magnús Sveinn Helgason segir í grein sem upphaflega birtist á Smugunni.

Í síðustu viku skrifaði Páll Vilhjálmsson arfavitlausan bloggpistil um að íslenskt háskólasamfélag einkenndist af “vinstrihjarðmennsku”, og tíndi til ýmis undarleg rök sem áttu að styðja þá skoðun. Meðal annars að íslenska háskólasamfélagið hefði gerst “þjónustustofnun fyrir atvinnulífið”, og að háskólamenn hefðu almennt dásamað útrásina og útrásarvíkinga. Og þó sérstaklega Baug.

Skrif Páls voru til komin vegna ummæla Lilju Mósesdóttur á Facebook um að ákveðin hjarðmennska einkenndi íslenska háskólamenn. Páll vildi hins vegar vera ósammála Lilju um hverskonar hjarðmennska einkenndi háskólasamfélagið. Read More

maí 20 2011
5 Comments

Undanbrögð og yfirhylmingar með blessun ráðherra


Yfirlýsing frá Saving Iceland vegna nýútkomnar skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra

Saving Iceland hreyfingin hefur skoðað nýbirta skýrslu ríkislögreglustjóra og hefur í fyrstu atrennu fram að færa nokkurn fjölda athugasemda þar að lútandi. Það er mikilvægt að það komi strax fram að okkur þykir miklum undrum sæta ef Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, ætlar að sætta sig við þá illa rökstuddu yfirhylmingu sem viðhöfð er með skýrslu ríkislögreglustjóra. Það sætir einnig furðu hversu yfirborðsleg og hreinlega röng greining ráðherrans, og um leið sumra helstu fjölmiðla landsins, hefur verið á skýrslunni.

Alvarlegasti meinbugur skýrslunnar er auðvitað sú staðreynd að algjörlega er vikið undan þeirri ábyrgð sem henni er formlega ætlað að axla. Einu upplýsingarnar sem raunverulega snerta á umfjöllunarefni skýrslunnar eru á bls. 12 þar sem segir að „trúnaðarupplýsingar“ hafi borist lögreglu um fyrirhuguð mótmæli frá bæði innlendum og erlendum „upplýsingagjöfum“ sem nýttar hafi verið til að skipuleggja viðbrögð lögreglu. Read More

maí 03 2011
2 Comments

Ný sönnunargögn sýna að lögreglan á Íslandi laug um afskipti sín af Mark Kennedy


Í kjölfar þess að fréttir um ólöglegar og leynilegar aðgerðir bresku lögreglunnar í íslenskri lögsögu birtust á síðum alþjóðlegra fjölmiðla í ársbyrjun 2011, spurðist Ríkisútvarpið fyrir um hvort íslenskum lögregluyfirvöldum hafi verið kunnugt um að breski lögreglunjósnarinn Mark Kennedy hafi laumast inn í Saving Iceland hreyfinguna. Samkvæmt RÚV neitaði lögreglan á Seyðisfirði og Eskifirði því að hafa haft nokkur „afskipti“ af Kennedy á meðan á mótmælunum gegn Kárahnjúkavirkjun stóð.

Saving Iceland hefur nú birt sönnunargögn sem sýna skírt að lögreglan á báðum þessum stöðum hefur ekki sagt satt um samskipti sín við Kennedy. Ljósmyndin sem fylgir þessari yfirlýsingu sýnir tvo íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy í mótmælaaðgerð Saving Iceland við Kárahnjúkavirkjun þann 26. júlí 2005. Myndin sýnir að íslenska lögreglan hafði svo sannarlega „afskipti“ af breska njósnaranum. Read More

apr 26 2011

Gleymum ekki að Alcoa er vopnaframleiðandi – Myndband!


Forsvarsmenn Alcoa á Íslandi hafa stöðugt neitað þeim ásökunum Saving Iceland og annarra andstæðinga fyrirtækisins um vopnaframleiðslu þess og tengsl við hergagna- og stríðsiðnaðinn. Í kjölfar ummæla söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur sama efnis, sem hún lét falla í tengslum við Náttúrutónleika hennar og Sigur Rósar í Laugadalnum sumarið 2008, skrifaði Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, grein í Morgunblaðið þar sem hún sagði gagnrýninina á misskilningi byggða því ál sé einfaldlega „notað í nær öll farartæki undir sólinni, þar á meðal herflugvélar og bíla, geimferjur og eldflaugar.“ Erna fullyrti að Alcoa væri eingöngu álframleiðandi og hefði ekkert um framtíðarlíf áls að gera eftir að það færi úr verksmiðjum fyrirtækisins. En 30 % alls áls sem framleitt er í heiminum fer í hergagnaframleiðslu. Read More

ágú 19 2010

Samviska heimsins – Viðtal við Samarendra Das


Viðtalið birtist upphaflega á Smugunni, þann 19. ágúst 2010.

„Ég er pólitískur aktívisti,“ segir Samarendra Das sem hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í gær um bók sína sem gæti kallast með réttu Svartbók áliðnaðarins. Hann hefur ástæðu til að fagna í dag en margt bendir til þess að baráttan um Niyamgiri fjallið í Odisha héraðinu á Indlandi hafi unnist. Þar stóð til að að breska fjölþjóðafyrirtækið Vedanta færi að vinna báxít og hrekti þar með burt sérstæðan ættbálk sem býr við fjallið og trúir á það sem uppsprettu lífsins. Ný skýrsla stjórnskipaðrar nefndar er sögð leiða í ljós að ekki sé hægt að mæla með því að fyrirtækið fái leyfi til námuvinnslu vegna endurtekinna lögbrota í tengslum við undirbúninginn. Niðurstaðan verður gerð opinber á morgun en fyrirtækið hefur fallið um níu prósent í verði og lánshæfismatið hefur lækkað.

Samviska heimsins
„Vopnin sem ég beiti er að upplýsa fólk, það er ekki hægt að breyta nema vekja upp samvisku sem hefur ekki landamæri, samfélagslega ábyrgð sem einskorðar sig ekki við þrönga heimsmynd heldur tekur til allra þátta . Ég segi fólkinu á Íslandi frá fjallinu helga á Indlandi sem átti að fórna á Indlandi til að breskt fjölþjóðafyrirtæki gæti unnið þar baxít, það á síðan meðal annars að flytja til Íslands og nota í álbræðslu hér. Og ég segi fólkinu á Indlandi og víðar frá jökulánum á Íslandi sem voru stíflaðar til að álbræðslurnar hér fái rafmagn. Og hluti af álinu endar síðan í hergagnaiðnaði og veldur hörmungum einhversstaðar í heiminum.“ Read More

ágú 14 2010

Samarendra Das á Íslandi – Fyrirlestrar og kynning á „svartbók áliðnaðarins“


Dagana 14. – 21. ágúst verður indverski rithöfundurinn, kvikmyndagerðarmaðurinn og aktífistinn Samarendra Das hér á landi, í annað sinn á vegum umhverfishreyfingarinnar Saving Iceland. Tilefni komu hans er útkoma nýrrar bókar hans og fornleifafræðingsins Felix Padel, Out of This Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel, sem er gefinn út af Orient Black Swan útgáfunni og mætti kalla „svartbók áliðnaðarins“. Miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20:00 verður Samarendra með fyrirlestur og kynningu á bókinni í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121. Fleiri fyrirlestrar munu eiga sér stað annars staðar á landinu á meðan Samarendra er hér og verða þeir auglýstir síðar.

Síðasta áratuginn hefur Samarendra verið viðriðinn baráttu Dongria Kondh frumbyggja Odisha héraðsins á Indlandi, gegn breska námufyritækinu Vedanta sem hyggst grafa eftir báxíti til álframleiðslu á landi frumbyggjanna – nánar tiltekið Nyjamgiri hæðunum. Read More

júl 09 2010

Mál nímenninganna: Samstöðumótmæli í Barcelona


Eftirfarandi texti og myndir bárust okkur frá Spáni:

Að hádegi fimmtudagsins 8. júlí hittust tuttugu manns við íslensku ræðismannaskrifstofuna í Barcelona, til að sýna reiði sína í garð íslenska ríkisins vegna réttarhaldanna sem nú fara fram yfir nímenningunum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi 8. desember 2008. Ef raunverulegt lýðræði væri til staðar hefðu raddir þeirra sem fóru inn í þinghúsið verið boðnar velkomnar og þeim gefið vægi. En þar sem raunverulegt lýðræði getur aldrei orðið að veruleika undir ríkisfyrirkomulaginu voru raddir þeirra kæfðar og þaggaðar niður.

Það er alveg á hreinu að þessar aðgerðir íslenska ríkisins eru undan pólitískum og hugmyndafræðilegum rótum runnar: Að velja tiltekna einstaklinga út úr hópi þúsunda manna sem mótmæltu – og meira að segja velja tiltekna einstaklinga úr þeim hópi sem fór inn í þinghúsið. Það er einnig á hreinu að með þessum aðgerðum freistir ríkið þess að setja fordæmi, að bæla niður það mögulega framtíðar andóf sem gæti raskað ró hins óbreytta ástands. Kúgunaraðferðir íslenska ríkisins teygja sig meira að segja til ræðismannaskrifstofunnar, sem kallaði á aðstoð ofbeldisfyllstu lögregludeildar Barcelona – „Mossos“ eins og hún er kölluð. Read More

Náttúruvaktin