Author Archive

ágú 12 2009

Saving Iceland stöðvar vinnu í Helguvík


Í morgun stöðvaði 20 manna hópur Saving Iceland vinnu við byggingu álvers Norðuráls í Helguvík. Fólk læsti sig við þrjú hlið sem veita aðgang að vinnusvæðinu og stöðvaði þar af leiðandi alla umferð inn og út af því. Einnig læsti fólk sig við vinnuvélar inni á svæðinu og var vinna stöðvuð í það minnsta tvær klukkustundur. Álversframkvæmdirnar í Helguvík þarf að stöðva til að koma í veg fyrir frekari virkjanir jökuláa og jarðhitasvæða, sem og hinnar hnattrænu afleiðingar álframleiðslu.

Fyrir ekki svo löngu gerði ríkisstjórnin, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, afsláttarsamning við Norðurál, sem skrifað var undir formlega sl. föstudag í skugga skyrslettna Saving Iceland. (1) Sá samningur gerir ráð fyrir styrkjum íslenska ríkisins til álversins í formi skattaafsláttar sem nemur um 16,2 milljónum Bandaríkjadala. Norðurál er þar með laust undan iðnaðarmálagjaldi, markaðsgjaldi og rafmagnsöryggisgjaldi, auk þess sem sérreglur munu gilda um stimpilgjöld, skipulagsgjald og upptöku nýrra skatta. (2) Read More

Náttúruvaktin