Archive for 2008

júl 23 2008

Álframleiðslan í hnattrænu samhengi


Snorri Páll Jónsson, Morgunblaðið, 23. Júlí

Í bæklingnum ‘Norðurál og samfélagið‘ sem Norðurál gaf út er m.a. sagt frá hnattrænu ferli álframleiðslu. Century Aluminum, eigandi Norðuráls, er með sínar báxítnámur í Jamaíka og hyggst nú opna eina slíka í Vestur Kongó í samvinnu við eina spilltustu ríkisstjórn heims.

Það vekur strax athygli að í bæklingi Norðuráls er ekki nokkru orði minnst á báxít og samkvæmt skýringarmynd sem á að sýna framleiðsluferli áls frá byrjun til enda, hefst álframleiðslan þegar súráli er landað í stórt hafnarsíló.

Hvers vegna skyldi svo vera? Er Norðurál svo umhverfisvænt fyrirtæki að það þarf ekki einu sinni að grafa eftir báxíti til þess að framleiða ál? Hefur Norðurál einhverjar aðrar aðferðir en önnur álfyrirtæki? Nei, það er neflilega þetta sem kallað er grænþvottur.

Read More

júl 21 2008

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Norðuráls og verksmiðju Járnblendifélagsins


GRUNDARTANGI – Rétt í þessu lokuðu 20 manns frá Saving Iceland hreyfingunni, umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og verksmiðju Íslenska Járnblendifélagsins (Elkem) í Hvalfirði. Fólkið hefur læst sig saman í gegnum rör og þannig skapað mennskan vegtálma. ,,Við mótmælum umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Fyrirhugaðar stækkanir Norðuráls og Elkem hér á landi munu leiða af sér eyðileggingu einstakra jarðitasvæða og einnig hafa í för með sér losun gífurlegs magns gróðurhúsalofttegunda” segir Miriam Rose frá Saving Iceland (1). Read More

júl 20 2008
1 Comment

23. Júlí – Samarendra Das og Andri Snær í Reykjavíkur Akademíunni


Miðvikudaginn 23. júlí fer fram ráðstefna á vegum Saving Iceland í Reykjavíkur Akademíunni. Á ráðstefnunni mun koma Samarendra Das, sem er indverskur rithöfundur, aktívisti og sérfræðingur um áliðnaðinn, ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi.

Samarendra mun aðallega fjalla um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og Andri munu brjóta á bak aftur goðsögnina um svokalla ‘græna álframleiðslu.

Síðasta sumar stóð Saving Iceland fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni ‘Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna’ á Hótel Hlíð í Ölfussi, þar sem Andri Snær koma m.a. fram ásamt gestum frá fimm heimsálfum; m.a. frá Trindad og Tobago, Suður Afríku, Brasilíu og öðrum löndum. Samarendra Das var meðal fyrirhugaðra ráðstefnugesta en þurfti því miður að afboða komu sína á síðustu stundu. Saving Iceland er því ánægt að hafa loks tækifæri til að bjóða Samarendra til landsins.

Fyrirlesturinn mun fara fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 og hefst kl. 19:30

Read More

júl 19 2008
4 Comments

Saving Iceland stöðvar vinnu á lóð Norðuráls í Helguvík


*NÝJAR FRÉTTIR* Öll vinna stöðvaðist í dag og aðeins einn var handtekinn. Honum var sleppt kl. 19:30.

HELGUVÍK – Snemma í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík. Hluti hópsins læsti sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana. Aðgerðinni er ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka .

Rétt eins og Century, vilja fleiri álfyrirtæki t.d. Alcoa og Rio Tinto-Alcan reisa ný álver hér á landi. Verði framkvæmdirnar að veruleika þarf að virkja hverja jökulá og jarðhitasvæði landsins.

Starfsemi fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík krefst frekari eyðileggingar á einstökum jarðhitasvæðum á Hellisheiði og Reykjanesi (1). Framkvæmdir hófust í Júní án þess að heilstætt umhverfismat hafi farið fram, og þrátt fyrir að fyrirtækið hafi hvorki orðið sér út um alla þá orku sem álverið þarfnast né þau leyfi sem gera starfsemi þess mögulega, t.d. leyfi fyrir losun gróðurhúsalofttegunda (2).

Read More

júl 18 2008

Myndbönd um báxítgröft á Jamaíka


Hér eru nokkur myndbönd sem sýna áhrif báxít-graftar á Jamaíka. Athugið að Kaiser og St. Ann’s eru dótturfyrirtæki Century og Winalco er dótturfyrirtæki Alcoa. [kml_flashembed movie="http://www.youtube.com/v/vJa2ftQwfNY" width="249" height="212" wmode="transparent" /]

Read More

júl 17 2008

Um 42% landsmanna andvígir álveri í Helguvík


Visir.is – Niðurstöður nýrrar Gallup könnunar sýna að 41,6% svarenda eru andvígir álveri í Helguvík, 36% eru hlynntir en 22,4% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Könnunin er gerð fyrir þingflokk Vinstri – Grænna. Read More

júl 16 2008

Að ryðja brautina


Birgitta Jónsdóttir
Morgunblaðið, 16. Júlí 2008
Svar við Staksteininum Morgunblaðsins: Aðgerðahópar og sellur?

,,Fyrir nokkrum árum síðan hefðu tónleikarnir „Náttúra“ þar sem höfuðáhersla og þema er sú vá sem að náttúru landsins steðjar álitnir róttækir og pólitískir. Hvað varð til þess að þeir voru það ekki?“

Þegar um allt þrýtur og ekkert gengur að vekja athygli á mikilli vá sem steðjar að náttúru og umhverfi er brugðið á það ráð að framkvæma aðgerðir sem í eðli sínu eru fremur saklausar en kalla yfirleitt á hörð viðbrögð lögreglu og þeirra stórfyrirtækja sem verið er að vekja athygli á fyrir spillingu eða stjórnleysi. Oft eru þessar aðgerðir tengdar við ofbeldi, en það á sér litla stoð í veruleikanum. Ofbeldið á sér ekki stað af hendi aðgerðasinna, heldur er það lögreglan sem missir sig og ræðst til atlögu við aðgerðasinna sem t.d. neita að færa sig. Þegar verið er að handtaka fólk með offorsi er alveg sama hvort um munk í bænastellingu eða umhverfisverndarsinna varnarstellingu að ræða, það lítur út eins og ofbeldi. Þessar myndir rata oft á forsíður eða í fréttatíma sjónvarpsstöðvana.

Read More

júl 15 2008

Vafasöm tengsl Orkuveitu Reykjavíkur


Í dag birtu Fréttablaðið og Iceland Review frétt sem sagði frá því að Saving Iceland hafi hafnað tilboði Orkuveitu Reykjavíkur um styrkveitingu. Varaformaður Orkuveitunnar, Ásta Þorleifsdóttir, sagði Fréttablaðinu að hún dáist að hugsjón Saving Iceland.

,,Við fögnun því að Orkuveitan Reykjavíkur hlusti á gagnrýni og að gagnrýnisraddir hafi t.d. leitt til þess að hætt var við byggingu Bitruvirkjunnar á Hengilssvæðinu. Samt sem áður er verið að stækka Hellisheiðarvirkjun fyrir álframleiðslu og því ber alls ekki að fagna. Orkuveitan er enn nátengd stóriðjuvæðingu Íslands, svo við getum ekki þegið nokkra krónu frá fyrirtækinu“ segir Jaap Krater, frá Saving Iceland.

,,O.R. er einnig tengt vafasömum verkefnum gegnum Reykjavík Energy Invest. REI skrifaði nýlega undir samning um boranir í Jemen (1), þar sem klúrt Shari’a stjórnarfar ríkir, engir frjálsir fjölmiðlar viðgangast og öryggismiðstöðvar eru viðrinnar pyntingar og jafnvel aftökur án dómsúrskurða (2,3). Þessa hegðun fordæmir Saving Iceland. O.R. ætti ekki að gera saminga við nokkra þá sem standa að mannréttindabrotum, hvort sem um er að ræða bókstafstrúar-ríki eða stóriðjufyrirtæki“ segir Jaap Krater. Read More

júl 15 2008

Róttækar aðgerðir og atvinnumótmælendur


Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Morgunblaðið, 15. Júlí 2008

Sl. sunnudag fjallaði staksteinahöfundur Morgunblaðsins um Saving Iceland-hópinn, undir titlinum „Aðgerðahópar og sellur“. Hann sagði frá aðgerðabúðum hópsins á Hellisheiði og setti fram lista yfir hegðun sem búast mætti við af þeim sem taka þátt í aðgerðum hópsins í sumar, þ.e. ,,reyna að mana lögregluna í slag, hlekkja sig við það sem hendi er næst, vinna minni háttar skemmdarverk, trufla löglega starfsemi fyrirtækja eða almenna umferð“. Samkvæmt honum er þetta hegðun sem einkennt hefur starfsemi hópsins síðustu árin.

Við hjá Saving Iceland beitum beinum aðgerðum og borgaralegri óhlýðni í aðgerðum okkar gegn kapítalisma í formi stóriðjuvæðingar Íslands – því neitum við ekki. Við hlekkjum okkur hins vegar ekki við það sem hendi er næst, heldur vinnuvélar sem notaðar eru við eyðileggingu náttúrunnar. Þannig stöðvum við eyðilegginguna tímabundið. Það dettur engum í hug að læsa líkama sinn við stærðarinnar vinnuvél ,,af því bara,“ – baráttuvilji og hugsjónir eru þar að verki.

Read More

júl 14 2008

Óskiljanleg umhverfisstefna og innanflokks-óreiða


Vegna erfiðleika í íslensku efnahagslífi (lesið m.a. nýlega skýrslu, Iceland Overheats) og hækkandi heimsverðs á áli, eru Geir H. Haarde, forsætisráðherra og íslensk yfirvöld nú mun líklegri en áður til að samþykkja byggingu nýrra álvera. Innan um allt ‘kreppu’-tal virðast ráðherrar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokk vera á fullri ferð í stóriðjuvæðingu Íslands.

Fagra Ísland

Fyrir alþingiskosningarnar í Maí 2007 setti Samfylkingin fram umhverfisstefnu þar sem lofað var stóriðjustoppi næstu fimm árin, á meðan gerð væri skýrsla um notkun og verndun íslenskrar náttúru. Í umhverfisstefnunni sagði að innan heimilda Íslands fyrir losun gróðurhúsalofttegunda rúmaðist einungis eitt nýtt álver. Þannig leit Fagra Ísland Samfylkingarinnar út.

Read More

Náttúruvaktin