Archive for 2008

ágú 01 2008

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík


,,STÖÐVUM VIRKJUN ÞJÓRSÁR FYRIR HERGAGNAFRAMLEIÐANDA!”

HAFNARFJÖRÐUR – Aðgerðasinnar frá Saving Iceland hafa nú stöðvað umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík með því að hlekkja sig við hlið sem hleypa umferð til og frá álverslóðinni. Saving Iceland mótmælir fyrirhugaðri framleiðsluaukningu, nýjum álverum og samhliða eyðileggingu íslenskri náttúru fyrir raforkuframleiðslu. Samstarf Rio Tinto-Alcan við fjölmarga hergagnaframleiðendur er einnig fordæmt.

Rio Tinto-Alcan hyggst nú auka framleiðslu álversins í Straumsvík um 40 þúsund tonn á ári án þess að stækka álverið sjálft. Einnig vinnur fyrirtækið að undirbúningi nýs álvers á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn (1). Read More

júl 29 2008
5 Comments

Aðrar hliðar Saving Iceland


Á meðan aðgerðabúðum Saving Iceland stendur hvert sumar, er líklegt að fólk mest athygli fjölmiðla beinist að beinum aðgerðum hópsins. En Saving Iceland stendur fyrir ýmsu öðru á meðan búðunum stendur og einnig allan ársins hring.
Indverski rithöfundurinn og sérfræðingur um áliðnaðinn, Samarendra Das er nú staddur hér á landi á vegum Saving Iceland og hefur nú þegar haldið þrjá opna fundi; Þriðjudaginn 22. Júlí í Friðarhúsi Samtaka Hernaðarandstæðinga, þar sem áhersla var lögð á tengsl álframleiðslu og stríðsreksturs; Miðvikudaginn 23. Júlí í Reykjavíkur Akademíunni, þar sem Samarendra fjallaði ásamt Andra Snæ Magnasyni, um hnattrænar afleiðingar álframleiðslu og braut á bak aftur goðsögnina um svokallaða ‘hreina og græna’ álframleiðslu; og í Keflavík, Fimmtudaginn 24. Júlí. Read More

júl 28 2008
3 Comments

Saving Iceland stöðvar jarðhitaborun á Hellisheiði


,,Orkuveita Reykjavíkur fjárfestir í landi langra lista mannréttindabrota!”

(Myndir frá Hengilssvæðinu hér að neðan)

HELLISHEIÐI – Í morgun stöðvaði umhverfishreyfingin Saving Iceland vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. Um 20 aktívistar hafa læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn til að hengja upp fána sem segir ,,Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen”. Hópurinn hafði einnig í huga að fara í stjórnstöðvarherbergi svæðisins. Read More

júl 27 2008
2 Comments

Samstöðuaðgerðir á Ítalíu og í Sviss


Síðastliðna viku áttu sér stað nokkur samstöðumótmæli í Sviss og á Ítalíu; þar sem stuðningi og samstöðu var lýst yfir með baráttu Saving Iceland fyrir verndun íslenskrar náttúru og vistkerfa út um allan heim.

Sviss – Höfuðstöðvar Alcoa í Geneva
Miðvikudaginn 23. Júlí voru mótmæli við höfuðstöðvar Alcoa í Geneva, í Sviss. Tilgangurinn var að setja pressu á Alcoa og sýna samstöðu þeim sem nú taka þátt í aðgerðabúðum Saving Iceland hér á landi. Bæklingum um stöðu mála hér á landi var dreift til starfsfólks og þáttaka fyrirtækisins í hergagnaframleiðslu og stríðsrekstri fordæmd.

Þremur þeirra sem stóðu að mótmælunum var boðið að fara inn og ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins. Samræðurnar einkenndust auðvitað af ólíkum sjónarmiðum þeirra sem annars vegar sátu fyrir aftan skrifborðið og hins vegar þeirra sem sátu fyrir framan.

Gagnrýninni varðandi hergagnaframleiðslu Alcoa svöruðu þeir þannig að vörur fyrirtækisins væru fyrst og fremst notaðar til að vernda og verja mannslíf – gjörsamlega þvert á það sem segir á heimasíðu fyrirtækisins (Nánari upplýsingar og heimildir um hergagnaframleiðslu Alcoa má lesa um finna hér). Um fundinn segir m.a. í bréfi frá þeim sem stóðu að aðgerðunum:

Read More

júl 25 2008

Áherslur í fréttaflutningi


Birgitta Jónsdóttir, www.birgitta.blog.is – Í skjóli embættis síns hefur Friðrik Sophusson stuðlað að því að landeigendur við Þjórsá hafa sætt áþekkum aðgerðum og hann upplifði í morgun. Þeir sem vilja ekki beygja sig undir vilja Landsvirkjunar þurfa að þola heimsóknir frá starfsfólki Friðriks í viku hverri þar sem því er ýmist hótað eða reynt að tæla það að gefa eftir með gylliboðum.

Er það allt í lagi? Er ekki verið að ráðast að þeirra friðhelgi? Er Friðrik ekki ábyrgur fyrir þessum ofsóknum? Ef ekki hver þá? Ég hef setið fundi með forustusauðum Alcoa, Landsvirkjunar og Bechtel, þar sem Íslandsvinum var boðið fé til að auglýsa okkar tjaldbúðir ef við gætum skít í Saving Iceland. Auðvitað afþökkuðum við, en mér finnst þetta dæmigert fyrir vinnubrögð þessara fyrirtækja.

Read More

júl 25 2008

Þingkona VG dáist að Saving Iceland


AlfheidurVisir.is – „Ég bara dáist að þessu unga fólki sem sýnir afstöðu sína með þessum hætti og vill með því vekja aðra til umhugsunar, um það sem er að gerast í umhverfismálum ekki bara hér á íslandi heldur heiminum öllum,” segir Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstri-Grænna. Hún er ánægð með framgöngu samtakanna Saving Iceland, sem undanfarin sumur hafa mótmælt virkjanaframkvæmdum og stóriðjustefnu á Íslandi. Read More

júl 25 2008

Saving Iceland í höfuðstöðvum Landsvirkjunar


FYRIRHUGUÐUM VIRKJUNUM Í ÞJÓRSÁ OG SAMSTARFI VIÐ ALCOA MÓTMÆLT

REYKJAVÍK – Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og samstarfi fyrirtækisins við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu (sjá r).

,,Við fordæmum áætlun Landsvirkjunnar um að reisa þrjár virkjanir í Þjórsá og eina í Tungnaá, sem m.a. á að byggja til þess að svara orkuþörf álvers Rio Tinto-Alcan í Hafnarfirði (1,2), þrátt fyrir að stækkun álversins hafi verið hafnað í íbúakosningum vorið 2007. Allt bendir nú líka til þess að virkjað verði í Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum, þar sem Alcoa hyggst nú reisa enn stærra álver á Bakka en áður var áætlað (3,4). Þar að auki eru framkvæmdir fyrirtækisins við Þeystareyki búnar að hafa í för með sér gífurlega eyðileggingu jarðhitasvæðisins (5). Til að bæta gráu ofan á svart eru framkvæmdirnar á Norðurlandi til þess eins að framleiða orku fyrir fyrirtæki sem sjálft viðurkennir að vera vopnaframleiðandi (6) og hefur margoft hlotið athygli fjölmiðla vegna hrikalegra mannréttindabrota sinna (7). Landsvirkjun ætti ekki að bjóða Alcoa velkomið til landsins” segir Jaap Krater frá Saving Iceland. Read More

júl 25 2008
1 Comment

Friðriki Sophussyni afhent brottvísunarbréf


ÞJÓRSÁRVIRKJUNUM OG HÓTUNUM UM EIGNARNÁM MÓTMÆLT

PDF – Brottvísunarbréf til Friðriks Sophussonar

Snemma í morgun var Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, vakinn upp og honum afhent brottvísunarbréf, þar sem kemur fram að Friðriki og fjölskyldu hans sé gert að yfirgefa hús sitt fyrir kl. 12:00 í dag, vegna hagsmuna þjóðarinnar. Ef ekki, verði eignarnámi beitt. Brottvísunarbréfið má lesa r.

Umhverfisverndarhreyfingin Saving Iceland afhenti honum bréfið og fordæmir á sama tíma fyrirhuguð virkjunaráform Landsvirkjunnar í Þjórsá, sem og hótunum fyrirtækisins um valdbeitingu gegn landeigendum við ánna.

Landsvirkjun hyggst nú reisa þrjár virkjanir í neðri Þjórsá, auk Búðarhálsvirkjunnar í Tungnaá. Þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi síðasta haust sagt að orka virkjananna myndi ekki fara til frekari stóriðjuframkvæmda er nú ljóst að Rio Tinto-Alcan er meðal kaupenda (1). Einnig er líklegt að Norðurál muni óska eftir orku úr Þjórsá, nú þegar hætt hefur verið við framkvæmd Bitruvirkjunnar (2). Read More

júl 24 2008

Vinátta og samstaða á Ítalíu


Við vorum að fá bréf frá vinum okkar á Ítalíu sem ákváðu að ganga til liðs við baráttuna gegn stóriðju. Skotmark þeira var aðallega ítalska fyrirtækið Impregilo sem er ,,gamall og vel þekktur leiðtogi kapítalískrar eyðileggingar jarðarinnar.” Fyrirtækið var virkur þáttakandi í eyðileggingu Kárahnjúka og nágrennis.

Mánudaginn 21. Júlí voru mótmæli fyrir framan íslenska sendiráðið í Róm og daginn eftir áttu sér voru mótmæli við ræðismannsskrifstofu Íslands í Mílan og höfuðstöðvar Impregilo í Sesto San Giovanni, nálægt Mílan.
Read More

júl 24 2008
1 Comment

Myndir frá fyrirlestri Samarendra Das og Andra Snæs Magnasonar


Um 90 manns mættu á ráðstefnu Saving Iceland í Reykjavíkur Akademíunni í gærkvöldi, Miðvikudaginn 23. Júlí. Fram komu indverski rithöfundurinn og sérfræðingur um áliðnaðinn, Samarendra Das ásamt Andra Snæ Magnasyni, höfundi Drauamlandsins. Þeir fjölluðu um áhrif álframleiðslu í þriðja heiminum og hina fölsku goðsögn um svokallaða ‘hreina og græna’ álframleiðslu. Myndband frá ráðstefnunni er í undirbúningi og mun birtast hér við fyrsta tækifæri.

Þriðjudaginn 21. Júlí hélt Samarendra fyrirlestur um tengsl álframleiðslu og stríðsrekstri. Fundurinn fór fram í Friðarhúsi Samtaka Herstöðvarandstæðinga og var mjög vel sóttur. Í kvöld heldur hann svo fyrirlestur í Keflavík.
Read More

Náttúruvaktin