Archive for 2008

júl 12 2008

Aðgerðabúðir Saving Iceland á Hellisheiði


Fjórðu aðgerðabúðir Saving Iceland eru nú hafnar í fallegum dal á Hellisheiði; svæði sem er í hættu vegna framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu. Stækkun Hellisheiðarvirkjunnar á sér nú stað til þess að afla orku fyrir stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga og aðrar stóriðjuframkvæmdir á Suð-Vestur horni landsins.
Í ár eru í búðunum aktívistar frá Íslandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku, Englandi, Hollandi, Frakklandi, Belgíu og Ítalíu og fleiri löndum, sem hafa ákveðið að ganga til liðs við baráttuna. Upplýsingar um eyðileggingu íslenska öræfa hafa borist víða.
Read More

Síður: 1 2

júl 12 2008

Leiðbeiningar að aðgerðabúðum Saving Iceland Hellisheiði


Fjórðu aðgerðabúrnir gegn stóriðjuvæðingu Íslands eru nú byrjaðar á Hellisheiði. Við bjóðum alla þá sem vilja stöðva eyðileggingu áliðnaðarins á náttúrulegu og félagslegu umhverfi okkar, velkomna til að leggja baráttuni lið með beinum aðgerðum.

Auðvelt er að komast að búðunum á venjulegum borgarbílum og hjólum. Vinnustofur og fyrirlestrar um beinar aðgerðir munu eiga sér stað í búðunum og boðið er upp á jurtafæði á
staðnum.
Read More

júl 11 2008
2 Comments

Búðir 2008


 Eins og stendur eru praktískar upplýsingar um aðgerðabúðirnar aðeins á ensku. Upplýsingarnar má finna hér.

júl 05 2008

21. – 27. Júlí – Alþjóðleg vika samstöðuaðgerða


Á meðan á aðgerðabúðum okkar stendur þetta sumarið, mun fara fram alþjóðleg vika samstöðu aðgerða frá 21. til 27. júlí. Þeir sem ekki komast í búðirnar en vilja leggja baráttunni lið geta því komið upp með eigin hugmyndir og framkvæmt þær þar sem þeir eru staddir í heiminum. Nytsamlegar upplýsingar um staðsetningar í Evrópu má finna hér á síðunni.  Read More

jún 24 2008

Lygar og útúrsnúningar – Um hergagnaframleiðslu Alcoa


Erna Indriðadóttir gefur það í skyn að Alcoa framleiði aðeins ál og hafi ekkert um framtíð þess og notkun að segja. Það eru lygar og útúrsnúningar.

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Morgunblaðið, 24. júní 2008

Svar Ernu Indriðadóttur, upplýsingastjóra Alcoa Fjarðaáls, í Morgunblaðinu við skrifum Bjarkar Guðmundsdóttur er aumkunarvert og efni í frekari greinaskrif. Það sem stendur vissulega upp úr er útúrsnúningur hennar varðandi meinta hergagnaframleiðslu og mannréttindabrot Alcoa en Erna telur að Björk eigi þar við þá staðreynd ,,að ál er notað í nær öll farartæki undir sólinni, þar á meðal herflugvélar og bíla, geimferjur og eldflaugar.“ Hún heldur svo hvítþvottinum áfram með tali um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins og sjálfbærnisverkefni.

Til að nota orðalag Ernu kveður þarna við gamlan tón því þessum útúrsnúningi hefur Alcoa Fjarðaál alltaf beitt þegar fyrirtækið er sakað um bein tengsl við stríðsrekstur og hergagnaframleiðslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins reyna að láta líta svo út fyrir að Alcoa framleiði bara ál og selji það, en hafi hins vegar ekkert um framhaldslíf þess að segja. Það er löngu kominn tími til að blása á þessa vitleysu.

Read More

jún 06 2008

Umhverfissinar trufla leyfisleysispartí Norðuráls


Norðurál/Century Aluminium hafði vonast til að geta haldið upp á fyrstu skóflustungu nýs álvers í Helguvík án nokkurra vandamála í gær, en umhverfissinnar og íslenskir fjölmiðlar voru á öðru máli.

Hópur fólks mætti að athöfninni til að mótmæla byggingu álversins, vegna þess hversu eyðileggjandi áhrif það mun hafa á náttúru Íslands og samfélag og efnagslíf á suðvestur horni landsins. Hópurinn þverneitaði að halda sig innan ákveðins “mótmælareits” sem lögreglan hafði útbúið handa hópnum, en reiturinn var langt frá því að vera sýnilegur frá athöfninni sjálfri og þar af leiðandi ekki möguleiki að hróp og köll hópsins hefðu nokkur áhrif á athöfnina.

Í staðinn fór hópurinn mun nær athöfninni áður en hann var stöðvaður og einum umhverfissinna, sem hélt á grænum og svörtum fána, var haldið af tveimur óeinkennisklæddum lögregumönnum. Nokkrir úr hópnum héldu á líkkistu merktri Reykjanesi og aðrir á legsteini sem á var letrað “Nýsköpun – lést 6. júní 2008?.

Read More

apr 20 2008
3 Comments

Stofnandi Saving Iceland ákærður af íslenskri lögreglu


Mánudaginn 21. apríl 2008 kemur stofnandi Saving Iceland, Ólafur Pall Sigurðsson fyrir héraðsdóm Austurlands ákærður fyrir eignaspjöll. Ákæran er til komin vegna atburða í mótmælabúðunum við Snæfell í júlílok 2006.

Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér. Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu.
Read More

mar 14 2008

Látið Þjórsá í friði! – Saving Iceland reisir stíflu við skrifstofur Landsvirkjunar


Í morgun reisti Saving Iceland stíflu við inngang skrifstofu Landsvirkjunar, sem kölluð var Háaleitisvirkjun. Starfsmenn Landsvirkjunar þurftu því annað hvort að stíga yfir stífluna eða fara inn um aðrar dyr til að komast inn fyrir. Með aðgerðinni var mótmælt fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár og fullum stuðningi og samstöðu lýst yfir með þeim sem berjast fyrir verndun hennar.

Í dag er alþjóðlegur aðgerðadagur fyrir ár og fljót haldinn í 11. skipti um allan heim en í fyrsta skipti á Íslandi. Með deginum er athygli beint á mikilvægi áa og því að þær renni óbreyttar án þess að mannfólkið fikti við þær. Stíflur, lón og virkjanir hafa alvarleg áhrif á náttúru, lífríki og samfélög fólks sem við árnar búa og framkvæmdirnar verða ekki aftur teknar. Búast má við uppákomum, mótmælum og beinum aðgerðum um allan heim í tilefni dagsins. (1)

Read More

mar 11 2008

SAVING ICELAND LOKAR AÐGANGI AÐ MÁLMA RÁÐSTEFNU Í BRUSSEL


green_wash_iiLJÓSI VARPAÐ Á GRÆNÞVOTT ÁLIÐNAÐARINS

Í gærmorgun, mánudaginn 11. febrúar, kl. 08:30 truflaði Saving Iceland opnun tveggja daga ráðstefnunar Metals: Energy, Emissions and the Environment í Brussel.
Um tuttugu manns lokuðu tímabundið aðgangi að Radison Sas Royal Hótelinu þar sem ráðstefnan fór fram, með keðjulásum og ál-sorpi. Aðgerðinni var beint að ALCOA, Rio Tinto-ALCAN og Hydro, sem á þessari ráðstefnu kynna ál sem ‘grænan’ og sjálfbæran málm. Read More

mar 08 2008

Er þekking best í hófi í þekkingarsamfélagi?


Guðmundur Páll Ólafsson,rithöfundur og náttúrufræðingur, skrifar um áhrif virkjana á jökulár landsins. Greinin birtist í mars 2008.

Þótt þorskur sé ekki talinn „skepna skýr“ veit hann að hollt er að eiga samleið með jökulám landsins. Hann veit að við ósa þeirra henta aðstæður hrygningu og klaki enda eru jökulfljótin einskonar skapanornir þorsksins. Þær búa honum aðstæður og örlög og munar ef til vill einna mest um systur þrjár: Ölfusá, Þjórsá og Skeiðará.

Hvergi við Íslandsstrendur hefur hrygning þorsks verið jafn öflug og umfangsmikil og framan við ósa Þjórsár. Hvergi er mikilvægara að fara að með gát en þar; ögn utar er Selvogsbanki – langstærsti og dýrmætasti banki landsins.

Read More

Náttúruvaktin