Archive for október, 2010

okt 26 2010

Upplýsingabæklingur til stuðnings hinna ákærðu níumenninga


Stuðningsmenn níumenninganna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi vegna mótmælaaðgerðar sem átti sér stað þann 8. desember árið 2008, hafa útbúið upplýsingabækling um málið á ensku. Ríkisvaldið hefur gengið svo langt að kalla aðgerðina ógn við sjálfræði þingsins og heldur því uppi ákærum byggðum á 100. grein hegningarlaga, sem hefur í för með sér eins til sextán ára fangelsisdóm verði þau fundin sek um brot á henni, ásamt ákærum um húsbrot og ofbeldi, sem framburður þingvarða og upptökur úr öryggismyndavélum sanna að eru hrein lygi. Lesið nánar um málið og sögusvið þess í bæklingnum.

Smellið hér, eða á forsíðumynd bæklingsins, til að sækja bæklinginn sem pdf-skrá.

Dreifið sem víðast.

Heimsækið stuðningssíðu níumenninganna til að fylgjast með framvindu málsins.

okt 25 2010

RVK-9 í DV


Í helgarblaði DV helgina 1.-3. október birtist ýtarleg umfjöllun við níumenningana sem eru ákærð fyrir árás á Alþingi. Er þetta eitt af þeim örfáu skiptum þar sem stærri hérlendur fjölmiðill hefur gefið níumenningunum færi á að koma skoðunum sínum varðandi málið á framfæri.

Smellið á myndina eða hér til að hala greininni niður sem pdf-skrá.

Einnig minnum við á stuðningssíðu níumenninganna, rvk9.org.

okt 13 2010
1 Comment

Frumvinnsla áls – Lýsing á hinni mengandi og orkufreku framleiðslu álbarra


PDF skjali með þessari þýðingu má hala niður hér

Afar sterk efnatengi milli súrefnis og áls í súráli eru ástæða þess að frumframleiðsla á hreinu áli er orkufrekari en frumframleiðsla nokkurs annars málms og raunar orkufrekasti iðnaður sem til er. Framleiðsluferlið, nefnt Hall-Heroult ferlið, hefst á því að súrál er sett í rafgreiningarker sem innihalda bráðið kríólít (Na3AlF6). Rafstraumur er leiddur gegnum kerin með aðstoð kolefnisanóðu og við það rís hitastigið yfir 1200°C. Súrefnið leitar í kolefnis-anóðuna og bráðnu álinu er hellt úr kerinu.

Frumvinnslan er sá hluti framleiðsluferlis áls sem veldur mestri mengun. Bæði er þar um að ræða mengun af völdum loftborinna efna og fasts úrgangs. Í útstreymi frá kerjum í álbræðslum er að finna flúor, bæði sem lofttegundir og ryk, einnig súrál, kolefnismónoxíð (CO), rokgjörn lífræn efni og brennisteins-díoxíð (SO2). Auk þessa inniheldur útstreymið frá ofnunum sem rafskaut eru framleidd í bæði flúoríð, rokgjörn lífræn efni og SO2. Ýmis konar aðferðir eru notaðar til að draga úr þessari mengun, t.d. lokuð ferli og vothreinsun. Vatn mengast einnig við hreinsun báxíts en stór hluti vatnsins er endurnýttur.

Read More

Náttúruvaktin