Archive for febrúar, 2011

feb 21 2011

Um ræktun erfðabreytts byggs


Hákon Már Oddsson

Þessi grein/bréf er af Facebook-síðunni
„Án erfðabreytinga – GMO frjálst Ísland“

Sem betur fer er umræða um erfðabreytta ræktun lífvera farin af stað í fjölmiðlum í kjölfar þingsályktunartillögu um að banna útiræktun erfðabreyttra lífvera og síðan birtingu athugasemdabréfs nokkurra sérfræðinga á vef Háskóla Íslands. Þriðjudaginn 15. febrúar var einn sérfræðinganna Eiríkur Steingrímsson gestur Kastljóssins. Margt kom þar fram og hefur verið kallað eftir meiri upplýsingum í kjölfarið. Read More

feb 20 2011

Ríkislögreglustjóri neitaði ekki vitneskju um breskar lögreglunjósnir


Innanríkisráðuneytið hefur birt yfirlýsingu í framhaldi af greinargerð okkar um Mark Kennedy málið þar sem því er neitað að Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri hafi tjáð Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra að Ríkislögreglan hafi ekki haft vitneskju um njósnir Mark Kennedy um Saving Iceland hreyfinguna og að þeir hafi ekki haft neitt að gera með njósnarann eða yfirboðara hans, þ. e. bresku lögregluna. Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins er Ríkislögreglan enn að vinna í málinu og skýrslunni (um mögulegt vitorð Ríkislögreglunnar í njósnum Breta) sem innanríkisráðherra pantaði. Ríkislögreglustjóri ku ekki enn vera kominn til botns í málinu. Read More

feb 11 2011
1 Comment

Staðreyndirnar að baki njósnum Mark Kennedy innan íslensku umhverfishreyfingarinnar


Í nýlegri greinaröð Guardian og fleiri fjölmiðla um lögreglunjósnarann Mark Kennedy hefur minniháttar hlutverk hans innan íslensku umhverfishreyfingarinnar verið ýkt. Þessar ýkjur hafa jafnvel gengið svo langt að segja að hann hafi verið mikilvægur hlekkur í stofnun hennar. Þetta þjónar ef til vill því markmiði að gera fréttamat úr sögu Kennedy en er í raun della. Fyrir nokkrum vikum sendi Saving Iceland útskýringar lið fyrir lið til Guardian þar sem bent var á rangfærslur í umfjöllun blaðsins. Þrátt fyrir þetta hefur blaðið enn ekki leiðrétt þær fyrir utan takmarkaðan fyrirvara í grein Ameliu Hill sem ber nafnið „Mark Kennedy var í lykilhlutverki við stofnun íslensku náttúruverndarhreyfingarinnar“ en þar kemur fram að: „Saving Iceland […] vefengir hversu mikið viðriðinn Kennedy var“.

Í fleiri greinum þar sem rætt er um þátttöku Mark Kennedy í breskum hreyfingum vitnar Guardian nokkrum sinnum í breska aktívista sem halda því fram að Kennedy hafi ekki tekið þátt í skipulagi né komið að ákvarðanatöku hreyfinganna. Hins vegar hafi hann tekið þátt sem bílstjóri og verið drífandi þegar kom að daglegum „reddingum“. Einn heimildarmaður hélt því jafnvel fram við Guardian að Kennedy hafi „ekki verið álitinn beittasti hnífurinn í skúffunni“ (að hann stígi ekki í vitið). Fullyrðingar Guardian um meint mikilvægi hans innan Saving Iceland vekja því furðu, svo vægt sé til orða tekið. Read More

Náttúruvaktin