jún 06 2008

Umhverfissinar trufla leyfisleysispartí Norðuráls

Norðurál/Century Aluminium hafði vonast til að geta haldið upp á fyrstu skóflustungu nýs álvers í Helguvík án nokkurra vandamála í gær, en umhverfissinnar og íslenskir fjölmiðlar voru á öðru máli.

Hópur fólks mætti að athöfninni til að mótmæla byggingu álversins, vegna þess hversu eyðileggjandi áhrif það mun hafa á náttúru Íslands og samfélag og efnagslíf á suðvestur horni landsins. Hópurinn þverneitaði að halda sig innan ákveðins “mótmælareits” sem lögreglan hafði útbúið handa hópnum, en reiturinn var langt frá því að vera sýnilegur frá athöfninni sjálfri og þar af leiðandi ekki möguleiki að hróp og köll hópsins hefðu nokkur áhrif á athöfnina.

Í staðinn fór hópurinn mun nær athöfninni áður en hann var stöðvaður og einum umhverfissinna, sem hélt á grænum og svörtum fána, var haldið af tveimur óeinkennisklæddum lögregumönnum. Nokkrir úr hópnum héldu á líkkistu merktri Reykjanesi og aðrir á legsteini sem á var letrað “Nýsköpun – lést 6. júní 2008?.

Fullt af skóflumEinn úr hópnum náði að komast nær athöfninni, alla leið að sviðinu þar sem háttsettir starfsmenn Norðuráls héldu ræður. Þar sem hann stóð og beið þolinmóður eftir því að ræðunum myndi ljúka var hann dreginn burt af tveimur lögregluþjónum og hóf þá að kalla hástöfum að gestum athafnarinnar “Ál er framleitt með ofbeldi, þjóðarmorðum* og eyðileggingu vistkerfa!” og “Björgum Krýsuvík – Björgum Þjórsá – Björgum Íslandi!” og á meðan lögreglumenn settu hann í handjárn snéri hann sér að alþjóðlegum gestum athafnarinnar og öskraði “Svona eru ykkar veislur!”

Á meðan stóð hluti hópsins með fána sem á var letrað ‘STÖÐVUM EYÐILEGGINGUNA!’ og auglýsti í leiðinni fjórðu mótmælabúðir Saving Iceland sem hefjast 12. Júlí nk. Tveir mótmælendanna í gær voru handteknir en sleppt án ákæru þegar athöfninni lauk. Enn á ný eru mótmælendur handteknir án þess að gera nokkurt sakhæft af sér, einungis til að trufla ekki veislur og athafnir valdhafa og stórfyrirtækja.

Árni SigfússonÍslenskir fjölmiðlar tóku hart á stjórnendum Norðuráls og bæjarstjóra Reykjanesbæjar enda full ástæða til. Aðspurður um raforku til álversins sagði Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls að hann vonaðist til þess að þau mál væru leyst þegar fyrsti kerskáli álversins er tilbúinn, seinnipart árs 2010. Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagðist geta ímyndað sér að samkomulag um háspennulínur yrði tilbúið innan tveggja mánaða og Ragnar bætti svo við að Norðurál myndi sækja um leyfi fyrir losun á gróðuhúsalofttegundum í byrjun júlí og einnig að það eigi eftir að ganga frá starfsleyfi.

Þetta er dæmigert fyrir stjóriðjuframkvæmdir hér á landi. Farið er af stað með framkvæmdirnar áður en nokkur leyfi fást fyrir og ekkert liggur fyrir um hvort leyfin fáist. Framkvæmdirnar í Helguvík munu nú fara af stað og þegar fyrsti kerskálinn er tilbúinn er harla ólíklegt að þeim Norðuráli verði neitað um tilskilin leyfi. Hvers vegna ætti að skilja fullkláraðan kerskála eftir ónotaðan?

Ragnar Svín GuðmundssonNorðurál sótti um leyfi fyrir losun gróðuhúsalofttegunda á síðasta ári, fyrir álverið í Helguvík en hlaut það ekki. Eini munurinn á stöðunni nú og þá er að Norðurál hefur fengið leyfi fyrir því að byggja mannvirki í Helguvík. Það er engin ástæða sýnileg fyrir því að fyrirtækið fái losunarleyfið núna frekar en þá.

Norðurál hefur gert samning við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um orkuöflun fyrir álverið en hvaðan á orkan að koma? Jarðvarmasvæði á Reykjanesi t.d. í Krýsuvík og Trölladyngju eru á kortinu, en fyrirhugaðar framkvæmdir Hitaveitu Suðurnesja þar þurfa að fara í gegnum umhverfismat. Nýlega kom í ljós að ekkert verður af byggingu Bitruvirkjunnar og þar af leiðandi hefur Orkuveita Reykjavíkur varla úr miklu að moða. Og hvaðan mun þá raforkan koma? Getur verið að fyrirhugaðar virkjanir Landsvirkjunnar í neðri hluta Þjórsár séu nauðsynlegar þessu verkefni? Og verður þá af eignarnámi á löndum bænda við Þjórsá?

Hver sem niðurstaðan verður er alveg ljóst að framkvæmdirnar í Helguvík eru stórspilltar og krefjast þess að enn fleiri landsvæði á Íslandi verða eyðilögð fyrir græðgi áliðnaðarins og áframhaldandi uppgang kapítalismans. Það er í okkar höndum að stöðva þessa spillingu. Mótmælabúðir Saving Iceland hefjast þann 12. júlí nk.

* Námufyrirtækið Vedanta (Sterlite) er að undirbúa námuframkvæmdir fyrir Alcan, þar sem grafa á báxít í hæðum Orissa á Indlandi. Framkvæmdirnar munu klárlega hafa í för með sér menningarlegt þjóðarmorð, þar sem þúsundir innfæddra munu missa lönd sín. Sjá ritgerðir eftir Samarendra Das og Felix Patel á vefsíðu Saving Iceland.

Umfjallanir íslenskra fjölmiðla um athöfnina og mótmælin:

Morgunblaðið – Mótmæli á álverslóð / Fyrsta skóflustunga að álveri

Vísir – Mótmæltu álverinu í Helguvík / Fyrsta skóflustungan í Helguvík / Segir þá hafa jarðað nýsköpun

RÚV – Skóflustunga tekin að álveri í Helguvík

Náttúruvaktin