júl 28 2008
3 Comments

Saving Iceland stöðvar jarðhitaborun á Hellisheiði

,,Orkuveita Reykjavíkur fjárfestir í landi langra lista mannréttindabrota!“

(Myndir frá Hengilssvæðinu hér að neðan)

HELLISHEIÐI – Í morgun stöðvaði umhverfishreyfingin Saving Iceland vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. Um 20 aktívistar hafa læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn til að hengja upp fána sem segir ,,Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen“. Hópurinn hafði einnig í huga að fara í stjórnstöðvarherbergi svæðisins.

Download MBL.is – Report

Í síðustu viku áttu sér stað samstöðuaðgerðir við höfuðstöðvar Glencore og Alcoa í Sviss auk þess sem allir ræðismenn Íslands í Sviss og Sendiherra fengu send mótmælabréf. Mótmæli áttu sér einnig stað fyrir utan ræðismannaskrifstofu Íslands í Mílan, Sendiráð Íslands í Róm og höfuðstöðvar Impregilo í Mílan. Hér á landi hefur Saving Iceland skipulagt tvær aðgerðir gegn Norðuráli og tvær gegn Landsvirkjun.

,,Í tvær vikur höfum við verið með aðgerðabúðir okkar á Hellisheiði og höfum orðið vitni af eyðileggunni sem á sér þar stað; eyðilegging sem að mestu leyti er ekki sýnileg almenningi. Fólk ætti að koma hingað upp eftir og líta augum á það sem er í gangi hérna. Þetta undraverða svæði er nú fullt af malbiki og mengun. Nú eru fjöll sprengd upp og jarðhitasvæði röskuð til að framleiða orku fyrir álver Norðuráls“ segir Jaap Krater frá Saving Iceland.

Stór hluti framkvæmdanna eru unninn af austur-evrópskum verkamönnum, sem lifa þar í vinnubúðum, svipuðum þeim sem áttu sér stað á meðan byggingu Kárahnjúkavirkjunnar stóð.

Fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur í Jemen

Saving Iceland gagnrýnir einnig Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fjárfestingar sínar í Jemen (1,2), landi þar sem Shari’a ríkisstjórn er við völd, engir frjálsir fjölmiðlar eru leyfðir og öryggissveitir eru markvisst viðriðnar pyntingar og jafnvel aftökur án dómsútskurðs (3,4).

,,Orkuveitan segir að jarðhitafjárfestingar sínar muni hagnast þeim fátæku í Jemen. Raunveruleikinn er sá að orkan fer ekki til þeirra. Ríkisstjórnin er gjörspillt og nú auglýsir landið eftir álframleiðendum til að hefja starfsemi í landinu. Ef einhver hefði sagt fyrir tíu árum: Ég er að gera samninga við Saddam Hussein til að hjálpa hinum fátæku, hefði einhver trúað því? Orkuveitan ætti ekki að gera samninga við neina sem eru viðriðnir mannréttindabrot – hvort sem um er að ræða bókstafstrúarríki eða stóriðjufyrirtæki“ segir Krater.

Upplýsingaskjal um ástandið í Jemen má finna á PDF formi, sem viðhengi með þessari tilkynningu.

Umhverfisáhrif stækkunnar Hellisheiðarvirkjunnar

Umhverfismatið fyrir Hellisheiðarvirkjun segir að tilgangur stækkunarinnar sé að útvega orku fyrir stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga, hugsanlega stækkun Rio Tinto-Alcan í Straumsvík og nýtt álver Norðuráls í Helguvík (5). Á sama tíma borga bændur tvöfallt verð fyrir rafmagn (6). Saving Iceland hefur birt skýrslur sem segja frá löngum listum mannréttindabrota sem álfyrirtækin eru viðriðin (7,8).

Tveir af talsmönnum Saving Iceland, Miram Rose og Jaap Kraater hafa fjallað um umhverfisáhrif jarðvarmavirkjunarinnar á Hengilsvæðinu í tímaritinu the Ecologist (9):

“Laced with various and sometimes toxic compounds from deep within the bedrock, the [geothermal borehole] water is either pumped back into the borehole – which can lead to geological instability – or is pumped untreated into streams and lakes. This particular technique has already created a huge dead zone in lake Thingvallavatn.”

Myndir af áhrifum borananna má sjá á heimasíðu Saving Iceland (10) og í fylgiskjali með tilkynningunni.

Um Saving Iceland

Síðustu tvær vikur hefur Saving Iceland stöðvað vinnu á framkvæmdalóð Norðuráls í Helguvík, stöðvað umferð að álveri Norðuráls á Grundartanga og skipulagt nokkrar aðgerðir gegn Landsvirkjun. Aðgerðirnar eru allar liður í fjórða sumri beinna aðgerða gegn stóriðjuvæðingu Íslands.

Nánari upplýsingar:

https://www.savingiceland.org
savingiceland@riseup.net

Heimildir

1. Yemen News Agency (2008). Yemen, Icelandic REI sign document to invest in generating electricity by geothermal. http://www.sabanews.net/en/news151190.htm [Accessed July 27th, 2008]

2. IceNews (208). Electricity agreement signed between Yemen and Iceland. http://www.icenews.is/index.php/2008/04/14/electricity-agreement-signed-between-yemen-and-iceland/ [Accessed July 27th, 2008]

3. BBC News (2008). Country Profile: Yemen. http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/middle_east/country_profiles/784383.stm [Accessed July 17th, 2008]

4. Embassy of Yemen in the US (2008). http://www.yemenembassy.org/economic/index.htm. [Accessed July 17th, 2008]

5. VGK (2006). Environmental Impact Assesment fot Helisheidarvirkjun. VGK, Reykjavik.

6. Iceland Review (2007). Century Smelter to Pay Less for Energy than Farmers. June 7th 2007. Also available at https://www.savingiceland.org/?p=821. [Accessed July 27th, 2008]

7. Saving Iceland (2007). Alcan’s Links to the Arms Industry. https://www.savingiceland.org/?p=882 [Accessed July 27th, 2008]

8. Saving Iceland Press Release (2007). Saving Iceland Blockades Century and ELKEM. https://www.savingiceland.org/?p=841 [Accessed July 27th, 2008]

9. Krater, J., Rose, M., Anslow, M. (2007). Aluminium Tyrants. The Ecologist 2007 (10). Also available at https://www.savingiceland.org/?p=1021 [Accessed July 27th, 2008]

Saving Iceland (2008). Destruction of Hengill. https://www.savingiceland.org/?page_id=2374 [Accessed July 27th, 2008]

 

 

3 Responses to “Saving Iceland stöðvar jarðhitaborun á Hellisheiði”

  1. Bjarni Ragnars skrifar:

    Nú er ég ekki sammála þér Snorri varðandi þessar aðgerðir hjá Jarðborunum Iceland Drilling. Þessi gæji sem stjórnaði hafði ekki hugmynd um hvað hann setti stelpurnar í mikla hættu við að reyna að taka borinn úr sambandi; það lá við að ein borstöngin slengdist í höfuðið á nokkrum og hefðu þær þá skotist beina leið til himins.
    Aðeins að hugsa !
    Ég fór þarna á bakaleiðinni inní virkjunina að skoða upplýsingar, þetta snýst nú mest um heitt vatn í bæinn. Sagði mér fróðlegur maður þarna að aðalmálið núna væri að koma hitaveitu með einhverjum þúsundum sekúndulítra til að hita upp hús í Reykjavík og Kópavogi, ég er hættur að sjá samhengið þar við barna- og konuþrælkun í Yemen.
    Eins með búðirnar okkar, þetta er orðið soldið mikil drulla og gróðurskemmdir fyrir minn smekk og búið að skíta um alla móa, vantar alveg kamarhús, slæmt að þurfa að reyna að kúka alltaf í lækinn. Svo var mér sagt að óvinur okkar, OR, ætti þessa móa og dali, þeim væri svosem sama að við værum þarna, þar til í dag. Nú verður allt vitlaust, enda var það tilgangurinn. En umræðan er gáfulegri í ár en í fyrra, samt á þessi aðgerð við borinn eftir að reynast SI ansi skeinuhætt og koma harkalega niður á sumum.

  2. Rósa skrifar:

    Það er engin drulla eða gróðurskemmdir á vegum Saving Iceland. Landsvæðið þar sem búðirnar standa er í sama ásigkomulagi og þegar þær voru settar upp. Ekki er kúkað út um alla móa, heldur í þar til gert klósett (eða kamarhús eins og þú vilt kalla það) sem reist var við upphaf búðanna. Allt tal um kúk í lækinn er einhvers staðar annars staðar frá.

    Það lýtur út fyrir að þú, Bjarni Ragnars, hafir ekki stigið fæti upp í búðir Saving Iceland, heldur sért að skálda upp einhverjar sögur til þess að koma óorði á hópinn. Það er barnalegt af þér.

    Ég hef farið þónokkrum sinnum þarna upp eftir og umgengni er til hreinnar fyrirmyndar.

  3. Sigurður Magnússon skrifar:

    Skemmdarverk sögð heimil

    Brezkur dómstóll úrskurðaði í gær, að andófsfólki hafi mátt valda 5,5 milljón króna skemmdum á umdeildu orkuveri í Kingsnorth. Tjón af breytingum á loftslagi af mannavöldum heimili það. Sex félagar í Greenpeace voru því sýknaðir af ákærum. Skemmdarverk eru því leyfður neyðarréttur í Bretlandi, ef forsendur eru nógu brýnar. Þetta er önnur niðurstaða en hér á Íslandi. Þar sem andófsfólk var sektað fyrir skemmdir í aðgerðum sínum. Munurinn er sá, að Bretar viðurkenna bæði neyðarrétt og hættu á loftslagsbreytingum. En hér á landi halda menn áfram að afneita vísindum og hafna neyðarrétti.

    Jónas Kristjánsson
    11.09.2008
    jonas.is

Náttúruvaktin