júl 31 2009

Nokkrar minniháttar aðgerðir í Reykjavík

Síðustu daga hafa nokkrar minniháttar aðgerðir verið gerðar í Reykjavík; í miðbænum var stór borði hendur upp, graffítí og illþefjandi vökvi prýddu Jarðboranir og Útlendingastofnun var lokað í skjóli nætur.

Í morgun, 30.júlí, var stórum borða komið fyrir utan á húsi í miðbæ Reykjavíkur sem sýndi tengsl og samstarf milli áliðnaðarins og vopnaframleiðslu. Á borðanum stóð: “Ál drepur – 30% af öllu áli fer í vopnaframleiðslu – Stöðvum áliðnaðinn!” Frá upphafi herferðar okkar höfum við ekki einungis beint athyglinni að eyðileggjandi áhrifum álframleiðslu og virkjanaframkvæmda á umhverfið heldur einnig að félagslegum og mannlegum áhrifum stóriðju. Alcoa á Íslandi hefur staðfastlega neitað þessum tengslum en stutt heimsókn á heimasíðu Alcoa Defense sýnir greinilega að Alcoa framleiðir ekki bara ál í vopnaframleiðslu heldur stærir sig af þætti sínum í hönnun ýmis konar hernaðargagna.

Fjöldi greina hefur verið ritaður um þetta málefni og margar fréttatilkynningar verið sendar út í kjölfar beinna aðgerða Saving Iceland:

Lygar og Útúrsnúningar
Agya, What Do You Mean With Development?
Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Rio-Tinto-Alcan í Hafnarfirði
Saving Iceland truflar alþjóðlega álráðstefnu í Þýskalandi

Borið í ykkar eigin hausa!
Í gærkvöldi barst Saving Iceland nafnlaust bréf undir tiltlinum Samstöðuaðgerð sem þó innihélt engar ljósmyndir:

Starfsfólki Jarðborana barst síðdegis í dag ógeðfelld sending. Inngangur fyrirtækisins var þakinn rotnandi og illa lyktandi vökva. Rotnandi eins og hjörtu þeirra, illþefjandi eins og peningarnir sem þau græða á að bora í Jörðina. Skilaboðin sem við sendum starfsfólkinu voru: BORIÐ Í YKKAR EIGIN HAUSA –BASTARÐAR!

Jarðboranir eiga borana sem notaðir eru til að leita að jarðvarmaorku. Jarðboranir hafa nýlega undirritað samninga við nokkur orkufyrirtæki, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Þeistareyki ehf., um að bora eftir orku sem sem nýta á í frekari uppbyggingu ál iðnaðarins hér á landi.

Almenn vanþekking á tilraunaborunum er ein helsta ástæðan fyrir mýtunni um að jarðvarmaorka sé ,,græn“og sjálfbær. Fyrir hverja tilraunaborholu er landsvæði á stærð við fótboltavöll flatt út m.a. til að byggja vegi. Skilvirkni tilraunaboraholanna er afar takmörkuð, aðeins fáar af holunum enda með að framleiða orku þegar upp er staðið. Þegar þar er að komið hefur landsvæðinu verið raskað það mikið að eyðileggingin er óafturkræf.

Fyrirtæki eins og Jarðboranir hafa ekki orðið fyrir mikilli gagnrýni og andspyrnu vegna eyðileggingar á náttúru Íslands en gegna jafn mikilvægu hlutverki og ál- og orkufyrirtækin í því sambandi. Til að keðjan haldi þarf hver einasti hlekkur hennar að gera það.

Pot í bumbu!
Og aðeins út fyrir efnið en engu að síður tengt ríkisstjórn Íslands…

Á miðvikudagsmorgun varð Útlendingastofnun fyrir barðinu á aðgerðasinnum gegn landamærum. Anarkistasíðan Aftaka birti eftirfarandi fréttatilkynningu:

Í morgun þegar starfmenn Útlendingastofnunar mættu til vinnu biðu þeirra lokaðar og læstar dyr. Þar af leiðandi gátu þeir ekki hafist handa við sín daglegu verk: að leita leiða til að senda flóttamenn úr landi til flóttamanndabúða í Grikklandi eða út í opinn dauðann í heimalöndum þeirra.

Eftir löng og árangurslítil mótmæli, greinaskrif og fundarhöld með yfirvöldum tók lítill hópur fólks málin í eigin hendur og límdi aftur lása stofnunarinnar, sletti rauðri málningu á veggi og skrifaði S.S. á gluggana.

Hópurinn gerir sér grein fyrir að aðgerðin er minniháttar, varla annað en smá pot í bumbu risastórrar stofnunnar, en vonast engu að síður til að verða þeim innblástur sem eru þreyttir á að mótmæla fasisma og kjósa heldur að brjóta hann á bak aftur með eigin kröftum.

Aðgerðahópurinn Pot í bumbu!

Þetta átti sér stað einungis einum degi eftir að Saving Iceland límdi aftur og lokaði skrifstofum sex stofnanna og fyrirtækja sem eiga þátt í stóriðjuvæðingu Íslands.


Náttúruvaktin