sep 25 2009

MAGMA drepur!

Perú er eitt mikilvægasta málmefna framleiðsluland heims. Ríkur jarðvegurinn í Andesfjöllunum inniheldur mikið magn af kopar, silfri, blýi, gulli, sinki og öðrum náttúruauðlindum. Í stað þess að nýtast sem tól til að byggja upp samfélag Perú búa þá hefur námugröfturinn verið hrein martröð fyrir milljónir verkamanna og bænda vegna þeirrar nauðungarvinnu sem komið er upp á íbúa landsins. Árið 2008 var arður námufyrirtækja um 2500 milljarðar króna en lítið af því hefur borist til þeirra samfélaga sem eru staðsett við námurnar en í staðinn til þeirra erlendu fyrirtækja sem þar grafa og hluthafa þeirra. Fyrir utan að vera algjörlega ósjálfbær, þá hefur námugröftur mikla eyðileggingu og mengun í fjör með sér og hefur drepið þúsundir verkamanna og fjölskyldur þeirra vegna gróðahyggju kapítalsins eingöngu.

Perú er land þar sem hinir ríku og spilltu komast upp með glæpi og lögin hafa ekkert vægi þegar kemur að gróða, sérstaklega hvað námugröft og olíu varðar. Þau fátæku eru að sjálfsögðu algjörlega varnarlaus fyrir slíkri misnoktun. Sem dæmi má nefna námurnar í Casapalca þar sem verkamenn vinna 12 klst vinnudaga fyrir 110$ dollara á mánuði. Til að bæta ofan á viðbjóðin þá rukkar fyrirtækið 48$ fyrir svefnaðstöðu. Það dugar fyrir 2m x 2m klefa. Við getum öll ímyndað okkur hvernig það lítur út eftir að rúmi hefur verið komið fyrir. Verkamaðurinn hefur s.s. 60$ dollara á milli handanna fyrir sig og fjölskylduna. 2$ á dag. Fyrir alla fjölskylduna. Eða eins og World Bank orðar það svo vel, Extreme Poverty.

Verkamennirnir búa í þessum kofum sem eru óupphitaðir og í 15 þúsund feta hæð. Skolpið rennur í litlum skurðum í gegnum búðirnar og fellur fram af kletti og dreifist í kringum námurnar. Heilu vötnin hafa nú mengast vegna slæmrar umhirðu. Lögum samkvæmt er fyrirtækjum skylt að greiða hluta arðsins til starfsmanna fyrirtækisins. Hinsvegar eru 1000 verkamenn nú á tímabundnum ráðningarsamning sem gerir fyrirtækjunum kleift að komast framhjá þessum lögum. Ríkisstjórn Perú hefur sent eftirlitsmenn í námurnar en þeir hafa engin áhrif á vinnuaðstæður eða framkvæmd graftarins. Eftir þær umræður og mótmæli sem hafa skapast vegna námugraftar í Casapalca hefur samfélagið verið rekið úr Landssambandi námugraftar, olíu og orku.

Nú hafa 4500 verkamenn verið reknir eftir að hafa skráð sig í verkalýðsfélög til að berjast gegni betri vinnuaðstæðum og hærri launum. Aðstæðurnar mun heldur ekki koma til með að skána. Heimsverð á málmi hefur fallið mikið í verði og þá sérstaklega kopar og sink sem hefur fallið um 35% síðan í fyrra. Meirihluti verkamanna í námugreftri eru innfæddir Perúbúar, sem koma úr fátækum landshlutum og eru þvingaðir til að starfa í námum vegna ásetnings yfirvalda að halda samfélögum í Andes fjöllunum undir fátæktrarmörkum svo nægt vinnuafl sé til staðar fyrir námurnar í kring.

Afhverju er ég hér að tala um Perú? Það vill svo til að fyrirtækið Pan American Silver Corporation er eitt námufyrirtækjanna á þessu svæði og stofnandi og stjórnarformaður þess er Ross Beaty, stofnandi og stjórnarformaður MAGMA Energy. Fyrirtækið stundar ekki eingöngu námugröft í Perú heldur einnig í Mexíkó og Bólivíu og eru þær 8 talsins. Eins og kannski margir vita þá hefur MAGMA keypt 10% hlut GGE í HS Orku og reynir nú að festa kaup á hlut OR og Hafnarfjarðarbæjar, eða samtals, 31.3%. MAGMA bauð einnig í hluti Sandgerðis, Voga og Garðs.

Fyrirtæki eins og MAGMA verður til með beitingu ofbeldis, bæði gegn jörðinni og íbúum þess. Enginn er að fara að segja mér að Perú búinn hér fyrir ofan vilji starfa í námugreftri. Hann er þvingaður þangað vegna þess að engir aðrir kostir eru í stöðunni svo hann geti séð fyrir sér og fjölskyldunni sinni. Þarna spila spillt yfirvöld stóran hlut og selja auðlindir landsins á tombólu í stað þess að hafa hagsmuni þegna landsins í brjósti og líta svo undan þegar verkamenn biðja um bættari vinnuumhverfi og hærri vasapening. Erlendir fjárfestar hugsa aðeins um eitt; gróða, og í landi þar sem spillt ríkistjórn býður þeim námur án þess að setja nein skilyrði um öryggi verkamanna eða mannsæmandi laun, afhverju ætti fyrirtækið að taka frumkvæðið?

Meira en helmingur heimsbúa, 3 milljarðar, búa við sömu kjör og verkamaðurinn sem var lýst hérna fyrir ofan og þeim fer fjölgandi. MAGMA var stofnað fyrir þann gróða sem þrælavinnan í þessum námum skilaði og nú ætla yfirvöld hér í landi að taka við fjárhæðum sem eru útataðar blóði og óréttlæti. Það skiptir greinilega engu máli því MAGMA er ekki Pan American Silver. Það er annað fyrirtæki með aðra kennitölu. Svo lengi sem það er með aðra kennitölu þá eru yfirvöld með hreina samvisku. Það virðist vera auðvelt að þvo af sér blóðið undir þessu flaggi.

“There are no rich people in the world, and there are no poor people. There are just people. The rich may have lots of pieces of green paper that many pretend are worth something—or their presumed riches may be even more abstract: numbers on hard drives at banks—and the poor may not. These “rich” claim they own land, and the “poor” are often denied the right to make that same claim. A primary purpose of the police is to enforce the delusions of those with lots of pieces of green paper. Those without the green papers generally buy into these delusions almost as quickly and completely as those with. These delusions carry with them extreme consequences in the real world. Traditional communities do not often voluntarily give up or sell the resources on which their communities are based until their communities have been destroyed. They also do not willingly allow their landbases to be damaged so that other resources—gold, oil, and so on —can be extracted. It follows that those who want the resources will do what they can to destroy traditional communities.”

– úr bókinni ‘Endgame‘ eftir Derrick Jensen

Þessi grein er tekin af anarkistavefnum svartsokka

Náttúruvaktin