mar 01 2011

Sól á Suðurlandi boðar til samstöðufundar gegn virkjunum í neðri Þjórsá

Þann 2. mars mun Sól á Suðurlandi boða til samstöðufundar gegn virkjunum í neðri Þjórsá. Lagðar verða fram kröfur um að virkjanaáform í neðri Þjórsá verði slegin af og sátt sköpuð í samfélögum sem hafa um árabil verið klofin vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda.

Auk talsmanna Sólar á Suðurlandi munu uppistandsstúlkurnar Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir stíga á stokk og hljómsveitin Mukkaló flytur tónlist.

Fundurinn verður haldinn á efri hæð kaffihússins Glætunnar, Laugavegi 19, kl. 17.00, miðvikudaginn 2. mars.?

Náttúruvaktin