Greinar

jún 24 2008

Lygar og útúrsnúningar – Um hergagnaframleiðslu Alcoa


Erna Indriðadóttir gefur það í skyn að Alcoa framleiði aðeins ál og hafi ekkert um framtíð þess og notkun að segja. Það eru lygar og útúrsnúningar.

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Morgunblaðið, 24. júní 2008

Svar Ernu Indriðadóttur, upplýsingastjóra Alcoa Fjarðaáls, í Morgunblaðinu við skrifum Bjarkar Guðmundsdóttur er aumkunarvert og efni í frekari greinaskrif. Það sem stendur vissulega upp úr er útúrsnúningur hennar varðandi meinta hergagnaframleiðslu og mannréttindabrot Alcoa en Erna telur að Björk eigi þar við þá staðreynd ,,að ál er notað í nær öll farartæki undir sólinni, þar á meðal herflugvélar og bíla, geimferjur og eldflaugar.“ Hún heldur svo hvítþvottinum áfram með tali um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins og sjálfbærnisverkefni.

Til að nota orðalag Ernu kveður þarna við gamlan tón því þessum útúrsnúningi hefur Alcoa Fjarðaál alltaf beitt þegar fyrirtækið er sakað um bein tengsl við stríðsrekstur og hergagnaframleiðslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins reyna að láta líta svo út fyrir að Alcoa framleiði bara ál og selji það, en hafi hins vegar ekkert um framhaldslíf þess að segja. Það er löngu kominn tími til að blása á þessa vitleysu.

Read More

apr 20 2008
3 Comments

Stofnandi Saving Iceland ákærður af íslenskri lögreglu


Mánudaginn 21. apríl 2008 kemur stofnandi Saving Iceland, Ólafur Pall Sigurðsson fyrir héraðsdóm Austurlands ákærður fyrir eignaspjöll. Ákæran er til komin vegna atburða í mótmælabúðunum við Snæfell í júlílok 2006.

Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér. Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu.
Read More

mar 08 2008

Er þekking best í hófi í þekkingarsamfélagi?


Guðmundur Páll Ólafsson,rithöfundur og náttúrufræðingur, skrifar um áhrif virkjana á jökulár landsins. Greinin birtist í mars 2008.

Þótt þorskur sé ekki talinn „skepna skýr“ veit hann að hollt er að eiga samleið með jökulám landsins. Hann veit að við ósa þeirra henta aðstæður hrygningu og klaki enda eru jökulfljótin einskonar skapanornir þorsksins. Þær búa honum aðstæður og örlög og munar ef til vill einna mest um systur þrjár: Ölfusá, Þjórsá og Skeiðará.

Hvergi við Íslandsstrendur hefur hrygning þorsks verið jafn öflug og umfangsmikil og framan við ósa Þjórsár. Hvergi er mikilvægara að fara að með gát en þar; ögn utar er Selvogsbanki – langstærsti og dýrmætasti banki landsins.

Read More

jan 07 2008

‘Af grunngildum samfélagsins’ eftir Miriam Rose


miriam-roseHöfundur flutti erindið á umræðufundi um „grunngildi samfélagsins“ sem haldinn var í Reykjavíkur Akademíunni 20. nóvember árið 2007.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig: Ég heit Miriam Rose, og er aðgerðasinni og umhverfisfræðingur frá Bretlandi. Ég var beðin um að tjá mig hér um reynslu mína af grunngildum íslensks samfélags, byggt á viðtali sem ég var í við Kastljós í október, eftir að mér var hótað með brottvísun úr landi vegna aðildar minnar að aðgerðum gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnar ykkar. Í bréfinu sem ég fékk, þar sem farið var fram að mér yrði vísað úr landi, stóð að ég ætti á hættu að vera brottræk gerð frá Íslandi í þrjú ár, enda væri hegðun mín �ógnun við grunngildi samfélagsins�.
Read More

des 16 2007

Ólafur Páll Sigurðsson í ‘Upp og ofan’ (Viðtal)


Jón Ólafsson (JÓ) ræðir við Ólaf Pál Sigurðsson (ÓPS) umhverfisverndarsinna og stofnanda samtakanna Saving Iceland í þættinum Upp og ofan á Rás 1. 16. desember, 2007.

Jón Ólafsson:
Góðir hlustendur, ég hef í haust fengið til mín fagfólk sem oftast hefur verið tengt einhverjum háskóla landsins og verið að fást við hluti sem að mér hafa fundist að tengdust bæði háskólasamfélaginu og líka pólitík. Í dag, í þessum síðasta þætti mínum, hef ég fengið hingað mann sem er ekkert tengdur háskólasamfélaginu en hins vegar mjög tengdur pólitík eða pólitískum aðgerðum en það er Ólafur Páll Sigurðsson, menntaður bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður en nú aðallega þekktur aktífisti og margir tengja hann væntanlega við samtökin Saving Iceland.
Read More

sep 01 2007

Atvinnumótmæli og umræðuplan


„Í svona samtökum eru aðeins þroskaheftir kjánar með brostna sjálfsmynd. Hópinn má leggja að jöfnu við glæpaklíkur, fótboltabullur, málaliða og hryðjuverkamenn. Liðsmennirnir búa líklegast ekki allir í 101 Reykjavík og eru krakkar úr austurbænum. Réttast væri að hýða þá opinberlega og þeir sem tala máli hópsins eru landráðamenn.“
.
Guðni Elísson
Lesbók
1. september 2007

Það er áhugavert að sjá hvernig íslenska fjölmiðlasamfélagið mótar með sér skilning á náttúruverndarsamtökunum Saving Iceland en fulltrúar þeirra aðhyllast borgaralega óhlýðni og hefur gjarnan verið lýst sem atvinnumótmælendum í samtímaumræðunni. Hér eru fyrst tvær almennar skilgreiningar á hugtakinu. Höfundar eru Ingi Geir Hreinsson og Birkir Egilsson:

„Ofdekraður, ofmenntaður einstaklingur sem aldrei hefur unnið handtak á sinni ævi, aldrei migið í saltan sjó eða tekið skóflustungu […]. Fjölmiðlasjúk fyrirbæri sem koma vælandi inn í kerfið sem þau eru að mótmæla. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeirra málstað. Það er fólk sem virkilega trúir og vill breytingar. Ég legg til að þau skilji sig frá þessu fólki, eins og Saving Iceland, það er þeim bara til minnkunar.“

Read More

ágú 19 2007

‘Goðsögnin um álver við Húsavík I-II’ eftir Ragnhildi Sigurðardóttur


Hrafnabjargafoss Það er von mín að sem flestir taki afstöðu byggða á raunverulegum gögnum um hvort þeir telji þessar álvershugmyndir vera velígrundaða umhverfisvæna aðgerð sem verði öllum íbúum landsfjórðungsins til heilla og ánægju. Fyrir mér vekur umtal og áróður álverssinna hinsvegar upp margar spurningar, t.d.: “Hvenær verður múgsefjun að sannleika og hvenær verður tálsýn að veruleika?”

GOÐSÖGNIN UM ÁLVER VIÐ HÚSAVÍK I – ER ORKAN VIÐ BÆJARDYRNAR?

Margt hefur verið rætt og ritað um fyrirhugað álver ALCOA á Bakka við Húsavík. Hver framámaðurinn á fætur öðrum berst við að mæra hugmyndina og svo er nú komið að allir stjórnmálaflokkar nema Íslandshreyfingin og Vinstri grænir styðja uppbyggingu þess. Málatilbúnaður álversmanna er allur á eina vegu “nýtum orku í heimabyggð”, “Húsvíkingar eiga rétt á að fá álver”, “álverið nýtir eingöngu raforku sem aflað er við bakdyrnar á Húsavík”, “litlar línulagnir”, “aðeins áróður umhverfisverndarsinna að það eigi að virkja Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum”, “jarðhitaorka hefur lítil umhverfisleg áhrif”, “undirbúningsvinnan er sérlega vönduð”. Hvað skyldi hins vegar vera til í þessum fullyrðingum? Er eitthvað meira sem liggur hér að baki? Eru Húsvíkingar og viðkomandi stjórnmálamenn að æða áfram blindandi án þess að hafa kynnt sér staðreyndir málsins

Orkuöflun: Miðað við 250 þúsund tonna ársframleiðslu af áli þarf að reisa 550 MW virkjanir, sem framleiða um 3700 GWst á ári. Við undirritun viljayfirlýsingar um álver á Húsavík tilkynnti forstjóri ALCOA um áform sín að byggja strax 300 þúsund tonna álver (sem þarf 660 MW ), en Þingeyingar mega samt gera ráð fyrir að fyrirtækið geri kröfur um að minnsta kosti 500 þúsund tonna álver áður en yfir lýkur. Samkvæmt staðarvalsskýrslu Alcoa hyggst fyrirtækið ná orku frá:

1)Þeistareykjum (80 MW),
2)Kröflu I (100 MW),
3)Kröflu II (120 MW),
4)Bjarnarflagi (80MW),
5)Gjástykki (80 MW) og
6)Hrafnabjörgum (90 MW).

raflinur a nordurlandi

Að ofan: Hugmyndir Landsvirkjunar um lagningu raflína á Norðausturlandi (mynd frá Landsvirkjun)

Reisa þarf því 5 ný orkuver í Suður-Þingeyjarsýslu auk sem Krafla I verður nær tvöfölduð. Sum þessara svæða eru afar lítt rannsökuð og því óljóst um gæftir í orkuöflun. Spurningar sem vakna eru meðal annars þær: 1) ALCOA gerir ráð fyrir að fá alla núverandi orku Kröfluvirkjunar um 60 MW – sú orka er þegar seld þannig að einhversstaðar hlýtur að eiga að virkja til að fylla upp í orkuþörf landsnetsins. 2) Hvaðan á að ná í helmingi meiri orku fyrir stækkun álversins? 3) Af hverju eru álversmenn sannfærðir um að Skjálfandafljóti með Hrafnabjargafossi og Aldeyjarfossi verði ekki fórnað fyrir álverið, þrátt fyrir að ALCOA geri ráð fyrir Hrafnabjargavirkjun í staðarvalsskýrslunni? 4) Venjulega er gert ráð fyrir 30 ára líftíma jarðhitavirkjana, hvað tekur við að þeim tíma liðnum? Á þá álverið að pakka niður?

Orka við bæjardyrnar: Miðað við fyrsta áfanga álversins þarf að leggja raflínur sem liggja rúmlega 114 km frá Mývatnssveit og 64 km til viðbótar frá Hrafnabjörgum. Til að ná 300 þúsund tonna ársframleiðslu gæti þurft að ná í orku frá Villinganes- og Skatastaðavirkjunum, en raflínur frá þeim koma til með að liggja frá Skagafirði þvert yfir Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu alla leið til Húsavíkur – það er að segja ef Þingeyingar vilji ekki fórna meir af Skjálfandafljóti og ef Jökulsá á Fjöllum verði ekki fórnað. Hvaðan orkan fyrir 500 þúsund tonna álver á að koma er allsendis óljóst, en þarf að liggja fyrir áður en bygging álvers verður ákveðin.

Áhugasömum er bent á að kynna sér staðarvalsskýrslu ALCOA

GOÐSÖGNING UM ÁLVER VIÐ HÚSAVÍK II – ER ORKAN VIRKILEGA VÆN OG GRÆN?

Margt hefur verið rætt og ritað um fyrirhugað álver ALCOA á Bakka við Húsavík. Hver framámaðurinn á fætur öðrum berst við að mæra hugmyndina og svo er nú komið að allir stjórnmálaflokkar nema Íslandshreyfingin og Vinstri grænir styðja uppbyggingu þess. Málatilbúnaður álversmanna er allur á eina vegu “jarðhitaorka hefur lítil umhverfisleg áhrif”, “undirbúningsvinnan er sérlega vönduð”. Hvað skyldi hins vegar vera til í þessum fullyrðingum?

Mengun vatns frá jarðhitavirkjunum: Margt hefur verið ritað um mengun frá álverum. Má þar nefna krabbameinsvaldandi PAH efni sem berast með kerbrotum út í náttúruna og flúor, brennisteinssambönd og koltvísýring, sem berst út í andrúmsloftið. Minna hefur verið rætt um áhrifin frá jarðhitavirkjununum sjálfum. Fyrir utan augljóst rask á landi, eins og Sunnlendingar hafa orðið áþreifanlega varir við með tilkomu Hellisheiðarvirkjunar, þá er helsta mengun frá jarðhitavirkjunum á formi hávaða, útblásturs og affalsvatns. Í affalsvatni háhitasvæða eru helstu mengunarefnin brennisteinsvetni, arsenik, bór, kvikasilfur og aðrir þungmálmar eins og blý, kadmíum, járn, sink, mangan, en liþíum, ammóníak og ál er einnig stundum í skaðlegu magni. Af þessum efnum er arsenik sérstakt áhyggjuefni í jarðhitavökva á Mývatnssvæðinu, enda eitrað og hættulegt lífríkinu. Nauðsynlegt er að skoða til fullnustu hvort fimmföldun á orkuöflun í Mývatnssveit valdi skaða á lífríkinu í vatninu og umhverfi þess, en samanlögð umhverfisáhrif virkjananna hafa ekki verið metin.

Útblástur gróðurhúsalofttegunda: Miðað forsendur matskýrslna fyrir Kröflu og Bjarnarflag má gera ráð fyrir að 1300 tonn af koltísýringi (CO2)og 108 tonn af brennisteinsvetni (H2S) verði leyst út í andrúmsloftið fyrir hvert virkjað MW. Á tiltölulega afmörkuðu svæði og í nágrenni þéttbýlisins í Reykjahlíð koma til með að leysast út í andrúmsloftið 390 þúsund tonn af CO2 og rúm 32 þusund tonn af H2S á ári. Brennisteinsvetni er eitruð lofttegund, en styrkur þess má ekki fara yfir 10 ppm á vinnustöðun á Íslandi miðað við 8 tíma vinnudag. Við þetta bætist síðan útblástur frá Þeistareykjum og Gjástykki, en miðað við sömu forsendur og ef orkuforsendur staðarvalsskýrslu ALCOA eru hafðar til grundvallar með 90 MW vatnsaflsvirkjun í Skjálfandafljóti, verður CO2 útblástur jarðhitavirkjananna í heild sennilega alls um 600 þúsund tonn á ári, sem er álíka mikið og heildarútblástur allra samgangna er hér á landi. Til samanburðar verður útblástur álversins um 375 þúsund tonn á ári. Verði orkunnar eingöngu aflað með jarðhitavirkjunum þá liggur nærri að útblástur CO2 sé helmingi meiri í orkuöfluninni en frá álverinu sjálfu. Ég tel það vera tími vera kominn til að við Íslendingar horfumst í augu við þá staðreynd að þessi græna orka okkar er ef til vill ekki svo græn í reynd.

Staða Mývatnssveitar: Ásýnd sveitarinnar, sem þó á að heita vernduð með náttúruverndarlögum, kemur til með að breytast umtalsvert til norðausturs þegar framkvæmdum líkur. Nokkrar vinsælustu gönguleiðir ferðamanna raskast verulega. Margfalt magn af gufustrókum leggur til himins og svæðið verður undirlagt af steypu og rörum. Þar sem um 32 þúsund tonn brennisteinsvetnis koma til með að streyma upp í andrúmsloftið árlega í nágrenni aðalþéttbýlissvæðis sveitarinnar, þætti mér eðlilegt réttlætismál íbúa Mývatnssveitar að rækilega verði kannað hvort styrkur efnisins sé líklegur til að fara yfir leyfileg mörk. Úr þessu verður að ganga úr skugga áður en “of seint” verður að snúa við. Fyrirsjáanlegt er að baráttan fyrir verndun náttúru Mývatnssveitar, sem staðið hefur yfir í hartnær 40 ár, á eftir að harðna á ný. Samsvörunin við baráttuna fyrir verndun Þjórsárvera er sláandi.

Það er von mín að sem flestir taki sér tíma og myndi sér sjálfir skoðun á goðsögnini um álver á Bakka við Húsavík og nýtingu jarðvarmaorku fyrir álver almennt. Það er von mín að sem flestir taki afstöðu byggða á raunverulegum gögnum um hvort þeir telji þessar álvershugmyndir vera velígrundaða umhverfisvæna aðgerð sem verði öllum íbúum landsfjórðungsins til heilla og ánægju. Fyrir mér vekur umtal og áróður álverssinna hinsvegar upp margar spurningar, t.d.: “Hvenær verður múgsefjun að sannleika og hvenær verður tálsýn að veruleika?”

ágú 04 2007

‘Atvinna í boði’ eftir Önnu Björk Einarsdóttur


auglysingVar uppspunnin auglýsing eftir atvinnumótmælendum heimildin á bak við frétt ríkissjónvarpsins um að atvinnumótmælendur fái greitt fyrir störf sín? Einn af höfundum auglýsingarinnar spyr í eftirfarandi grein og veltir fyrir sér viðhorfum til mótmælenda. 

 

Menningarblað/Lesbók
Laugardaginn 4. ágúst, 2007

Nennir þetta fólk ekki að vinna?! „Þegar umræðan um atvinnumótmælendur er skoðuð kemur fljótt í ljós þversögn því að á sama tíma og forskeytið atvinna er notað í niðrandi tón um mótmælendurna eru þeir sífellt sakaðir um að nenna ekki að leggja stund á atvinnu.“

Var uppspunnin auglýsing eftir atvinnumótmælendum heimildin á bak við frétt ríkissjónvarpsins um að atvinnumótmælendur fái greitt fyrir störf sín? Einn af höfundum auglýsingarinnar spyr í eftirfarandi grein og veltir fyrir sér viðhorfum til mótmælenda.

„Atvinnumótmælendur vantar núna. Reynsla æskileg en allir velkomnir. Borgað samkvæmt taxta, bónus fyrir kranaklifur. Sendið umsókn á atvinnumotmaelandi@gmail.com.“

Þessi smáauglýsing birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is fimmtudaginn 26. júlí. Sama kvöld var því slegið upp í kvöldfréttum RÚV að mótmælendur á vegum Saving Iceland fengju greitt fyrir þátttöku í aðgerðum og jafnvel aukalega fyrir handtökur. Ekki fylgdi sögunni hver stæði á bak við greiðslur til mótmælenda né hversu háar fjárhæðir væri um að ræða.

Read More

ágú 03 2007

Að hafa mótmæli að atvinnu – Hugleiðing um hugtakið atvinnumótmælandi


„Furðulegt háttalag Ríkissjónvarpsins þarfnast frekari skýringa svo ekki sé meira sagt.“

Sindri Freyr Steinsson
Verðandi
Ág. – Sept. 2007

Flestir landsmenn hafa frétt sitthvað af aðgerðum samtakanna Saving Iceland. Í umfjöllunum um samtökin ber orðið atvinnumótmælandi oft á góma. En er það í raun svo að fólk fái borgað fyrir að mótmæla og láta handtaka sig?
Read More

júl 24 2007

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Hafnarfirði


LANDSVIRKJUN Á AÐILD AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í SUÐUR AFRÍKU, SEM ER KEYRT ÁFRAM MEÐ KOLUM OG KJARNORKU

Fréttatilkynning

HAFNARFJÖRÐUR – Saving Iceland hefur lokað aðgangi að álveri Rio Tinto-ALCAN í Straumsvík. Um það bil 20 mótmælendur hafa læst sig saman og klifrað upp í krana á vinnusvæðinu. Saving Iceland mótmælir fyrirhuguðu álveri Rio Tinto-ALCAN á Keilisnesi eða Þorlákshöfn, stækkun álversins í Hafnarfirði og nýju álveri í Suður-Afríku sem verður keyrt áfram af kolum og kjarnorku.

,,Mótmæli gegn Alcan hafa skilað sínu. Hafnfirðingar höfnuðu að sjálfsögðu fyrirhugaðri stækkun í Straumsvík og nýlega varð fyrirtækið að hætta þáttöku sinni í báxítgreftri í Kashipur, Norðaustur Indlandi, vegna mótmæla gegn mannréttindabrotum þeirra og umhverfiseyðingu. Alcan hefur verið ásakað fyrir menningarútrýmingu í Kashipur , þar sem námur og stíflur hafa þegar neytt 150.000 manns til þess að yfirgefa heimkynni sín, mest megnis innfædda . Norsk Hydro hætti þáttöku sinni í verkefninu eftir að lögreglan pyntaði og kveikti í mótmælendum, og þá kom Alcan inn í málið.” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.

Read More

Náttúruvaktin