Greinar

júl 23 2007

Fjandsamlegur fréttaflutningur


SI Conference 

Natturan.is
9. júlí, 2007

Um helgina var haldin ráðstefna til bjargar íslenskri náttúru, að Hótel Hlíð í Ölfusi undir yfirskriftinni „Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna“.

Ræðumenn á ráðstefnunni voru m.a. Dr. Eric Duchemin, adjunct prófessor við háskólann í Québec, Montréal, Kanada og rannsóknarstjóri DREX environnement, hefur verið í forsvari fyrir Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) Sameinuðu þjóðanna. Rannsóknir hans hafa leitt til þess að vatnsorka er ekki sjálfkrafa flokkuð sem ,,hrein orka“. Hann fjallaði um áhrif stórstíflna á loftslag. Auk þess stigu þeir Ómar Ragnarsson, Guðbergur Bergsson og Andri Snær Magnason í ræðupúlt og margir fleiri.

Read More

Síður: 1 2

júl 19 2007

Fyrsti dagur ráðstefnu Saving Iceland


Eggin.is
Mánudagur, 09 júlí 2007
Höfundur: Hrafn H. Malmquist

Margt athyglisvert kom fram á ráðstefnu þeirri sem Saving Iceland skipulagði við Hótel Hlíð í Ölfusi um síðustu helgi. Það er hreint út sagt furðulegt hversu dræm mæting var á hana. Nei það var ekkert ráðstefnugjald. Ég hef hins vegar heyrt því fleygt að fólk sé smeykt við þá ímynd mótmælenda að þeir séu öfgasinnaðir vitleysingjar sem tolla ekki í (alvöru) vinnu. Það finnst mér líklegri útskýring. Ekki þarf nema að líta á nokkra athugasemdir á moggablogginu um mótmælin í Kringlunni um daginn. Hvers vegna fólk fordæmir svo auðveldlega án þess að reyna einu sinni að taka málefnalega afstöðu, er mér hulin ráðgáta.

Að hitta fólk í eigin persónu sem er komið langa leið til þess að reyna að skilja betur hvernig alþjóðleg stórfyrirtæki menga og hagnast og komast upp með það er mjög sérstök tilfinning. Heimurinn smækkar og manni verður alvaran ljós. Nú hugsa kannski margir að fólkið sem hingað kom séu talsmenn einangraðra minnihlutahópa sem endurspegli ekki ástandið eða vilja almennings. Staðreyndin er hins vegar sú að í Trínidad og Tóbagó, Brasilíu, Indlandi, Suður-Afríku, Kanada, Íslandi og víðar er þróunin sú sama. Ákvarðanataka fer fram í höfuðstöðvum í Bandaríkjunum og hræðilegar afleiðingar líta dagsins ljós í mörg þúsund kílómetra fjarlægð.

Það er varla hægt að finna skemmtilegri fundarstjóra fyrir ráðstefnur en Reverend Billy frá Bandaríkjunum, forysturíki neyslumenningarinnar. Hann slær tvær flugur í einu höggi með hárbeittri ádeilu sinni á bókstafstrú kristinna þar í landi og hinni gegndarlausu græðgi sem einkennir markaðskerfi vesturlanda. Í inngangserindi sínu talaði hann um Stealth-tæknina sem hjúpar hina leyndardómsfullu stjórnmálaleiðtoga sem bjóða kjósendum lausn frá veraldlegri fátækt og pínu og trúarbragðaleiðtogum (les imbaprestum) sem telja sig geta boðið algildari lausn þar fyrir vestan.

Hinn þjóðþekkti rithöfundur Guðbergur Bergsson tók fyrstur af skarið og sýndi á sér nýja hlið. Ástæðan fyrir því að Íslendingar láta stórfyritæki vaða yfir sig er að Íslendingar eru undirgefnir að eðlisfari. Hann hefur fram að þessu ekki málað sig grænan líkt og mörg stórfyrirtæki hafa gert í dag en ólíkt þeim var hann nokkuð sannfærandi. „Ekki gráta mig, grátið börn ykkar” á Jesús að hafa sagt við hóp kvenna sem umkringdu hann og örvæntu við krossinn. Enn, segir Guðbergur, gráta mæður börn sín vegna þess að framtíðin er ekki björt. Maðurinn hefur alla tíð óttast náttúruna en í dag óttast hann um afdrif náttúrunnar.

Andri Snær tók næstur við og gerði skilmerkilega grein fyrir hlutdrægni íslenskra fjölmiðla í umfjöllun sinni um áliðnaðinn og þær virkjanir sem hann þarfnast. Hann sýndi skjámyndir af lofsamlegri umfjöllun RÚV um möguleg viðskipti Rusal, rússneska álframleiðandans, og íslenskra stjórnvalda. Þar var látið vel að fyrirtækinu og talað um hæfa stjórn, samfélagslega ábyrgð, o.fl. í þeim dúr. Það vildi ekki betur til en svo að um sömu mundir birti ekki ómerkilegra blað New York Times þar sem háttsettur maður hjá fyrirtækinu var bendlaður við morð og fleiri glæpi. Andri hefur í kjölfar metsölubókar sinnar, Draumalandsins, orðið vinsæll fyrirlesari og álitsgjafi í fjölmiðlum. Meðal þeirra mýta sem hann hefur flett ofan af er sú dæmalausa kenning að „Íslendingum beri siðferðileg skylda til þess að virkja”. Ekki þegar afrakstur þess er aukinn hagnaður álfyrirtækja á spottprís. 1

Attilah Springer kom hingað frá karabíska eyríkinu Trínidad og Tóbagó. Hún fann sig knúna til þess að taka þátt í baráttu félagasamtakanna Rights Action Group.2 Henni virtist mikið niðri fyrir þegar hún lýsti því hvernig ALCOA kom til samninga við jámennina sem sitja í ríkisstjórn T&T sem án samráðs við íbúa samþykktu byggingu tveggja álvera nálægt smábænum Point Fortin á Trínidad. Hún lýsti því hvernig óléttar apynjur hefðu flúið undan verkamönnum sem einn daginn birtust og hófust handa við að fella tré, örvita af hræðslu. Íbúarnir voru alveg jafn forviða því ekkert samráð hafði verið haft við þá. Í Hafnarfirði var stækkun álversins í Straumsvík nýlega hafnað. Hvernig ætli slíkt lýðræðislegt ferli gangi fyrir sig í Trínidad?

Ráðstefnugestir voru upplýstir um margt sem stórfyrirtækin vilja ekki að séu á almannavitorði enda var það tilgangur ráðstefnunnar að sameina umhverfisverndarsinna nær og fjær og skiptast á skoðunum og upplýsingum. Aflétta leyndinni og virkja almenning.

Tilvísanir

1 – Sjá bæklinginn Lowest energy prices

2 – Sjá http://nosmeltertnt.com/ og Smelter Struggle: Trinidad Fishing Community Fights Aluminum Project

júl 19 2007

Skammist ykkar! Bréf til Blaðsins frá Saving Iceland aktívista


Engar kylfur notaðar?!cr

MYND: Í ágúst 2006 fullvissaði Óskar Bjartmarz yfirlögregluþjónn lesendur Morgunblaðsins um að kylfum væri ekki beitt gegn mótmælendum. Með greininni birtist þessi mynd sem var tekin sömu viku á Kárahnjúkum.

Leiðarinn ‘Vantrú á málstaðnum’ (3. júlí) eftir ritstjóra Blaðsins, Ólaf Þ. Stephensen, er svipuð öðrum greinum sem hafa verið birtar í íslenskum dagblöðum í aðdraganda ráðstefnu Saving Iceland (S.I.) í Ölfusi nú í sumar. Þessar greinar hafa einkennst af viljandi fáfræði um umræðuefnið, þ.e.a.s. mótmælendurna sem eins og ég starfa með eða innan S.I.

Ég vil persónulega mótmæla harðlega þeim ásökunum að ég sé rekin áfram af þörf fyrir hugsunarlaus átök, sé andlega vanheil á einhvern hátt eða að líf mitt vanti svo sterklega spennu að ég þurfi að ferðast til afskekktrar eyju langt í norðri á hverju sumri til þess eins að lenda í rifrildi við lögregluþjóna sem vilja henda mér út úr tjaldinu mínu. Hvað þykist Ólafur vita um líf okkar eða hvað það er sem drífur okkur áfram þegar hann hefur aldrei lagt það á sig að tala við okkur og komast að því sjálfur?
Sú staðhæfing að við séum ekkert annað en óeirðahópur til leigu er ekkert annað en rógburður og lygi sem stenst engan veginn nánari skoðun. Þvert á móti höfum við viljað sýna samstöðu með þeim mörgu örvæntingarfullu einstaklingum á Íslandi sem horfa upp á hvernig náttúran sem þeir elska hefur verið eyðilögð, og við höfum líka heillast af þessari náttúru.
Það segir meira um neikvæðni ritstjórans en okkar að hann skuli ekki geta ímyndað sér þann möguleika að okkur þyki vænt um þá einstæðu, óspilltu náttúru sem enn er að finna á Íslandi og að það sé vegna hennar en ekki okkar sjálfra sem við erum tilbúin til að standa í vegi fyrir þessari eyðileggingu. Það er það sem við höfum verið að gera: setja líkama okkar bókstaflega á milli nánast ósnortinnar náttúru og eyðileggingarvélanna, hlekkjuð við þær og leggjum þannig líf okkar að veði. Hvernig er hugsanlega hægt að hafa meiri trú eða staðfestu gagnvart málstað en að vera tilbúinn að hætta sínu eigin lífi fyrir hann?
Samt notar Ólafur orðið skemmdarverk margoft til að lýsa aðgerðum S.I. enda þótt engin skemmdarverk hafi verið framin í nafni samtakanna í raunveruleikanum. Sakfellingarnar sem hann tengir á misvísandi hátt við orðið skemmdarverk eru næstum allar fyrir “óhlýðni við lögregluna”, sem er væg ákæra og reyndar mjög vafasöm.
Eins virðist það vera í flestum tilvikum regla hjá íslenskum fjölmiðlum að í hvert skipti sem lögreglan gengur yfir strikið og beitir ofbeldi gegn mótmælendum þá eru mótmælin sjálf úthrópuð sem ofbeldisfull. Þetta eru ógeðfelld vinnubrögð, sérstaklega í ljósi þess að þeir sem tekið hafa þátt í mótmælum S.I. eru friðarsinnar af djúpri sannfæringu.

En hverjir eru það sem valda hinum raunverulega skaða? Hverjir hafa gerst sekir um stórfelld skemmdarverk á kostnað sjálfrar móður náttúru?
Dómstólar dæma eftir bókstaf laganna sem er bæði þröngur og hliðhollur valdinu. En er það ekki stórfelldur glæpur frá siðferðilegu sjónarmiði gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum að valda óafturkræfum skaða á ómetanlegum náttúruverðmætum? Eða er það þvert á móti glæpur að reyna með friðsamlegum hætti að hindra þessa náttúruböðla?
Það er leitt að gagnrýnendur okkar innan íslenskra fjölmiðla skuli ekki hafa hirt um að fylgja eftir fljótfærnislegum og illa grunduðum árásum sínum á okkur með því að mæta okkur í upplýsandi umræðu á ráðstefnu okkar í Ölfusi eða fréttafundi sem þeim var boðið til á fyrsta degi ráðstefnunnar. Því miður kjósa menn heldur að skapa mynd af okkur sem brjálæðingum í greinaskrifum en að spyrja okkur sjálf gagnrýninna spurninga.

Rebecca E.

Engar kylfur notaðar?!cr

Sjá einnig: „Who Pays Saving Iceland?“

júl 14 2007
1 Comment

Lögregluofbeldi á Snorrabrautinni í dag


Einar Rafn Þórhallsson
Eggin.is
14. júlí, 2007

 

Á leið minni heim í dag sá ég hóp af fólki í göngu. Ég vissi að til stóð að halda einhverskonar mótmælagöngu í dag, auglýsta sem rave party og ákvað að ganga í hópinn. Þá kom í ljós að lögreglan hafði stoppað gönguna á Snorrabraut. Göngumenn létu það greinilega ekki á sig fá en þarna voru trúðar með trúðalæti og mikið af fólki að fylgjast með, borðar með slagorðum gegn alþjóðlegum stórfyrirtækjum voru á lofti og fólk að dansa og skemmta sér. Lögreglan fylgdist prúð með og virtist vera í góðu skapi, hún hleypti bílum í gegn og að lokum var Snorrabraut lokað við Flókagötu. En einhverra hluta vegna leyfði hún göngunni ekki að halda áfram, og ljúka sér af, heldur stöðvaði hana á miðri Snorrabraut í rúma 2 klukkutíma.

Read More

júl 14 2007

‘Stóra samhengið’ eftir Guðmund Pál Ólafsson náttúrufræðing


Virkjanaæði stjórnvalda stefnir fiskimiðum landsins í voða

Handan stærstu stíflu veraldar, í Kína, er afkróað hráefni sem nærir heilt vistkerfi.
J. Marshall. “Þriggja Gljúfra stíflan ógnar fengsælli veiðislóð”. 2006

Þann 25. febrúar 2006 birtist sláandi grein í New Scientist um niðurstöður kínverskra náttúrufræðinga sem fylgst hafa með vistkerfi Austur-Kínahafs frá árinu 1998 með það í huga að geta sagt til um áhrif Þriggja Gljúfra stíflu á lífríki hafsins. Vatnssöfnun í lónið hófst árið 2003.
Read More

júl 09 2007

Vonarneistinn sem mun lýsa upp skugga eyðileggingar


Eggin.is
Mánudagur, 09 júlí 2007
Höfundur: Einar Rafn Þórhallsson

Annar dagur ráðstefnu Saving Iceland hófst á fallegum sunnudegi. Spáð var regni en sólin skein á ráðstefnugesti. Séra Billy hóf dagskrána með krafti, þar sem hann messaði yfir fólki og sagði Ísland vera að stefna sömu leið og Bandaríkin þar sem við gleymum okkar eigin menningu og upphefjum falskar hetjur sem eyðileggja landið okkar. Þess vegna þarf Ísland rödd til þess að það verði ekki drepið í þögn. Við – ráðstefnugestir – erum þessi rödd.

Eigum í stríði við ill öfl!

Fyrsti gestur á svið var Guðmundur Beck. Hann var með búskap í Reyðarfirði allt fram til að álverið kom. Hann er einn af miljónum sem hafa þurft að yfirgefa landið sitt vegna stóriðju í heiminum. Guðmundur talaði um sögu álæðisins á Reyðarfirði, og Austurlandi öllu, þar sem hann sagði að fólk ætti í stríði við ill öfl og það hefði ekki hugmynd um hvað það hafi beðið um. Að lokum kom hið stóra mannvirki Kárahnjúkavirkjun. Andstæðingar hennar mótmæltu en voru þaggaðir niður. „Núna búum við í skugga eyðileggingar,“ sagði hann.

Read More

mar 02 2007

Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning RÚV af skemmdarverkum í Hafnarfirði


Eggin.is
28 febrúar 2007
Höfundur: Ritstjórn

Saving Iceland hafa sent frá sér harðorða fréttatilkynningu vegna fréttaflutnings Ríkisútvarpsins þann 21. febrúar sl., af skemmdarverkum ELF, Earth Liberation Front, í Hafnarfirði í janúar. Skemmdarverkin voru unnin á þrem vinnuvélum á byggingarsvæði þar sem framkvæmdir við skólpdælustöð standa yfir, en munu hafa verið ætluð álveri Alcan í Straumsvík.

Saving Iceland gagnrýna RÚV harðlega fyrir að segja ELF bera ábyrgð á heimasíðunni SavingIceland.org, og benda á að ELF eiga sína eigin heimasíðu, EarthLiberationFront.com, auk þess sem Saving Iceland segjast ekki vita betur en að ELF hafi fram að þessu haldið sig einkum við Bandaríkin og ekki skipt sér sértaklega af umhverfismálum á Íslandi. Einnig benda þau á að frétt Saving Iceland af málinu hafi verið höfð eftir heimasíðu Earth First!, þar sem hver sem er geti greint frá aðgerðum. RÚV hafi hins vegar haldið áfram að vitna í Saving Iceland sem heimild, og þannig komið óbeinni sök á þau.

Read More

jan 22 2007

Fréttastofa RÚV hlutdræg með ólíkindum


Andrea Ólafsdóttir
22 janúar 2007

Fréttastofa RÚV sýndi mikla hlutdrægni í áramótaannál og sveik þar með skyldu sína og almenning í landinu. Ein meginskylda Ríkisútvarpsins skv. lögum er að það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Hlutleysið eða óhlutdrægnin er greinilega ekki til staðar í hvívetna og í annál RÚV kom í ljós alger þöggun og skýr afstaða fréttastofu (eða þeirra starfsmanna sem tóku saman efnið í annálinn) með stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Það mætti því spyrja í framhaldinu hvort fréttastofa RÚV sé í raun og veru búin að lýsa sig vanhæfa í að flytja fréttir um allt er varðar stóriðju? Read More

des 21 2006

‘Stórfyrirtæki, lýðræði og beinar aðgerðir’ eftir Sigurð Harðarson


1

Hlutverk stórfyrirtækja er alltaf að færa eigendum sínum aukinn auð og völd. Því stærri og umsvifameiri sem fyrirtæki verða því meiri áhersla verður á þetta. Sama á við um öll kerfi og stofnanir manna sem ætlað er að stýra samfélagi, því stærri sem þau verða, því meira snúast þau um að viðhalda sjálfum sér. Má vera að til séu stór fyrirtæki sem þetta á ekki við um en þau eru svo fá að þau ná ekki að hafa áhrif á valdaskipulag markaðarins. Read More

nóv 17 2006

Leiðréttingar á tólf alhæfingum um eðli og áhrif beinna aðgerða


STOP!

 

Andspyrna.org

Þegar vandamál koma upp í lýðræðislegu samfélagi þannig að fólki finnst vegið að frelsi sínu eða réttlætiskennd sinni misboðið, er fyrsta hugsun flestra að ríkisstjórnin eigi að gera eitthvað í málinu. Þegar hinsvegar þessi sama ríkisstjórn eða einhver stofnun hennar bera ábyrgð á óréttlætinu er hugað að kosningum – að kjósa betur næst – vitandi að í grundvallaratriðum mun það ekki breyta neinu. Read More

Náttúruvaktin