Fréttir @is

ágú 02 2008

Álversframkvæmdir á Húsavík í heildstætt umhverfismat


Síðasta Fimmtudag, 31. ágúst, ákvað Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra að gera þurfti heildstætt mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers Alcoa á Bakka við Húsavík, jarðvarmavirkjunum við Þeystareyki og Kröflu, og háspennulínum frá virkjununum til álversins. Í febrúar sl. ákvað Skipulagsstofnun að framkvæmdirnar væru ekki háðar heildstæðu umhverfismati og í kjölfarið kærði Landvernd ákvörðunina.
Heildstætt umhverfismat gerir það að verkum að fólki gefst að sjá heildaráhrifin, þ.e. raunveruleg áhrif verkefnisins. Þórunn hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki einnig krafist þess að álversframkvæmdir í Helguvík færu í gegnum heildstætt umhverfismat, enda ljóst að til þess að afla því álveri Norðuráls orku þarf að eyðileggja einstök jarðhitasvæði á Reykjanesinu. Read More

júl 29 2008
5 Comments

Aðrar hliðar Saving Iceland


Á meðan aðgerðabúðum Saving Iceland stendur hvert sumar, er líklegt að fólk mest athygli fjölmiðla beinist að beinum aðgerðum hópsins. En Saving Iceland stendur fyrir ýmsu öðru á meðan búðunum stendur og einnig allan ársins hring.
Indverski rithöfundurinn og sérfræðingur um áliðnaðinn, Samarendra Das er nú staddur hér á landi á vegum Saving Iceland og hefur nú þegar haldið þrjá opna fundi; Þriðjudaginn 22. Júlí í Friðarhúsi Samtaka Hernaðarandstæðinga, þar sem áhersla var lögð á tengsl álframleiðslu og stríðsreksturs; Miðvikudaginn 23. Júlí í Reykjavíkur Akademíunni, þar sem Samarendra fjallaði ásamt Andra Snæ Magnasyni, um hnattrænar afleiðingar álframleiðslu og braut á bak aftur goðsögnina um svokallaða ‘hreina og græna’ álframleiðslu; og í Keflavík, Fimmtudaginn 24. Júlí. Read More

júl 28 2008
3 Comments

Saving Iceland stöðvar jarðhitaborun á Hellisheiði


,,Orkuveita Reykjavíkur fjárfestir í landi langra lista mannréttindabrota!”

(Myndir frá Hengilssvæðinu hér að neðan)

HELLISHEIÐI – Í morgun stöðvaði umhverfishreyfingin Saving Iceland vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. Um 20 aktívistar hafa læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn til að hengja upp fána sem segir ,,Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen”. Hópurinn hafði einnig í huga að fara í stjórnstöðvarherbergi svæðisins. Read More

júl 25 2008

Saving Iceland í höfuðstöðvum Landsvirkjunar


FYRIRHUGUÐUM VIRKJUNUM Í ÞJÓRSÁ OG SAMSTARFI VIÐ ALCOA MÓTMÆLT

REYKJAVÍK – Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og samstarfi fyrirtækisins við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu (sjá r).

,,Við fordæmum áætlun Landsvirkjunnar um að reisa þrjár virkjanir í Þjórsá og eina í Tungnaá, sem m.a. á að byggja til þess að svara orkuþörf álvers Rio Tinto-Alcan í Hafnarfirði (1,2), þrátt fyrir að stækkun álversins hafi verið hafnað í íbúakosningum vorið 2007. Allt bendir nú líka til þess að virkjað verði í Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum, þar sem Alcoa hyggst nú reisa enn stærra álver á Bakka en áður var áætlað (3,4). Þar að auki eru framkvæmdir fyrirtækisins við Þeystareyki búnar að hafa í för með sér gífurlega eyðileggingu jarðhitasvæðisins (5). Til að bæta gráu ofan á svart eru framkvæmdirnar á Norðurlandi til þess eins að framleiða orku fyrir fyrirtæki sem sjálft viðurkennir að vera vopnaframleiðandi (6) og hefur margoft hlotið athygli fjölmiðla vegna hrikalegra mannréttindabrota sinna (7). Landsvirkjun ætti ekki að bjóða Alcoa velkomið til landsins” segir Jaap Krater frá Saving Iceland. Read More

júl 25 2008
1 Comment

Friðriki Sophussyni afhent brottvísunarbréf


ÞJÓRSÁRVIRKJUNUM OG HÓTUNUM UM EIGNARNÁM MÓTMÆLT

PDF – Brottvísunarbréf til Friðriks Sophussonar

Snemma í morgun var Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, vakinn upp og honum afhent brottvísunarbréf, þar sem kemur fram að Friðriki og fjölskyldu hans sé gert að yfirgefa hús sitt fyrir kl. 12:00 í dag, vegna hagsmuna þjóðarinnar. Ef ekki, verði eignarnámi beitt. Brottvísunarbréfið má lesa r.

Umhverfisverndarhreyfingin Saving Iceland afhenti honum bréfið og fordæmir á sama tíma fyrirhuguð virkjunaráform Landsvirkjunnar í Þjórsá, sem og hótunum fyrirtækisins um valdbeitingu gegn landeigendum við ánna.

Landsvirkjun hyggst nú reisa þrjár virkjanir í neðri Þjórsá, auk Búðarhálsvirkjunnar í Tungnaá. Þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi síðasta haust sagt að orka virkjananna myndi ekki fara til frekari stóriðjuframkvæmda er nú ljóst að Rio Tinto-Alcan er meðal kaupenda (1). Einnig er líklegt að Norðurál muni óska eftir orku úr Þjórsá, nú þegar hætt hefur verið við framkvæmd Bitruvirkjunnar (2). Read More

júl 21 2008

Saving Iceland stöðvar umferð að álveri Norðuráls og verksmiðju Járnblendifélagsins


GRUNDARTANGI – Rétt í þessu lokuðu 20 manns frá Saving Iceland hreyfingunni, umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og verksmiðju Íslenska Járnblendifélagsins (Elkem) í Hvalfirði. Fólkið hefur læst sig saman í gegnum rör og þannig skapað mennskan vegtálma. ,,Við mótmælum umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Fyrirhugaðar stækkanir Norðuráls og Elkem hér á landi munu leiða af sér eyðileggingu einstakra jarðitasvæða og einnig hafa í för með sér losun gífurlegs magns gróðurhúsalofttegunda” segir Miriam Rose frá Saving Iceland (1). Read More

júl 19 2008
4 Comments

Saving Iceland stöðvar vinnu á lóð Norðuráls í Helguvík


*NÝJAR FRÉTTIR* Öll vinna stöðvaðist í dag og aðeins einn var handtekinn. Honum var sleppt kl. 19:30.

HELGUVÍK – Snemma í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík. Hluti hópsins læsti sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana. Aðgerðinni er ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka .

Rétt eins og Century, vilja fleiri álfyrirtæki t.d. Alcoa og Rio Tinto-Alcan reisa ný álver hér á landi. Verði framkvæmdirnar að veruleika þarf að virkja hverja jökulá og jarðhitasvæði landsins.

Starfsemi fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík krefst frekari eyðileggingar á einstökum jarðhitasvæðum á Hellisheiði og Reykjanesi (1). Framkvæmdir hófust í Júní án þess að heilstætt umhverfismat hafi farið fram, og þrátt fyrir að fyrirtækið hafi hvorki orðið sér út um alla þá orku sem álverið þarfnast né þau leyfi sem gera starfsemi þess mögulega, t.d. leyfi fyrir losun gróðurhúsalofttegunda (2).

Read More

júl 15 2008

Vafasöm tengsl Orkuveitu Reykjavíkur


Í dag birtu Fréttablaðið og Iceland Review frétt sem sagði frá því að Saving Iceland hafi hafnað tilboði Orkuveitu Reykjavíkur um styrkveitingu. Varaformaður Orkuveitunnar, Ásta Þorleifsdóttir, sagði Fréttablaðinu að hún dáist að hugsjón Saving Iceland.

,,Við fögnun því að Orkuveitan Reykjavíkur hlusti á gagnrýni og að gagnrýnisraddir hafi t.d. leitt til þess að hætt var við byggingu Bitruvirkjunnar á Hengilssvæðinu. Samt sem áður er verið að stækka Hellisheiðarvirkjun fyrir álframleiðslu og því ber alls ekki að fagna. Orkuveitan er enn nátengd stóriðjuvæðingu Íslands, svo við getum ekki þegið nokkra krónu frá fyrirtækinu” segir Jaap Krater, frá Saving Iceland.

,,O.R. er einnig tengt vafasömum verkefnum gegnum Reykjavík Energy Invest. REI skrifaði nýlega undir samning um boranir í Jemen (1), þar sem klúrt Shari’a stjórnarfar ríkir, engir frjálsir fjölmiðlar viðgangast og öryggismiðstöðvar eru viðrinnar pyntingar og jafnvel aftökur án dómsúrskurða (2,3). Þessa hegðun fordæmir Saving Iceland. O.R. ætti ekki að gera saminga við nokkra þá sem standa að mannréttindabrotum, hvort sem um er að ræða bókstafstrúar-ríki eða stóriðjufyrirtæki” segir Jaap Krater. Read More

júl 12 2008

Aðgerðabúðir Saving Iceland á Hellisheiði


Fjórðu aðgerðabúðir Saving Iceland eru nú hafnar í fallegum dal á Hellisheiði; svæði sem er í hættu vegna framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu. Stækkun Hellisheiðarvirkjunnar á sér nú stað til þess að afla orku fyrir stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga og aðrar stóriðjuframkvæmdir á Suð-Vestur horni landsins.
Í ár eru í búðunum aktívistar frá Íslandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku, Englandi, Hollandi, Frakklandi, Belgíu og Ítalíu og fleiri löndum, sem hafa ákveðið að ganga til liðs við baráttuna. Upplýsingar um eyðileggingu íslenska öræfa hafa borist víða.
Read More

Síður: 1 2

apr 20 2008
3 Comments

Stofnandi Saving Iceland ákærður af íslenskri lögreglu


Mánudaginn 21. apríl 2008 kemur stofnandi Saving Iceland, Ólafur Pall Sigurðsson fyrir héraðsdóm Austurlands ákærður fyrir eignaspjöll. Ákæran er til komin vegna atburða í mótmælabúðunum við Snæfell í júlílok 2006.

Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér. Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu.
Read More

Náttúruvaktin